Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2025 08:34 Helgurnar tvær og nafna þeirra Bjarndís Helga, lýsa allar alvarlegum áhyggjum af stöðunni vestanhafs. Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. „Kórinn er hættu við að fara vegna þess að það er of mikil óvissa með stöðu hinsegin mála í Bandaríkjunum,“ segir Helga Margrét Marzellíusardóttir, kórstjóri Hinsegin kórsins. „Staðan hjá okkur í kórnum er þannig að við förum öll eða ekkert. Og á meðan það er hópur fólks hjá okkur sem er í óvissu, þótt það sé ekki nema hópur innan okkar hóps sem er í óvissu með það hvort öryggi þeirra sé tryggt á þeim tónleikum sem við hefðum átt að syngja á, þá getum við ekki farið.“ Helga segir áhrifin ná til allra, ekki bara til trans fólks og kynsegin einstaklinga. „Við vitum að þetta hefur áhrif á allt okkar samfélag. Ef vinur minn sem stendur við hliðina á mér verður fyrir einhvers konar áreiti, þá er það enginn staður fyrir mig að vera á.“ Sýningin felld niður eftir að Trump tók yfir Kennedy-listamiðstöðina Kórinn átti meðal annars að koma fram í Smithsonian-safninu og Kennedy Center en í gær bárust fregnir af því að fallið hefði verið frá síðarnefndu tónleikunum. Þar stóð til að Gay Men's Chorus of Washington, elsti hinsegin kór Bandaríkjanna, kæmi fram með National Symphony Orchestra, og flyttu A Peacock Among Pigeons. Um var að ræða einn af opnunarviðburðum World Pride en Washington fagnar því nú að 50 ár eru liðin frá því að fyrsta pride-hátíðin fór fram í borginni. Vísir greindi frá því á dögunum að forseti Kennedy Center og stjórnarmenn hefðu verið látnir taka pokann sinn, á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti var skipaður stjórnarformaður listamiðstöðvarinnar og nánir samstarfsmenn hann skipaðir í stjórn. Yfirtöku forsetans hefur verið harðlega mótmælt af listamönnum og hinsegin fólki. Jean Davidson, framkvæmdastjóri National Symphony Orchestra, sagði í yfirlýsingu að ákvörðunin um að hætta við sýninguna hefði verið tekin áður en breytingar voru gerðar á stjórn Kennedy Center en Tyler Curry-McGrath, höfundur bókarinnar sem söngleikurinn byggir á, segir um að ræða beina árás á sýnileika hinsegin fólks. Hvaða bakslag? Þetta bakslag Eins og kunnugt er hefur Trump fyrirskipað að í Bandaríkjunum sé kyn ákvarðað við fæðingu og þau séu aðeins tvö; karlkyn og kvenkyn. Þannig er ekki lengur gert ráð fyrir því að hægt sé að skrá fólk trans, kynsegin, X eða „annað“ í opinberum gögnum. „Hinsegin fólk á Íslandi er búið að tala um þessa niðursveiflu, þetta bakslag, í hinsegin málefnum í yfir fimm ár,“ segir Helga Margrét. „Og nú eru margir í kringum okkur búnir að segja: Hvaða bakslag? Hvað er þetta sem þið eruð að skynja? Þetta er það, þetta er bakslagið,“ segir hún. Þeir sem standi utan við hinsegin samfélagið séu nú loksins að sjá það sem hinsegin fólk hafi verið að benda á og vara við í langan tíma. Ómögulegt sé að segja til um þróun mála vestanhafs, „en við sjáum að það hefur strax haft áhrif á kór á Íslandi“. Skipulagning á World Pride í Washington hefur staðið yfir í nokkur ár og það er ekki að sjá að aðstandendur hafi annað í hyggju en að standa af sér storminn.Getty/Shannon Finney Hinsegin kórinn hefur hins vegar alls ekki í hyggju að láta lítið fyrir sér fara. „Á sama tíma verður hinsegin kóramót Norðurlandanna í Danmörku. Við vorum búin að láta vita að við kæmumst ekki þangað. En Danir opnuðu armana og sögðu: Verið velkomin.“ X/kynsegin/annað gert útlægt í Bandaríkjunum Þeir sem fréttastofa hefur rætt við segja óvissuna sem kynsegin fólk stendur frammi fyrir tvíþætta; annars vegar óttist fólk um öryggi sitt vestanhafs og hins vegar þá sé það uggandi um að vera stöðvað á landamærunum. Um leið og Trump hafði undirritað forsetatilskipun sína um kynjatvíhyggju stjórnvalda tilkynnti utanríkisráðuneytið að frá og með þeim tíma yrði hætt að taka við umsóknum um vegabréf merkt X. Héðan í frá yrðu aðeins gefin út vegabréf merkt „karl“ eða „kona“, eftir líffræðilegu kyni umsækjanda. Yfir 1.700 Bandaríkjamenn hafa tilkynnt til ACLU að hafa lent í vandamálum í tengslum við vegabréfið sitt.Getty/Future Publishing/Wiktor Szymanowicz Því vaknar sú spurning hvort kynsegin fólks muni áfram geta framvísað vegabréfum með annars konar kynskráningu við komuna til Bandaríkjanna. Jafnvel þótt yfirvöld lýstu því yfir að fólki yrði hleypt inn, þá eru uppi áhyggjur af því að landamæraverðir muni hreinlega vísa fólki frá eftir geðþótta. Þá má einnig spyrja sig að því hvort fólk gæti lent í vanda þegar það neyðist til að velja annað hvort „karl“ eða „kona“ á eyðublöðum í tengslum við ferð sína en er með aðra skráningu í vegabréfinu sínu. Forréttindi að vera cis „Stjórnin er að plana það að reyna að fara út,“ segir Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga, um þátttöku Íslendinga í World Pride. Þess beri hins vegar að geta að allir stjórnarmenn séu cis, það er að segja falla innan kynjatvíhyggjunnar. „Okkur finnst ofboðslega mikilvægt á þessum tímum að mæta og styðja við samfélagið úti. Á móti kemur að þá er það þannig að transfólk getur ekki farið.“ Helga segir stjórnina hafa verið í sambandi við þá sem vinna að skipulagningu World Pride. Enn sé stefnt að því að halda hátíðina en halda öllum vel upplýstum um þróun og stöðu mála, þá sérstaklega hvað varðar öryggi og andrúmsloftið í borginni, sem er í grunninn talin afar hinsegin-væn. „En eins og staðan er þá er þetta ekki sérlega vinsamlegt; umræðan hefur ekki verið vinsamleg, þvert á móti,“ segir Helga um ástandið í Bandaríkjunum almennt. Helga segir áhyggjurnar af stöðvun við landamærin verulegar og útbreiddar, til að mynda hafi heyrst frá Interpride, bandalagi 375 pride-samtaka, að trans stjórnarmeðlimir þeirra myndu ekki ferðast á World Pride. „Þannig að það eru fleiri að taka þessa ákvörðun,“ segir Helga og vísar þar til ákvörðunar Hinsegin kórsins um að fara ekki út. Stjórn hinsegin daga sé ákveðin í að fara til að sýna stuðning en hins vegar geti margt gerst í millitíðinni. „Þetta verður í stöðugri endurskoðun alveg þangað til við förum út.“ Hættulegt að vera sýnilega trans eða hinsegin Helga segir mikla umræðu meðal hinsegin fólks um aðför stjórnvalda í Bandaríkjunum gegn hinsegin fólki og undir það tekur Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. Hún segir samtökin ekki hafa heyrt af Íslendingum í vandræðum með að komast til Bandaríkjanna. „Enda held ég reyndar að það fólk sem er líklegt til að lenda í vandræðum, trans fólk og fólk sem er sýnilega hinsegin, það fólk er bara ekki að fara,“ segir Bjarndís. Samtökin '78 hafa fengið fjölda fyrirspurna frá hinsegin fólki í Bandaríkjunum og foreldrum trans barna um möguleikann á því að flytjast hingað til lands. „Það er ekki bara að þessir krakkar fá ekki viðeigandi læknisþjónustu, heldur er líka búið að gefa leyfi fyrir fordómum, áreitni og árásum. Stjórnvöld eru búin að segja: Þetta er eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir formaðurinn.Getty/Washington Post/Linus Berggren Aðaláhyggjurnar séu af öryggi fólks. „Það er svolítið súrealískt en þetta er raunverulega staðan. Og við höfum verið í samtali við til dæmis skipuleggjendur World Pride vegna fyrirhugaðrar ferðar og það er alveg sérstakur hópur í því að skoða öryggismálin.“ Bjarndís segir eins og Helga að það sé ekkert annað í stöðunni en að bíða og fylgjast með þróun mála. Sjálf stefnir hún á að fara. „Þetta hefur verið að gerast rosalega hratt og ég held að hver sem ákveður að fara núna á World Pride hljóti að þurfa að hafa í huga að það getur breyst. Með skömmum fyrirvara. Þetta er svolítið svona; ef þú ert trans eða sýnilega hinsegin þá er þetta eitthvað sem fólk þarf virkilega að meta. En fyrir fólk sem nýtur, í þessu tilviki, þeirra forréttinda að vera ekki sýnilega hinsegin, þá finnst mér persónulega fyrir mig mjög mikilvægt að fara akkúrat núna.“ Hinsegin Málefni trans fólks Bandaríkin Donald Trump Ferðalög Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
„Kórinn er hættu við að fara vegna þess að það er of mikil óvissa með stöðu hinsegin mála í Bandaríkjunum,“ segir Helga Margrét Marzellíusardóttir, kórstjóri Hinsegin kórsins. „Staðan hjá okkur í kórnum er þannig að við förum öll eða ekkert. Og á meðan það er hópur fólks hjá okkur sem er í óvissu, þótt það sé ekki nema hópur innan okkar hóps sem er í óvissu með það hvort öryggi þeirra sé tryggt á þeim tónleikum sem við hefðum átt að syngja á, þá getum við ekki farið.“ Helga segir áhrifin ná til allra, ekki bara til trans fólks og kynsegin einstaklinga. „Við vitum að þetta hefur áhrif á allt okkar samfélag. Ef vinur minn sem stendur við hliðina á mér verður fyrir einhvers konar áreiti, þá er það enginn staður fyrir mig að vera á.“ Sýningin felld niður eftir að Trump tók yfir Kennedy-listamiðstöðina Kórinn átti meðal annars að koma fram í Smithsonian-safninu og Kennedy Center en í gær bárust fregnir af því að fallið hefði verið frá síðarnefndu tónleikunum. Þar stóð til að Gay Men's Chorus of Washington, elsti hinsegin kór Bandaríkjanna, kæmi fram með National Symphony Orchestra, og flyttu A Peacock Among Pigeons. Um var að ræða einn af opnunarviðburðum World Pride en Washington fagnar því nú að 50 ár eru liðin frá því að fyrsta pride-hátíðin fór fram í borginni. Vísir greindi frá því á dögunum að forseti Kennedy Center og stjórnarmenn hefðu verið látnir taka pokann sinn, á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti var skipaður stjórnarformaður listamiðstöðvarinnar og nánir samstarfsmenn hann skipaðir í stjórn. Yfirtöku forsetans hefur verið harðlega mótmælt af listamönnum og hinsegin fólki. Jean Davidson, framkvæmdastjóri National Symphony Orchestra, sagði í yfirlýsingu að ákvörðunin um að hætta við sýninguna hefði verið tekin áður en breytingar voru gerðar á stjórn Kennedy Center en Tyler Curry-McGrath, höfundur bókarinnar sem söngleikurinn byggir á, segir um að ræða beina árás á sýnileika hinsegin fólks. Hvaða bakslag? Þetta bakslag Eins og kunnugt er hefur Trump fyrirskipað að í Bandaríkjunum sé kyn ákvarðað við fæðingu og þau séu aðeins tvö; karlkyn og kvenkyn. Þannig er ekki lengur gert ráð fyrir því að hægt sé að skrá fólk trans, kynsegin, X eða „annað“ í opinberum gögnum. „Hinsegin fólk á Íslandi er búið að tala um þessa niðursveiflu, þetta bakslag, í hinsegin málefnum í yfir fimm ár,“ segir Helga Margrét. „Og nú eru margir í kringum okkur búnir að segja: Hvaða bakslag? Hvað er þetta sem þið eruð að skynja? Þetta er það, þetta er bakslagið,“ segir hún. Þeir sem standi utan við hinsegin samfélagið séu nú loksins að sjá það sem hinsegin fólk hafi verið að benda á og vara við í langan tíma. Ómögulegt sé að segja til um þróun mála vestanhafs, „en við sjáum að það hefur strax haft áhrif á kór á Íslandi“. Skipulagning á World Pride í Washington hefur staðið yfir í nokkur ár og það er ekki að sjá að aðstandendur hafi annað í hyggju en að standa af sér storminn.Getty/Shannon Finney Hinsegin kórinn hefur hins vegar alls ekki í hyggju að láta lítið fyrir sér fara. „Á sama tíma verður hinsegin kóramót Norðurlandanna í Danmörku. Við vorum búin að láta vita að við kæmumst ekki þangað. En Danir opnuðu armana og sögðu: Verið velkomin.“ X/kynsegin/annað gert útlægt í Bandaríkjunum Þeir sem fréttastofa hefur rætt við segja óvissuna sem kynsegin fólk stendur frammi fyrir tvíþætta; annars vegar óttist fólk um öryggi sitt vestanhafs og hins vegar þá sé það uggandi um að vera stöðvað á landamærunum. Um leið og Trump hafði undirritað forsetatilskipun sína um kynjatvíhyggju stjórnvalda tilkynnti utanríkisráðuneytið að frá og með þeim tíma yrði hætt að taka við umsóknum um vegabréf merkt X. Héðan í frá yrðu aðeins gefin út vegabréf merkt „karl“ eða „kona“, eftir líffræðilegu kyni umsækjanda. Yfir 1.700 Bandaríkjamenn hafa tilkynnt til ACLU að hafa lent í vandamálum í tengslum við vegabréfið sitt.Getty/Future Publishing/Wiktor Szymanowicz Því vaknar sú spurning hvort kynsegin fólks muni áfram geta framvísað vegabréfum með annars konar kynskráningu við komuna til Bandaríkjanna. Jafnvel þótt yfirvöld lýstu því yfir að fólki yrði hleypt inn, þá eru uppi áhyggjur af því að landamæraverðir muni hreinlega vísa fólki frá eftir geðþótta. Þá má einnig spyrja sig að því hvort fólk gæti lent í vanda þegar það neyðist til að velja annað hvort „karl“ eða „kona“ á eyðublöðum í tengslum við ferð sína en er með aðra skráningu í vegabréfinu sínu. Forréttindi að vera cis „Stjórnin er að plana það að reyna að fara út,“ segir Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga, um þátttöku Íslendinga í World Pride. Þess beri hins vegar að geta að allir stjórnarmenn séu cis, það er að segja falla innan kynjatvíhyggjunnar. „Okkur finnst ofboðslega mikilvægt á þessum tímum að mæta og styðja við samfélagið úti. Á móti kemur að þá er það þannig að transfólk getur ekki farið.“ Helga segir stjórnina hafa verið í sambandi við þá sem vinna að skipulagningu World Pride. Enn sé stefnt að því að halda hátíðina en halda öllum vel upplýstum um þróun og stöðu mála, þá sérstaklega hvað varðar öryggi og andrúmsloftið í borginni, sem er í grunninn talin afar hinsegin-væn. „En eins og staðan er þá er þetta ekki sérlega vinsamlegt; umræðan hefur ekki verið vinsamleg, þvert á móti,“ segir Helga um ástandið í Bandaríkjunum almennt. Helga segir áhyggjurnar af stöðvun við landamærin verulegar og útbreiddar, til að mynda hafi heyrst frá Interpride, bandalagi 375 pride-samtaka, að trans stjórnarmeðlimir þeirra myndu ekki ferðast á World Pride. „Þannig að það eru fleiri að taka þessa ákvörðun,“ segir Helga og vísar þar til ákvörðunar Hinsegin kórsins um að fara ekki út. Stjórn hinsegin daga sé ákveðin í að fara til að sýna stuðning en hins vegar geti margt gerst í millitíðinni. „Þetta verður í stöðugri endurskoðun alveg þangað til við förum út.“ Hættulegt að vera sýnilega trans eða hinsegin Helga segir mikla umræðu meðal hinsegin fólks um aðför stjórnvalda í Bandaríkjunum gegn hinsegin fólki og undir það tekur Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. Hún segir samtökin ekki hafa heyrt af Íslendingum í vandræðum með að komast til Bandaríkjanna. „Enda held ég reyndar að það fólk sem er líklegt til að lenda í vandræðum, trans fólk og fólk sem er sýnilega hinsegin, það fólk er bara ekki að fara,“ segir Bjarndís. Samtökin '78 hafa fengið fjölda fyrirspurna frá hinsegin fólki í Bandaríkjunum og foreldrum trans barna um möguleikann á því að flytjast hingað til lands. „Það er ekki bara að þessir krakkar fá ekki viðeigandi læknisþjónustu, heldur er líka búið að gefa leyfi fyrir fordómum, áreitni og árásum. Stjórnvöld eru búin að segja: Þetta er eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir formaðurinn.Getty/Washington Post/Linus Berggren Aðaláhyggjurnar séu af öryggi fólks. „Það er svolítið súrealískt en þetta er raunverulega staðan. Og við höfum verið í samtali við til dæmis skipuleggjendur World Pride vegna fyrirhugaðrar ferðar og það er alveg sérstakur hópur í því að skoða öryggismálin.“ Bjarndís segir eins og Helga að það sé ekkert annað í stöðunni en að bíða og fylgjast með þróun mála. Sjálf stefnir hún á að fara. „Þetta hefur verið að gerast rosalega hratt og ég held að hver sem ákveður að fara núna á World Pride hljóti að þurfa að hafa í huga að það getur breyst. Með skömmum fyrirvara. Þetta er svolítið svona; ef þú ert trans eða sýnilega hinsegin þá er þetta eitthvað sem fólk þarf virkilega að meta. En fyrir fólk sem nýtur, í þessu tilviki, þeirra forréttinda að vera ekki sýnilega hinsegin, þá finnst mér persónulega fyrir mig mjög mikilvægt að fara akkúrat núna.“
Hinsegin Málefni trans fólks Bandaríkin Donald Trump Ferðalög Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira