Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. febrúar 2025 09:24 A$AP Rocky og Rihanna fyrir utan dómshúsið í Los Angeles eftir sýknudóm rapparans. Getty A$AP Rocky hefur verið sýknaður af því að hafa skotið tvisvar á fyrrverandi vin sinn, A$AP Relli, með hálfsjálfvirku skotvopni. Við dómsúrskurðinn stökk rapparinn í faðm barnsmóður sinnar, Rihönnu og grétu þau gleðitárum. Réttarhöld í dómsmálinu hafa staðið yfir í þrjár vikur en það tók kviðdóminn aðeins þrjá tíma til að komast að þeirri niðurstöðu að Rocky, réttu nafni Rakim Mayers, væri saklaus. Rocky var ákærður fyrir líkamsárás með hálfsjálfvirku skotvopni í tveimur ákæruliðum og hefði getað hlotið rúmlega tveggja áratuga dóm hefði hann verið dæmdur sekur. Sjá einnig: A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar Dómsalurinn sem var fullur af aðdáendum og fjölskyldu hjónanna trylltist þegar dómurinn var kveðinn upp og stökk Rocky þá af sakamannabekknum í faðm konu innar. „Takk fyrir að bjarga lífi mínu,“ sagði Rocky við kviðdómarana þegar þeir yfirgáfu salinn. Skaut púðurskotum úr platbyssu Málið nær aftur til 6. nóvember 2021 þegar A$AP Rocky hitti fyrir A$AP Relli, réttu nafni Terell Ephron, í Hollywood. Mennirnir höfðu báðir verið í hópnum A$AP Mob síðan í menntaskóla en eitthvað slettst upp á vinskap þeirra. Relli sagði að eftir smá ryskingar hefði Rocky dregið upp byssu og skotið tvisvar úr henni. Önnur kúlan hafi strokist við hnefa hans en hann hefði ekki slasast alvarlega. Nokkrum mánuðum síðar, þann 20. apríl 2022, var Rocky handtekinn á Alþjóðaflugvellinum í Los Angeles þar sem hann var nýkominn úr fríi með konu sinni, Rihönnu. Rocky losnaði úr haldi gegn tryggingu sem var 550 þúsund dalir (um 77 milljónir íslenskra króna í dag en sennilega meira þá). Lögmenn Rocky og vitni sögðu rapparann hafa skotið púðurskotum úr platbyssu. Hann hafi verið með platbyssuna á sér í töluverðan tíma eftir að hafa tekið hana af tökustað tónlistarmyndbands nokkrum mánuðum fyrr. Sögðu vitni að Rocky hefði skotið úr platbyssunni vegna þess að Relli hefði byrjað slagsmálin. Degi fyrir réttarhöldin hafnaði Rocky tilboði saksóknara um sex mánaða fangelsisvist gegn því að hann myndi játa sekt í einum ákæruliðnum af tveimur. Sannfærður um eigin sakleysi ákvað Rocky að veðja á kviðdómurinn yrði sama sinnis. Joe Tacopina, lögfræðingur Rocky, sagði í lokaávarpi sínu að Relli væri „reiður sjúklegur lygari“ sem hefði „borið ljúgvitni aftur og aftur og aftur og aftur.“ Rihanna, RZA og Riot mættu reglulega í dómsal Að loknu faðmlagi Rihönnu og Rocky faðmaði söngkonan lögfræðinga hans. Rihanna hafði verið reglulegur gestur í dómsal meðan réttarhöldin stóðu yfir og stundum tekið barnunga syni sína með, hinn tveggja ára RZA Athelston Mayers og hinn eins árs gamla Riot Rose Mayers. Eftir sýknuna þurfti parið að berjast gegnum haf ljósmyndara, blaðamanna, Youtube-ara og aðdáenda rapparans á leið út úr dómshúsinu og inn í hvítan jeppa sem beið fyrir utan. Rocky lýsti síðustu fjórum árum sem klikkuðum fyrir utan dómshúsið. „Ég er þakklátur og það er blessun að vera hérna núna og vera frjáls maður að tala við ykkur,“ sagði hann einnig. Nathan Hochman, saksóknari Los Angeles-sýslu, sagðist virða ákvörðun kviðdómsins og sagði embætti saksóknara skuldbundið því að draga þá sem brjóta lögin til ábyrgðar, sama hve frægir þeir eru. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Réttarhöld í dómsmálinu hafa staðið yfir í þrjár vikur en það tók kviðdóminn aðeins þrjá tíma til að komast að þeirri niðurstöðu að Rocky, réttu nafni Rakim Mayers, væri saklaus. Rocky var ákærður fyrir líkamsárás með hálfsjálfvirku skotvopni í tveimur ákæruliðum og hefði getað hlotið rúmlega tveggja áratuga dóm hefði hann verið dæmdur sekur. Sjá einnig: A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar Dómsalurinn sem var fullur af aðdáendum og fjölskyldu hjónanna trylltist þegar dómurinn var kveðinn upp og stökk Rocky þá af sakamannabekknum í faðm konu innar. „Takk fyrir að bjarga lífi mínu,“ sagði Rocky við kviðdómarana þegar þeir yfirgáfu salinn. Skaut púðurskotum úr platbyssu Málið nær aftur til 6. nóvember 2021 þegar A$AP Rocky hitti fyrir A$AP Relli, réttu nafni Terell Ephron, í Hollywood. Mennirnir höfðu báðir verið í hópnum A$AP Mob síðan í menntaskóla en eitthvað slettst upp á vinskap þeirra. Relli sagði að eftir smá ryskingar hefði Rocky dregið upp byssu og skotið tvisvar úr henni. Önnur kúlan hafi strokist við hnefa hans en hann hefði ekki slasast alvarlega. Nokkrum mánuðum síðar, þann 20. apríl 2022, var Rocky handtekinn á Alþjóðaflugvellinum í Los Angeles þar sem hann var nýkominn úr fríi með konu sinni, Rihönnu. Rocky losnaði úr haldi gegn tryggingu sem var 550 þúsund dalir (um 77 milljónir íslenskra króna í dag en sennilega meira þá). Lögmenn Rocky og vitni sögðu rapparann hafa skotið púðurskotum úr platbyssu. Hann hafi verið með platbyssuna á sér í töluverðan tíma eftir að hafa tekið hana af tökustað tónlistarmyndbands nokkrum mánuðum fyrr. Sögðu vitni að Rocky hefði skotið úr platbyssunni vegna þess að Relli hefði byrjað slagsmálin. Degi fyrir réttarhöldin hafnaði Rocky tilboði saksóknara um sex mánaða fangelsisvist gegn því að hann myndi játa sekt í einum ákæruliðnum af tveimur. Sannfærður um eigin sakleysi ákvað Rocky að veðja á kviðdómurinn yrði sama sinnis. Joe Tacopina, lögfræðingur Rocky, sagði í lokaávarpi sínu að Relli væri „reiður sjúklegur lygari“ sem hefði „borið ljúgvitni aftur og aftur og aftur og aftur.“ Rihanna, RZA og Riot mættu reglulega í dómsal Að loknu faðmlagi Rihönnu og Rocky faðmaði söngkonan lögfræðinga hans. Rihanna hafði verið reglulegur gestur í dómsal meðan réttarhöldin stóðu yfir og stundum tekið barnunga syni sína með, hinn tveggja ára RZA Athelston Mayers og hinn eins árs gamla Riot Rose Mayers. Eftir sýknuna þurfti parið að berjast gegnum haf ljósmyndara, blaðamanna, Youtube-ara og aðdáenda rapparans á leið út úr dómshúsinu og inn í hvítan jeppa sem beið fyrir utan. Rocky lýsti síðustu fjórum árum sem klikkuðum fyrir utan dómshúsið. „Ég er þakklátur og það er blessun að vera hérna núna og vera frjáls maður að tala við ykkur,“ sagði hann einnig. Nathan Hochman, saksóknari Los Angeles-sýslu, sagðist virða ákvörðun kviðdómsins og sagði embætti saksóknara skuldbundið því að draga þá sem brjóta lögin til ábyrgðar, sama hve frægir þeir eru.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira