Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Gerður Björk Sveinsdóttir, Íris Róbertsdóttir, Jóna Árný Þórðardóttir, Katrín Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Sigurjón Andrésson skrifa 19. febrúar 2025 20:32 Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst. Fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins hefur þangað að sækja ýmis konar miðlæga þjónustu á vegum hins opinbera, þjónustu sem byggð hefur verið upp fyrir almannafé. Öll höfum við jafnan rétt til að nýta þá þjónustu. Stjórnsýslan í Reykjavík er stjórnsýsla okkar allra. Reykjavík er höfuðborg okkar allra. Lengi hefur verið rætt um að flytja Reykjavíkurflugvöll burtu úr Vatnsmýrinni en öllum má ljóst vera að það gerist ekki á næstu árum eða jafnvel áratugum. Allt tal um að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur lýsir skilningsleysi á aðstöðu okkar sem búum úti á landi. Fjarlægðin frá alþjóðaflugvellinum til höfuðborgarinnar er hættuleg hindrun, stórt ljón í veginum, fyrir fólk sem þarf að reka erindi sín í höfuðborginni, hvort sem það er fullfrískt eða í sjúkrabörum. Öll röskun á sjúkraflugi til höfuðborgarinnar þar sem Landspítalann okkar allra er að finna, er grafalvarlegt mál sem getur skilið á milli lífs og dauða. Eitt mannslíf er í okkar huga meira virði en vöxtur og viðgangur 1.000 trjáplantna. Af okkur sem skrifum undir þessa grein hafa flest beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði. Öll höfum við í það minnsta haft spurnir af slíkum tilvikum í okkar nánasta umhverfi. Að nefna tilfinningaklám í þessu samhengi, eins og gert var í þættinum Silfrið á RÚV á mánudagskvöld, er sannarlega ekki við hæfi. Við undirrituð mótmælum því að trjágróður í Öskjuhlíð njóti forgangs þegar um líf og heilsu fólks utan af landi er að ræða. Árlega eru 630-650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi samkvæmt upplýsingum frá Miðstöð sjúkraflugs og þar segir enn fremur að í um 45% tilfella sé „um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráða þjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip, s.s. vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka. Í slíkum tilfellum er ástand sjúklinga með þeim hætti að lengdur flutningstími sem myndi hljótast vegna flutnings frá Keflavíkurflugvelli getur dregið verulega úr lífslíkum eða batahorfum viðkomandi. Í þeim tilfellum, sem ekki teljast bráð, er ljóst að umræddar takmarkanir á notkun Reykjavíkurflugvallar munu hafa verulega hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu og fráflæði sjúklinga frá Landspítala.“ Þetta er ekkert tilfinningaklám. Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða. Við krefjumst þess að austur-vestur flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð strax aftur á sama tíma og öryggi flugs um brautina verði tryggt með því að fella þau tré sem fella þarf. Með vinsemd og virðingu, Höfundar eru bæjar- og sveitarstjórar Akureyrarbæjar, Múlaþings, Dalvíkurbyggðar, Vesturbyggðar, Vestmannaeyjabæjar, Fjarðabyggðar, Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Ísafjarðarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst. Fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins hefur þangað að sækja ýmis konar miðlæga þjónustu á vegum hins opinbera, þjónustu sem byggð hefur verið upp fyrir almannafé. Öll höfum við jafnan rétt til að nýta þá þjónustu. Stjórnsýslan í Reykjavík er stjórnsýsla okkar allra. Reykjavík er höfuðborg okkar allra. Lengi hefur verið rætt um að flytja Reykjavíkurflugvöll burtu úr Vatnsmýrinni en öllum má ljóst vera að það gerist ekki á næstu árum eða jafnvel áratugum. Allt tal um að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur lýsir skilningsleysi á aðstöðu okkar sem búum úti á landi. Fjarlægðin frá alþjóðaflugvellinum til höfuðborgarinnar er hættuleg hindrun, stórt ljón í veginum, fyrir fólk sem þarf að reka erindi sín í höfuðborginni, hvort sem það er fullfrískt eða í sjúkrabörum. Öll röskun á sjúkraflugi til höfuðborgarinnar þar sem Landspítalann okkar allra er að finna, er grafalvarlegt mál sem getur skilið á milli lífs og dauða. Eitt mannslíf er í okkar huga meira virði en vöxtur og viðgangur 1.000 trjáplantna. Af okkur sem skrifum undir þessa grein hafa flest beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði. Öll höfum við í það minnsta haft spurnir af slíkum tilvikum í okkar nánasta umhverfi. Að nefna tilfinningaklám í þessu samhengi, eins og gert var í þættinum Silfrið á RÚV á mánudagskvöld, er sannarlega ekki við hæfi. Við undirrituð mótmælum því að trjágróður í Öskjuhlíð njóti forgangs þegar um líf og heilsu fólks utan af landi er að ræða. Árlega eru 630-650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi samkvæmt upplýsingum frá Miðstöð sjúkraflugs og þar segir enn fremur að í um 45% tilfella sé „um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráða þjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip, s.s. vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka. Í slíkum tilfellum er ástand sjúklinga með þeim hætti að lengdur flutningstími sem myndi hljótast vegna flutnings frá Keflavíkurflugvelli getur dregið verulega úr lífslíkum eða batahorfum viðkomandi. Í þeim tilfellum, sem ekki teljast bráð, er ljóst að umræddar takmarkanir á notkun Reykjavíkurflugvallar munu hafa verulega hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu og fráflæði sjúklinga frá Landspítala.“ Þetta er ekkert tilfinningaklám. Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða. Við krefjumst þess að austur-vestur flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð strax aftur á sama tíma og öryggi flugs um brautina verði tryggt með því að fella þau tré sem fella þarf. Með vinsemd og virðingu, Höfundar eru bæjar- og sveitarstjórar Akureyrarbæjar, Múlaþings, Dalvíkurbyggðar, Vesturbyggðar, Vestmannaeyjabæjar, Fjarðabyggðar, Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Ísafjarðarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar