Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Valur Páll Eiríksson skrifar 21. febrúar 2025 13:00 Orri Steinn spakur eftir mark gærkvöldsins. Juanma - UEFA/UEFA via Getty Images Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að nýta fáar mínútur í treyju Real Sociedad á Spáni vel. Orri skoraði síðasta mark liðsins í 5-2 sigri á Midtjylland í Evrópudeildinni í gærkvöld, sjö mínútum eftir að hafa komið af bekknum. Sociedad leiddi einvígið 2-1 eftir fyrri leikinn í Danmörku og byrjuðu vel í Baskalandi í gær. Aðeins 18 mínútur voru liðnar á leikinn þegar staðan var 2-0 þökk sé mörkum Brais Méndez og Luka Sucic. Tvö mörk á stundarfjórðungskafla frá dönsku gestunum breytti stöðunni í 2-2 á 38. mínútu, og munaði aðeins einu marki í einvíginu. Sucic skoraði hins vegar öðru sinni í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Klippa: Mark Orra Steins í Evrópudeildinni Mikel Oyarzabal skoraði fjórða mark Sociedad af vítapunktinum á 73. mínútu en skömmu áður hafði leikmaður Midtjylland fengið að líta rauða spjaldið. Orri Steinn leysti Oyarzabal af á 83. mínútu og negldi síðasta naglann í kistu Dananna á 90. mínútu. Annar varamaður, Armeninn Arsen Zakharyan, gaf boltann laglega fyrir, beint í hlaupalínu Orra sem lagði boltann í markið af markteig, að framherja sið. Orri hefur verið inn og út úr liði Sociedad eftir að hafa gengið í raðir félagsins frá FCK í Danmörku í sumar. Hann hefur skorað fjögur mörk í sjö leikjum í Evrópudeildinni og þrjú mörk í 16 leikjum í spænsku deildinni. Mörkin úr leik gærkvöldsins, í lýsingu Henrys Birgis Gunnarssonar, má sjá í spilaranum að ofan. Evrópudeild UEFA Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira
Sociedad leiddi einvígið 2-1 eftir fyrri leikinn í Danmörku og byrjuðu vel í Baskalandi í gær. Aðeins 18 mínútur voru liðnar á leikinn þegar staðan var 2-0 þökk sé mörkum Brais Méndez og Luka Sucic. Tvö mörk á stundarfjórðungskafla frá dönsku gestunum breytti stöðunni í 2-2 á 38. mínútu, og munaði aðeins einu marki í einvíginu. Sucic skoraði hins vegar öðru sinni í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Klippa: Mark Orra Steins í Evrópudeildinni Mikel Oyarzabal skoraði fjórða mark Sociedad af vítapunktinum á 73. mínútu en skömmu áður hafði leikmaður Midtjylland fengið að líta rauða spjaldið. Orri Steinn leysti Oyarzabal af á 83. mínútu og negldi síðasta naglann í kistu Dananna á 90. mínútu. Annar varamaður, Armeninn Arsen Zakharyan, gaf boltann laglega fyrir, beint í hlaupalínu Orra sem lagði boltann í markið af markteig, að framherja sið. Orri hefur verið inn og út úr liði Sociedad eftir að hafa gengið í raðir félagsins frá FCK í Danmörku í sumar. Hann hefur skorað fjögur mörk í sjö leikjum í Evrópudeildinni og þrjú mörk í 16 leikjum í spænsku deildinni. Mörkin úr leik gærkvöldsins, í lýsingu Henrys Birgis Gunnarssonar, má sjá í spilaranum að ofan.
Evrópudeild UEFA Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira