Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 21. febrúar 2025 07:32 Kjalarnes er einhver fallegasti staður á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúar njóta mikils útsýnis yfir til höfuðborgarsvæðisins, nálægðar við gullfallega nátturu þar sem létt gola leikur alla jafnan við íbúana. Á Kjalarnesi er stundaður landbúnaður, þó flestir íbúar sem búa þar starfi annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega auglýsti Reykjavíkurborg úthlutun á fjórum einbýlishúsalóðum á Kjalarnesi. Það er vel og að mínu mati má byggja miklu meira á Kjalarnesi en þessi fjögur einbýlishús og þar með fjölga íbúum og auka framboð af íbúðum. Á Kjalarnesi búa í dag um 530 manns en árið 2007 bjuggu þar yfir 1.000 manns. Það hefur orðið helmingsfækkun á síðustu 17 árum. Í þéttbýliskjarnanum á Kjalarnesi, Grundarhverfi, eru góðir innviðir eins og leikskóli, grunnskóli, íþróttahús og sundlaug auk mótttökustöð hjá Sorpu. Þaðmá byggja miklu meira á Kjalarnesi og fleiri fjölbýlishús. Svæðið getur vel verið íbúasvæði fyrir 2.500 íbúa sem er hæfilegt svæði fyrir góða nærþjónustu eins og verslun, um leið og hægt væri að auka þjónustu við íbúa sem búa þar, t.d. með góðum íbúakjarna fyrir 65 ára og eldri sem væri samtengdur hjúkrunarheimili. Með fleiri íbúum skapast enn betri grundvöllur fyrir bættar almenningssamgöngur milli Kjalarness og annara staða á höfuðborgarsvæðinu. Ein aðgerð styrkir frekari byggð á Kjalarnesi og það er sú staðreynd að ríkisstjórnin ætlar að klára Sundabraut sem er mögulega 6-8 ára framkvæmd. Með Sundabraut snarbatna samgöngur á milli Grundahverfisins og miðsvæðis Reykjavíkur sem gerir Kjalarnesið enn fýsilegri kost. Ég skora á nýjan meirihluta félagshyggjuflokka í Reykjavík að bretta upp ermar og stórauka byggð á Kjalarnesi. Höfundur er Kjalnesingur í hjarta sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kjalarnes er einhver fallegasti staður á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúar njóta mikils útsýnis yfir til höfuðborgarsvæðisins, nálægðar við gullfallega nátturu þar sem létt gola leikur alla jafnan við íbúana. Á Kjalarnesi er stundaður landbúnaður, þó flestir íbúar sem búa þar starfi annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega auglýsti Reykjavíkurborg úthlutun á fjórum einbýlishúsalóðum á Kjalarnesi. Það er vel og að mínu mati má byggja miklu meira á Kjalarnesi en þessi fjögur einbýlishús og þar með fjölga íbúum og auka framboð af íbúðum. Á Kjalarnesi búa í dag um 530 manns en árið 2007 bjuggu þar yfir 1.000 manns. Það hefur orðið helmingsfækkun á síðustu 17 árum. Í þéttbýliskjarnanum á Kjalarnesi, Grundarhverfi, eru góðir innviðir eins og leikskóli, grunnskóli, íþróttahús og sundlaug auk mótttökustöð hjá Sorpu. Þaðmá byggja miklu meira á Kjalarnesi og fleiri fjölbýlishús. Svæðið getur vel verið íbúasvæði fyrir 2.500 íbúa sem er hæfilegt svæði fyrir góða nærþjónustu eins og verslun, um leið og hægt væri að auka þjónustu við íbúa sem búa þar, t.d. með góðum íbúakjarna fyrir 65 ára og eldri sem væri samtengdur hjúkrunarheimili. Með fleiri íbúum skapast enn betri grundvöllur fyrir bættar almenningssamgöngur milli Kjalarness og annara staða á höfuðborgarsvæðinu. Ein aðgerð styrkir frekari byggð á Kjalarnesi og það er sú staðreynd að ríkisstjórnin ætlar að klára Sundabraut sem er mögulega 6-8 ára framkvæmd. Með Sundabraut snarbatna samgöngur á milli Grundahverfisins og miðsvæðis Reykjavíkur sem gerir Kjalarnesið enn fýsilegri kost. Ég skora á nýjan meirihluta félagshyggjuflokka í Reykjavík að bretta upp ermar og stórauka byggð á Kjalarnesi. Höfundur er Kjalnesingur í hjarta sínu.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar