Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar 21. febrúar 2025 11:48 Evrópusambandinu virðist vera ekkert óviðkomandi í okkar daglega lífi. Einfaldlega ekki neitt. Reglufargan þess teygir anga sína víða í samfélagið, allt ofan í smæstu atriði eins og hvort þegnum þessa lands sé treyst fyrir því að skrúfa tappann á drykkjarföngum sínum alla leið af eða ekki. Þingheimur tók fyrir þetta merkilega mál í vikunni þar sem stjórnarflokkarnir hreinlega skildu ekki að stjórnarandstaðan skildi dirfast til að kveða sér hljóðs og reyna að halda uppi upplýstri umræðu um báknið í Brussel sem stendur til að gera okkur hluta að. Tökum þetta litla mál vikunnar út fyrir sviga. Týnum okkur ekki í töppunum. En þetta er algjör birtingarmynd þess hversu langt við þingmenn ætlum að ganga í því að skipta okkur að daglegu lífi landsmanna, hversu langt við ætlum að ganga í að setja á svona dellulög til þess eins að auka kostnað og gera líf þeirra sem hér búa flóknara. Stærra mál er kannski blessaður iPhone-síminn, sem þú lesandi góður ert mögulega að lesa þessa grein í. Samsung-menn og aðra bið ég afsökunar. Staðan er einfaldlega sú að kaupi tveir aðilar sér sitthvorn iPhone-inn í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar er ekki að fullu um sama símann að ræða. Í evrópsku útgáfuna vantar gervigreindarforrit og hvers vegna er það? Það er vegna þess að Evrópusambandið er búið að setja tilskipanir og reglugerðir sem útiloka það. Embættismenn og skriffinnskukerfi ESB virðist hreinlega ætla að setja á okkur lög um allt á milli himins og jarðar. Þetta er einfaldlega spurning um frelsi einstaklingsins. Þess vegna saknaði ég þingmanna Viðreisnar mikið í þessari umræðu í vikunni og reyndar líka í öðru frelsismáli um ráðstöfun útvarpsgjaldsins. Flokkurinn sem er svo duglegur að tala um frelsið í kosningabaráttu sést varla nú þegar slík mál eru rædd í þingsal. En, vitaskuld sýni ég vinum mínum í Viðreisn fullan skilning. Þau eru í reipitogi við sig sjálf að reyna að halda á lofti fána frelsisins á sama tíma og stefnan er sett í Evrópusambandið. Stofnunina sem treystir okkur ekki fyrir flöskutöppum eða fullmótuðum símum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Evrópusambandið Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópusambandinu virðist vera ekkert óviðkomandi í okkar daglega lífi. Einfaldlega ekki neitt. Reglufargan þess teygir anga sína víða í samfélagið, allt ofan í smæstu atriði eins og hvort þegnum þessa lands sé treyst fyrir því að skrúfa tappann á drykkjarföngum sínum alla leið af eða ekki. Þingheimur tók fyrir þetta merkilega mál í vikunni þar sem stjórnarflokkarnir hreinlega skildu ekki að stjórnarandstaðan skildi dirfast til að kveða sér hljóðs og reyna að halda uppi upplýstri umræðu um báknið í Brussel sem stendur til að gera okkur hluta að. Tökum þetta litla mál vikunnar út fyrir sviga. Týnum okkur ekki í töppunum. En þetta er algjör birtingarmynd þess hversu langt við þingmenn ætlum að ganga í því að skipta okkur að daglegu lífi landsmanna, hversu langt við ætlum að ganga í að setja á svona dellulög til þess eins að auka kostnað og gera líf þeirra sem hér búa flóknara. Stærra mál er kannski blessaður iPhone-síminn, sem þú lesandi góður ert mögulega að lesa þessa grein í. Samsung-menn og aðra bið ég afsökunar. Staðan er einfaldlega sú að kaupi tveir aðilar sér sitthvorn iPhone-inn í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar er ekki að fullu um sama símann að ræða. Í evrópsku útgáfuna vantar gervigreindarforrit og hvers vegna er það? Það er vegna þess að Evrópusambandið er búið að setja tilskipanir og reglugerðir sem útiloka það. Embættismenn og skriffinnskukerfi ESB virðist hreinlega ætla að setja á okkur lög um allt á milli himins og jarðar. Þetta er einfaldlega spurning um frelsi einstaklingsins. Þess vegna saknaði ég þingmanna Viðreisnar mikið í þessari umræðu í vikunni og reyndar líka í öðru frelsismáli um ráðstöfun útvarpsgjaldsins. Flokkurinn sem er svo duglegur að tala um frelsið í kosningabaráttu sést varla nú þegar slík mál eru rædd í þingsal. En, vitaskuld sýni ég vinum mínum í Viðreisn fullan skilning. Þau eru í reipitogi við sig sjálf að reyna að halda á lofti fána frelsisins á sama tíma og stefnan er sett í Evrópusambandið. Stofnunina sem treystir okkur ekki fyrir flöskutöppum eða fullmótuðum símum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun