Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2025 13:04 Ingveldur Líf (til hægri) og Luna við upptökur á laginu þeirra, sem þær munu flytja á stóra sviðinu í Danmörku í kvöld í beinni útsendingu í sjónvarpi. Aðsend Tíu ára stelpa frá Vík í Mýrdal tekur þátt í úrslitakeppni barna í Eurovision, sem fer fram í Danmörku í kvöld í beinni útsendingu í Danska ríkissjónvarpinu. Stelpan ásamt danskri vinkonu sinni sömdu bæði lag og texta lagsins, sem þær flytja í átta manna úrslitum keppninnar en alls tóku um 750 börn þátt í undankeppninni. Hér erum við að tala um Ingveldi Líf Þorbergsdóttur frá Vík í Mýrdal og vinkonu hennar hana Lunu, sem er dönsk, sem taka þátt í söngvakeppninni í kvöld í beinni útsendingu hjá Danska sjónvarpinu. Ingveldur Líf og fjölskylda hennar hafa búið í Danmörku síðustu ár en fjölskylda hennar er meðal annars frá Vík og eru afi og amma hennar að sjálfsögðu mætt í Danmörku til að fylgjast með barnabarninu á stóra sviðinu í keppni kvöldsins en afinn er Sigurgeir Már Jensson læknir í Vík og amman er Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni í Vík. Föðurfjölskylda Ingveldar, sem er frá Vík í Mýrdal.Aðsend Svanlaug Árnadóttir, mamma Ingveldar segir mikla spennu fyrir kvöldinu en búið er að selja um 10 þúsund miða á keppnina, sem fer fram í stórri íþróttahöll í Henning. En hvað getur hún sagt okkur um, Ingveldi Líf 10 ára, hvernig stelpa er hún? „Hún hefur alveg síðan hún var lítil verið syngjandi og dansandi og alltaf svona opin og óhrædd að taka þátt í einhverju svona og koma fram. Svo hefur hún tekið þátt í allskonar leiksýningum, sem hafa verið í Óðinsvéum,” segir Svanlaug. Stelpurnar þegar þær voru í loka áheyrnarprufunum hjá DR í Danmörku. Ingveldur er sú til hægri.Aðsend Svanlaug segir að hún og pabbi hennar, Þorbergur Atli séu mjög stolt af stelpunni sinni og hlakki mikið til að sjá hana á sviðinu í kvöld en þau eiga önnur fjögur börn. „Jú, við erum alveg ofsalega stolt og þetta er svo spennandi og skemmtilegt að sjá hana blómstra í þessu og við getum ekki beðið eftir að sjá hana í kvöld, það verður bara þvílík upplifun.” Öll lögin í kvöld eru frumsamin af krökkunum, bæði lag og texti. „Lagið þeirra heitir „Ud med regler”, sem þýðir út með reglur og þetta er svolítið eins og lagið um allt sem má ekki, þetta íslenska lag,” segir Svanlaug og bæti við í lokin. „Ég bara vona að sem flestir fylgist með því þetta verður rosalega gaman og senda okkur góða strauma, höldum með okkar stelpu.” Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu klukkan átta í kvöld á íslenskum tíma í Danska ríkissjónvarpinu DK fyrir þá sem hafa aðgang á þeirri stöð. Íslenska fjölskyldan, sem býr í Danmörku með börnunum sínum fimm. Hér eru foreldrarnir,Svanlaug Árnadóttir, Þorbergur Atli Sigurgeirsson og börnin Brynjólfur Már og Skarphéðinn Árni. Í neðri röðinni frá vinstri eru þau Ásgerður Margrét, Theódór Helgi og Ingveldur Líf.Aðsend Mýrdalshreppur Danmörk Eurovision Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Hér erum við að tala um Ingveldi Líf Þorbergsdóttur frá Vík í Mýrdal og vinkonu hennar hana Lunu, sem er dönsk, sem taka þátt í söngvakeppninni í kvöld í beinni útsendingu hjá Danska sjónvarpinu. Ingveldur Líf og fjölskylda hennar hafa búið í Danmörku síðustu ár en fjölskylda hennar er meðal annars frá Vík og eru afi og amma hennar að sjálfsögðu mætt í Danmörku til að fylgjast með barnabarninu á stóra sviðinu í keppni kvöldsins en afinn er Sigurgeir Már Jensson læknir í Vík og amman er Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni í Vík. Föðurfjölskylda Ingveldar, sem er frá Vík í Mýrdal.Aðsend Svanlaug Árnadóttir, mamma Ingveldar segir mikla spennu fyrir kvöldinu en búið er að selja um 10 þúsund miða á keppnina, sem fer fram í stórri íþróttahöll í Henning. En hvað getur hún sagt okkur um, Ingveldi Líf 10 ára, hvernig stelpa er hún? „Hún hefur alveg síðan hún var lítil verið syngjandi og dansandi og alltaf svona opin og óhrædd að taka þátt í einhverju svona og koma fram. Svo hefur hún tekið þátt í allskonar leiksýningum, sem hafa verið í Óðinsvéum,” segir Svanlaug. Stelpurnar þegar þær voru í loka áheyrnarprufunum hjá DR í Danmörku. Ingveldur er sú til hægri.Aðsend Svanlaug segir að hún og pabbi hennar, Þorbergur Atli séu mjög stolt af stelpunni sinni og hlakki mikið til að sjá hana á sviðinu í kvöld en þau eiga önnur fjögur börn. „Jú, við erum alveg ofsalega stolt og þetta er svo spennandi og skemmtilegt að sjá hana blómstra í þessu og við getum ekki beðið eftir að sjá hana í kvöld, það verður bara þvílík upplifun.” Öll lögin í kvöld eru frumsamin af krökkunum, bæði lag og texti. „Lagið þeirra heitir „Ud med regler”, sem þýðir út með reglur og þetta er svolítið eins og lagið um allt sem má ekki, þetta íslenska lag,” segir Svanlaug og bæti við í lokin. „Ég bara vona að sem flestir fylgist með því þetta verður rosalega gaman og senda okkur góða strauma, höldum með okkar stelpu.” Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu klukkan átta í kvöld á íslenskum tíma í Danska ríkissjónvarpinu DK fyrir þá sem hafa aðgang á þeirri stöð. Íslenska fjölskyldan, sem býr í Danmörku með börnunum sínum fimm. Hér eru foreldrarnir,Svanlaug Árnadóttir, Þorbergur Atli Sigurgeirsson og börnin Brynjólfur Már og Skarphéðinn Árni. Í neðri röðinni frá vinstri eru þau Ásgerður Margrét, Theódór Helgi og Ingveldur Líf.Aðsend
Mýrdalshreppur Danmörk Eurovision Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira