Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar 22. febrúar 2025 07:31 Á fimmtudag var rætt um áfasta plasttappa í sal Alþingis í fjóra klukkutíma og 36 mínútur. Um innleiðingarmál er að ræða sem Ísland þarf að fella inn í lög sem hluta af samningunum um Evrópska efnahagssvæðið, okkar mikilvægasta viðskiptasamning. Tilgangur þessa er að íslenskt viðskiptalíf sé með sömu staðla og gilda í Evrópu, okkar stærsta útflutningsmarkaði. Þetta var ekkert nýtt mál. Gert var grín af töppunum í Krakkaskaupinu 2023 og Áramótaskaupinu í fyrra. Markmið fyrirkomulagsins er að draga úr plastrusli í náttúrunni, enda plasttappar sjöunda algengasta slíka ruslið og algeng orsök þess að til dæmis fuglar kafna þegar þeir halda að tapparnir séu fæða. Frumvarpsdrög um þessa innleiðingu voru lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda í byrjun árs 2024 af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að síðasta ríkisstjórn, sú óvinsælasta í Íslandssögunni, gat ekki komið sér saman um afgreiða þetta frekar en annað. Það fór enda þannig að viðskiptalífið er fyrir löngu búið að innleiða þessa blessuðu tappa til að vera til samræmis við Evrópu. Mjólkursamsalan gerði það til að mynda með sínar vörur í fyrrasumar og var þá með síðustu skipunum til þess. Neytendur eru fyrir löngu orðnir vanir þeim. Að nenna ekki lengur að drekka sjeik En samt var talað um þessa tappa í þingsal á fimmtudag í fjóra klukkutíma og 36 mínútur. Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa. Til að almenningur átti sig á rakalausa leikþættinum sem gekk á má benda á andsvar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, sem sagði að hér væri „enn eitt málið á ferðinni sem virðist hafa það að markmiði að gera Ísland leiðinlegra en hann þarf að vera.“ Í síðara andsvari bætti hann við: „Þetta er af sama meiði og bölvuð pappírsrörin sem eru að gera það leiðinlegra að lifa lífinu. Maður fær sér ekki lengur súkkulaðisjeik af því að það er vont að sjúga síðasta þriðjunginn í gegnum uppflosnað pappírsrörið.“ Hræðslan við áverka sem tappar valda Mesta athygli vakti ræða fyrrverandi skólastjórans, Jóns Péturs Zimsen úr Sjálfstæðisflokki, sem sagði áfasta tappa eyðileggja heilu veislurnar fyrir prútt klæddu fólki sem endaði, að hans sögn, útatað í alls konar drykkjum vegna þeirra. Jón Pétur sagði áfasta tappa geta valdið ofþornun hjá eldra fólki þar sem það sé síður líklegt til að nenna að drekka vegna þeirra. Hann telur að áfastir tappar geti valdið áverkum sem auki „möguleikann á því að Landspítalinn fengi þyngri umferð.“ Skólastjórinn fyrrverandi, sem nokkrum dögum áður hafði sagt í hlaðvarpi að hann ætlaði að flytja í tjald í Kópavogi ef nýr borgarstjóri yrði borgarstjóri vegna þess að hún hefði blokkað hann á Facebook, sagði áfasta tappa einfaldlega draga úr sér lífsviljann. Flokksbróðir hans, Jens Garðar Helgason, kom skömmu síðar í ræðupúltið og sagði að hann myndi óska þess að sá flokkur sem í dag leiðir ríkisstjórn í kjölfar kosningasigurs myndi bera sama gæfa og Sjálfstæðisflokkurinn og láta mál sem þeirra eigin ráðherra leggur fram „daga upp í þingflokknum“. Í kjölfarið reyndi hann að færa rök fyrir því að það væri frelsismál að koma í veg fyrir að tappar yrði áfastir. Á tappa út í skurð Það sem raunverulega var í gangi var annars vegar það að hluti stjórnarandstöðunnar - að mestu samansett af fólki í flókinni tilvistarkreppu yfir því að vera vant því að ráða en ræður engu lengur - vildi hnykkja vöðvanna í málþófi vegna þess að hún gat það, og hins vegar til að koma í veg fyrir að frumvarp um breytingar á búvörulögum kæmist á dagskrá. Frumvarp sem hefur fyrst og síðast þann tilgang að styrkja stöðu bænda og bæta hag neytenda. Afleiðing þessa varð meðal annars sú að rammaáætlun, sem var á dagskrá þingsins síðar á fimmtudag, var ekki afgreidd úr fyrstu umræðu og til nefndar þrátt fyrir að vera mál sem meira og minna allir flokkar á þingi styðja. Mál sem á að tryggja aukið orkuöryggi þjóðarinnar. Afgreiðsla þess frestast nú fram yfir komandi kjördæmaviku. Ástæðan er af því bara. Af því að hópur þingmanna í minnihluta sem situr á þingi vildi sýna að það gæti komið í veg fyrir að hópur þingmanna í meirihluta, sem vill gera gagn og setja almannahagsmuni framar sérhagsmunum, geti unnið vinnuna sem hann var kosinn til að sinna. Flest venjulegt fólk sér þennan farsa fyrir það sem hann var. Ef stjórnarandstaðan vill staðfesta eigin innihaldsleysi með þessum hætti, þá verði henni af því. Ríkisstjórnin og þingmenn hennar munu hins vegar halda áfram að vinna fyrir land og þjóð að framgangi mála sem bæta líf venjulegs fólks á meðan að fólk sem er á þingi í öðrum tilgangi tekur sér far með áföstum töppum út í skurð. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtudag var rætt um áfasta plasttappa í sal Alþingis í fjóra klukkutíma og 36 mínútur. Um innleiðingarmál er að ræða sem Ísland þarf að fella inn í lög sem hluta af samningunum um Evrópska efnahagssvæðið, okkar mikilvægasta viðskiptasamning. Tilgangur þessa er að íslenskt viðskiptalíf sé með sömu staðla og gilda í Evrópu, okkar stærsta útflutningsmarkaði. Þetta var ekkert nýtt mál. Gert var grín af töppunum í Krakkaskaupinu 2023 og Áramótaskaupinu í fyrra. Markmið fyrirkomulagsins er að draga úr plastrusli í náttúrunni, enda plasttappar sjöunda algengasta slíka ruslið og algeng orsök þess að til dæmis fuglar kafna þegar þeir halda að tapparnir séu fæða. Frumvarpsdrög um þessa innleiðingu voru lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda í byrjun árs 2024 af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að síðasta ríkisstjórn, sú óvinsælasta í Íslandssögunni, gat ekki komið sér saman um afgreiða þetta frekar en annað. Það fór enda þannig að viðskiptalífið er fyrir löngu búið að innleiða þessa blessuðu tappa til að vera til samræmis við Evrópu. Mjólkursamsalan gerði það til að mynda með sínar vörur í fyrrasumar og var þá með síðustu skipunum til þess. Neytendur eru fyrir löngu orðnir vanir þeim. Að nenna ekki lengur að drekka sjeik En samt var talað um þessa tappa í þingsal á fimmtudag í fjóra klukkutíma og 36 mínútur. Sú umræða snerist auðvitað ekkert um tappa. Til að almenningur átti sig á rakalausa leikþættinum sem gekk á má benda á andsvar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, sem sagði að hér væri „enn eitt málið á ferðinni sem virðist hafa það að markmiði að gera Ísland leiðinlegra en hann þarf að vera.“ Í síðara andsvari bætti hann við: „Þetta er af sama meiði og bölvuð pappírsrörin sem eru að gera það leiðinlegra að lifa lífinu. Maður fær sér ekki lengur súkkulaðisjeik af því að það er vont að sjúga síðasta þriðjunginn í gegnum uppflosnað pappírsrörið.“ Hræðslan við áverka sem tappar valda Mesta athygli vakti ræða fyrrverandi skólastjórans, Jóns Péturs Zimsen úr Sjálfstæðisflokki, sem sagði áfasta tappa eyðileggja heilu veislurnar fyrir prútt klæddu fólki sem endaði, að hans sögn, útatað í alls konar drykkjum vegna þeirra. Jón Pétur sagði áfasta tappa geta valdið ofþornun hjá eldra fólki þar sem það sé síður líklegt til að nenna að drekka vegna þeirra. Hann telur að áfastir tappar geti valdið áverkum sem auki „möguleikann á því að Landspítalinn fengi þyngri umferð.“ Skólastjórinn fyrrverandi, sem nokkrum dögum áður hafði sagt í hlaðvarpi að hann ætlaði að flytja í tjald í Kópavogi ef nýr borgarstjóri yrði borgarstjóri vegna þess að hún hefði blokkað hann á Facebook, sagði áfasta tappa einfaldlega draga úr sér lífsviljann. Flokksbróðir hans, Jens Garðar Helgason, kom skömmu síðar í ræðupúltið og sagði að hann myndi óska þess að sá flokkur sem í dag leiðir ríkisstjórn í kjölfar kosningasigurs myndi bera sama gæfa og Sjálfstæðisflokkurinn og láta mál sem þeirra eigin ráðherra leggur fram „daga upp í þingflokknum“. Í kjölfarið reyndi hann að færa rök fyrir því að það væri frelsismál að koma í veg fyrir að tappar yrði áfastir. Á tappa út í skurð Það sem raunverulega var í gangi var annars vegar það að hluti stjórnarandstöðunnar - að mestu samansett af fólki í flókinni tilvistarkreppu yfir því að vera vant því að ráða en ræður engu lengur - vildi hnykkja vöðvanna í málþófi vegna þess að hún gat það, og hins vegar til að koma í veg fyrir að frumvarp um breytingar á búvörulögum kæmist á dagskrá. Frumvarp sem hefur fyrst og síðast þann tilgang að styrkja stöðu bænda og bæta hag neytenda. Afleiðing þessa varð meðal annars sú að rammaáætlun, sem var á dagskrá þingsins síðar á fimmtudag, var ekki afgreidd úr fyrstu umræðu og til nefndar þrátt fyrir að vera mál sem meira og minna allir flokkar á þingi styðja. Mál sem á að tryggja aukið orkuöryggi þjóðarinnar. Afgreiðsla þess frestast nú fram yfir komandi kjördæmaviku. Ástæðan er af því bara. Af því að hópur þingmanna í minnihluta sem situr á þingi vildi sýna að það gæti komið í veg fyrir að hópur þingmanna í meirihluta, sem vill gera gagn og setja almannahagsmuni framar sérhagsmunum, geti unnið vinnuna sem hann var kosinn til að sinna. Flest venjulegt fólk sér þennan farsa fyrir það sem hann var. Ef stjórnarandstaðan vill staðfesta eigin innihaldsleysi með þessum hætti, þá verði henni af því. Ríkisstjórnin og þingmenn hennar munu hins vegar halda áfram að vinna fyrir land og þjóð að framgangi mála sem bæta líf venjulegs fólks á meðan að fólk sem er á þingi í öðrum tilgangi tekur sér far með áföstum töppum út í skurð. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun