Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 18:32 Hvernig stendur á því að slegið er upp sem stórfrétt í fjölmiðlum að rútubílstjóri hafi lent í vandræðum við Höfða og fyrr um daginn í Pósthússtræti? Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar fóru hamförum í lýsingum á þessu og Vísir var með beina útsendingu frá Höfða-sem hlýtur að teljast furðuleg fréttamennska. Og í öllum þessum fréttaflutningi var hvergi talað um ábyrgð ME,fyrirtækisins sem á rútuna! Ábyrgð fyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður var með í ferð en það er m.a. hlutverk leiðsögumanns að vita hvert má fara og hvert ekki- og leiðbeina bílstjóra hvað það varða. Þess í stað er umfjölluninni beint að ungri stúlku sem er nýbyrjuð að keyra langferðabifreið og hún niðurlægð í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum;gert grín að henni og hún mulin niður.Blaða -og fréttamenn eiga að starfa samkvæmt síðareglum-rýmist svona fréttamennska innan þeirra?Og hafa þeir aldrei heyrt orðatiltækið:„ Aðgát skal höfð í nærveru sálar“? Margt að gagnrýna Eins og fyrr segir er það einkennilegt að gera þetta mál að„stórfrétt“. Síðan ámælisvert að á engan hátt sé fjallað um ábyrgð rútufyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður er, einhvern sem segir „nei“ þegar erlendur hópstjóri, eða ferðamennirnir sjálfir, biðja bílstjórann að fara á stað sem ekki er hægt að fara á-eða má ekki.Höfði hefur sögulegt gildi og ferðamönnum finnst mikilvægt að fá að heimsækja hann,eins og þeir hafa gert í áratugi,sem og að sjá brotið úr Berlínarmúrnum.Hér hefði„fréttamennskan“ því mátt snúa að gagnrýni á Reykjavíkurborg fyrir að þrengja svo að aðkomunni að Höfða að afar erfitt er að koma þangað á algengum stærðum af rútum fullum af ferðamönnum.Ekki síst þegar haft er í huga að Reykjavíkurborg verið með stefnu um að laða ferðamenn til borgarinnar og að þeir dvelji þar sem lengst. Villta vestrið Allir sem til þekkja vita að tala má um ferðaþjónustan á Íslandi núna sem „villta vestrið“. Svo oft hefur komið fram alls konar undarlegheit og mistök þegar „hver sem er“ leiðsegir erlendum ferðamönnum um Ísland.Enda er regluverkið mjög dapurt sem snýr að leiðsögn og leiðsögumönnum.Umrætt dæmi hér sýnir þetta mjög skýrt; enginn leiðsögumaður-enda ekki skylda – bara hópstjóri með samlöndum sínum sem kannski hefur aldrei stigið fæti á Íslandi fyrr. Þeir eru oftar en ekki með ferðaplön sem ferðaskrifstofa í þeirra heimalandi hefur gert og eingögnu byggt á upplýsingum sem koma fram á vefsíðum um staði til að skoða.Ekkert um það hvernig aðgengið er á þessum stöðum, t.d. á mismunandi árstíma. Enginn á Íslandi fylgist með því hvernig Íslandsferð er verið að selja ferðamönnunum og það kemur oft ekki í ljós fyrr en hópurinn kemur hversu óraunhæf ferðaáætlun þeirra er. Bílstjórar sem ráðnir í slíkar ferðir eru oft í stökustu vandræðum vegna þess að gestirnir telja sig eiga að fara á einhvern stað sem bílstjórinn veit að ekki er hægt – hvað þá bílstjóri sem er nýbyrjaður. Það væri hægt að fjalla í mun lengra máli um mikilvægi þess að innlendir leiðsögumenn sjái um leiðsögn ferðamanna um landið og gott að fjölmiðlar haldi því á lofti þannig að ný ríkisstjórn taki málið upp sem allra fyrst. Á meðan ættu þeir að vanda sig þegar kemur að því að ráðast að einstaklingum sem geta ekki varist sig,eins og rútubílstjórinn í þessari umfjöllun. Höfundur er leiðsögumaður og ökuleiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að slegið er upp sem stórfrétt í fjölmiðlum að rútubílstjóri hafi lent í vandræðum við Höfða og fyrr um daginn í Pósthússtræti? Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar fóru hamförum í lýsingum á þessu og Vísir var með beina útsendingu frá Höfða-sem hlýtur að teljast furðuleg fréttamennska. Og í öllum þessum fréttaflutningi var hvergi talað um ábyrgð ME,fyrirtækisins sem á rútuna! Ábyrgð fyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður var með í ferð en það er m.a. hlutverk leiðsögumanns að vita hvert má fara og hvert ekki- og leiðbeina bílstjóra hvað það varða. Þess í stað er umfjölluninni beint að ungri stúlku sem er nýbyrjuð að keyra langferðabifreið og hún niðurlægð í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum;gert grín að henni og hún mulin niður.Blaða -og fréttamenn eiga að starfa samkvæmt síðareglum-rýmist svona fréttamennska innan þeirra?Og hafa þeir aldrei heyrt orðatiltækið:„ Aðgát skal höfð í nærveru sálar“? Margt að gagnrýna Eins og fyrr segir er það einkennilegt að gera þetta mál að„stórfrétt“. Síðan ámælisvert að á engan hátt sé fjallað um ábyrgð rútufyrirtækisins á að senda óreyndan bílstjóra í ferð þar sem enginn leiðsögumaður er, einhvern sem segir „nei“ þegar erlendur hópstjóri, eða ferðamennirnir sjálfir, biðja bílstjórann að fara á stað sem ekki er hægt að fara á-eða má ekki.Höfði hefur sögulegt gildi og ferðamönnum finnst mikilvægt að fá að heimsækja hann,eins og þeir hafa gert í áratugi,sem og að sjá brotið úr Berlínarmúrnum.Hér hefði„fréttamennskan“ því mátt snúa að gagnrýni á Reykjavíkurborg fyrir að þrengja svo að aðkomunni að Höfða að afar erfitt er að koma þangað á algengum stærðum af rútum fullum af ferðamönnum.Ekki síst þegar haft er í huga að Reykjavíkurborg verið með stefnu um að laða ferðamenn til borgarinnar og að þeir dvelji þar sem lengst. Villta vestrið Allir sem til þekkja vita að tala má um ferðaþjónustan á Íslandi núna sem „villta vestrið“. Svo oft hefur komið fram alls konar undarlegheit og mistök þegar „hver sem er“ leiðsegir erlendum ferðamönnum um Ísland.Enda er regluverkið mjög dapurt sem snýr að leiðsögn og leiðsögumönnum.Umrætt dæmi hér sýnir þetta mjög skýrt; enginn leiðsögumaður-enda ekki skylda – bara hópstjóri með samlöndum sínum sem kannski hefur aldrei stigið fæti á Íslandi fyrr. Þeir eru oftar en ekki með ferðaplön sem ferðaskrifstofa í þeirra heimalandi hefur gert og eingögnu byggt á upplýsingum sem koma fram á vefsíðum um staði til að skoða.Ekkert um það hvernig aðgengið er á þessum stöðum, t.d. á mismunandi árstíma. Enginn á Íslandi fylgist með því hvernig Íslandsferð er verið að selja ferðamönnunum og það kemur oft ekki í ljós fyrr en hópurinn kemur hversu óraunhæf ferðaáætlun þeirra er. Bílstjórar sem ráðnir í slíkar ferðir eru oft í stökustu vandræðum vegna þess að gestirnir telja sig eiga að fara á einhvern stað sem bílstjórinn veit að ekki er hægt – hvað þá bílstjóri sem er nýbyrjaður. Það væri hægt að fjalla í mun lengra máli um mikilvægi þess að innlendir leiðsögumenn sjái um leiðsögn ferðamanna um landið og gott að fjölmiðlar haldi því á lofti þannig að ný ríkisstjórn taki málið upp sem allra fyrst. Á meðan ættu þeir að vanda sig þegar kemur að því að ráðast að einstaklingum sem geta ekki varist sig,eins og rútubílstjórinn í þessari umfjöllun. Höfundur er leiðsögumaður og ökuleiðsögumaður.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun