Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Gerður Björk Sveinsdóttir, Íris Róbertsdóttir, Jóna Árný Þórðardóttir, Katrín Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Sigurjón Andrésson skrifa 19. febrúar 2025 20:32 Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst. Fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins hefur þangað að sækja ýmis konar miðlæga þjónustu á vegum hins opinbera, þjónustu sem byggð hefur verið upp fyrir almannafé. Öll höfum við jafnan rétt til að nýta þá þjónustu. Stjórnsýslan í Reykjavík er stjórnsýsla okkar allra. Reykjavík er höfuðborg okkar allra. Lengi hefur verið rætt um að flytja Reykjavíkurflugvöll burtu úr Vatnsmýrinni en öllum má ljóst vera að það gerist ekki á næstu árum eða jafnvel áratugum. Allt tal um að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur lýsir skilningsleysi á aðstöðu okkar sem búum úti á landi. Fjarlægðin frá alþjóðaflugvellinum til höfuðborgarinnar er hættuleg hindrun, stórt ljón í veginum, fyrir fólk sem þarf að reka erindi sín í höfuðborginni, hvort sem það er fullfrískt eða í sjúkrabörum. Öll röskun á sjúkraflugi til höfuðborgarinnar þar sem Landspítalann okkar allra er að finna, er grafalvarlegt mál sem getur skilið á milli lífs og dauða. Eitt mannslíf er í okkar huga meira virði en vöxtur og viðgangur 1.000 trjáplantna. Af okkur sem skrifum undir þessa grein hafa flest beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði. Öll höfum við í það minnsta haft spurnir af slíkum tilvikum í okkar nánasta umhverfi. Að nefna tilfinningaklám í þessu samhengi, eins og gert var í þættinum Silfrið á RÚV á mánudagskvöld, er sannarlega ekki við hæfi. Við undirrituð mótmælum því að trjágróður í Öskjuhlíð njóti forgangs þegar um líf og heilsu fólks utan af landi er að ræða. Árlega eru 630-650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi samkvæmt upplýsingum frá Miðstöð sjúkraflugs og þar segir enn fremur að í um 45% tilfella sé „um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráða þjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip, s.s. vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka. Í slíkum tilfellum er ástand sjúklinga með þeim hætti að lengdur flutningstími sem myndi hljótast vegna flutnings frá Keflavíkurflugvelli getur dregið verulega úr lífslíkum eða batahorfum viðkomandi. Í þeim tilfellum, sem ekki teljast bráð, er ljóst að umræddar takmarkanir á notkun Reykjavíkurflugvallar munu hafa verulega hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu og fráflæði sjúklinga frá Landspítala.“ Þetta er ekkert tilfinningaklám. Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða. Við krefjumst þess að austur-vestur flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð strax aftur á sama tíma og öryggi flugs um brautina verði tryggt með því að fella þau tré sem fella þarf. Með vinsemd og virðingu, Höfundar eru bæjar- og sveitarstjórar Akureyrarbæjar, Múlaþings, Dalvíkurbyggðar, Vesturbyggðar, Vestmannaeyjabæjar, Fjarðabyggðar, Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Ísafjarðarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Sjá meira
Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst. Fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins hefur þangað að sækja ýmis konar miðlæga þjónustu á vegum hins opinbera, þjónustu sem byggð hefur verið upp fyrir almannafé. Öll höfum við jafnan rétt til að nýta þá þjónustu. Stjórnsýslan í Reykjavík er stjórnsýsla okkar allra. Reykjavík er höfuðborg okkar allra. Lengi hefur verið rætt um að flytja Reykjavíkurflugvöll burtu úr Vatnsmýrinni en öllum má ljóst vera að það gerist ekki á næstu árum eða jafnvel áratugum. Allt tal um að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur lýsir skilningsleysi á aðstöðu okkar sem búum úti á landi. Fjarlægðin frá alþjóðaflugvellinum til höfuðborgarinnar er hættuleg hindrun, stórt ljón í veginum, fyrir fólk sem þarf að reka erindi sín í höfuðborginni, hvort sem það er fullfrískt eða í sjúkrabörum. Öll röskun á sjúkraflugi til höfuðborgarinnar þar sem Landspítalann okkar allra er að finna, er grafalvarlegt mál sem getur skilið á milli lífs og dauða. Eitt mannslíf er í okkar huga meira virði en vöxtur og viðgangur 1.000 trjáplantna. Af okkur sem skrifum undir þessa grein hafa flest beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði. Öll höfum við í það minnsta haft spurnir af slíkum tilvikum í okkar nánasta umhverfi. Að nefna tilfinningaklám í þessu samhengi, eins og gert var í þættinum Silfrið á RÚV á mánudagskvöld, er sannarlega ekki við hæfi. Við undirrituð mótmælum því að trjágróður í Öskjuhlíð njóti forgangs þegar um líf og heilsu fólks utan af landi er að ræða. Árlega eru 630-650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi samkvæmt upplýsingum frá Miðstöð sjúkraflugs og þar segir enn fremur að í um 45% tilfella sé „um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráða þjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, þar með talið sjúklingar sem þurfa að komast í tímaháð inngrip, s.s. vegna bráðra kransæðaþrenginga, heilablóðfalla og háorkuáverka. Í slíkum tilfellum er ástand sjúklinga með þeim hætti að lengdur flutningstími sem myndi hljótast vegna flutnings frá Keflavíkurflugvelli getur dregið verulega úr lífslíkum eða batahorfum viðkomandi. Í þeim tilfellum, sem ekki teljast bráð, er ljóst að umræddar takmarkanir á notkun Reykjavíkurflugvallar munu hafa verulega hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu og fráflæði sjúklinga frá Landspítala.“ Þetta er ekkert tilfinningaklám. Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða. Við krefjumst þess að austur-vestur flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli verði opnuð strax aftur á sama tíma og öryggi flugs um brautina verði tryggt með því að fella þau tré sem fella þarf. Með vinsemd og virðingu, Höfundar eru bæjar- og sveitarstjórar Akureyrarbæjar, Múlaþings, Dalvíkurbyggðar, Vesturbyggðar, Vestmannaeyjabæjar, Fjarðabyggðar, Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Ísafjarðarbæjar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun