Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar 24. febrúar 2025 12:30 Magnús Karl Magnússon á brýnt erindi sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hann er ekki einungis tilvalinn til að leiða Háskóla Íslands vegna hæfni sinnar sem stjórnandi heldur einnig vegna ástríðu hans á vísindum og brennandi áhuga hans á að deila þeirri þekkingu til yngri kynslóða. Ég kynntist honum vel undir handleiðslu hans sem leiðbeinanda í doktorsnámi mínu í líf-og læknavísindum á árunum 2018 til 2021 og í framhaldi af því hef ég unnið með honum við metnaðarfull verkefni í vísindum. Ég hef séð og kynnst því að Magnús Karl leggur sig allan fram við að styðja nemendur sína og er virkilega annt um að þeim vegni vel, nýti hæfileika sína og skili góðri vinnu. Ég er viss um að sú velvild hans og fagmennska muni ná til allra nemenda og starfsmanna Háskóla Íslands ef hann verður rektor. Ég verð Magnúsi Karli ævinlega þakklátur fyrir að líta ekki á fötlun mína sem hindrun við að tengja mig við fólk sem sá sér fært að nýta þekkingu mína og hann leiddi mig á þann stað sem ég er í dag. Fyrstu kynni okkar Magnúsar Karls eru gott dæmi um áhrifamátt hans og færni til að kveikja áhuga og veita innblástur á verkefnum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Það var, að mig minnir, árið 2014 þegar hann kom sem gestakennari í lyfjafræðinámi mínu og kenndi af eldmóði, djúpu innsæi, fagmennsku og áhuga sem ég hafði ekki upplifað áður í skólagöngu minni. Þar kveikti hann áhuga minn á blóðmeinafræði og sameindalíffræði sem varð einmitt viðfangsefni doktorsverkefnis míns og lagði hann þar grunn að framhaldsnámi mínu og starfsferli. Þegar ég útskrifaðist frá lyfjafræðideild árið 2016, með góða einkunn, leitaði ég að starfi og möguleikum til að komast í doktorsnám. Þrátt fyrir mikla leit voru mér ekki gefin tækifæri á vinnu þó áhugi og góðar einkunnir væru til staðar. Ég fékk engin svör þó svo að allir samnemendur mínir höfðu fengið vinnu nokkuð fljótt. Það virtist sem að aðstæður mínar hafi vegið mest um það að ég fengi ekki tækifæri, þar sem ég er með alvarlega líkamlega fötlun. Ég bý við það að fólk leggur aðstæður mínar fyrir sig og sér þær sem hindrun. Sem örþrifaráð leitaði ég til þessa góða kennara, Magnúsar Karls, sem veitti mér innblástur nokkrum árum áður. Ég ræddi við hann um möguleika og framtíð mína í námi og starfi. Þrátt fyrir miklar annir hjá honum í vinnu sem forseti læknadeildar gaf Magnús Karl sér tíma til að ræða við mig um stöðu mína, framtíðaráform og starfsframa. Hann var jákvæður, faglegur og áhugasamur. Mín upplifun af þessum fundi var að Magnúsi Karli þótti ómögulegt að sjá að áhugi minn og sú þekking og færni sem ég hafði öðlast innan háskólans myndi ekki nýtast sem skildi ef ég fengi ekki vinnu eða möguleika á áframhaldandi námi. Það var augljóst að hann leit ekki á fötlun mína sem hindrun í því að nýta þekkingu mína til gagns. Af fenginni reynslu hef ég lært að þetta er því miður ekki sjálfsagður hlutur. Magnús Karl varð svo sjálfur í framhaldinu leiðbeinandi minn í doktorsnáminu og síðar samstarfsmaður minn. Ég tel mig lánsaman og heppinn að hafa fengið að hljóta handleiðslu og samstarfs hans í báðum þessum hlutverkum. Magnús Karl er ekki einungis reyndur leiðtogi og góður fræðimaður sem er augljóslega annt um akademíuna, heldur er hann er fordómalaus og hjálpsamur við nemendur sína, sama hvaða stöðu þeir eru í, vísindum til hagsbóta og landinu til virðingar. Hann er sannarlega og einfaldlega góður maður hvort sem litið er til hans sem einstaklings eða til starfa hans. Það yrði skólanum til mikils sóma að hafa slíkan mann í forystu sinni. Höfundur er nýdoktor við Íslenska erfðagreiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Magnús Karl Magnússon á brýnt erindi sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hann er ekki einungis tilvalinn til að leiða Háskóla Íslands vegna hæfni sinnar sem stjórnandi heldur einnig vegna ástríðu hans á vísindum og brennandi áhuga hans á að deila þeirri þekkingu til yngri kynslóða. Ég kynntist honum vel undir handleiðslu hans sem leiðbeinanda í doktorsnámi mínu í líf-og læknavísindum á árunum 2018 til 2021 og í framhaldi af því hef ég unnið með honum við metnaðarfull verkefni í vísindum. Ég hef séð og kynnst því að Magnús Karl leggur sig allan fram við að styðja nemendur sína og er virkilega annt um að þeim vegni vel, nýti hæfileika sína og skili góðri vinnu. Ég er viss um að sú velvild hans og fagmennska muni ná til allra nemenda og starfsmanna Háskóla Íslands ef hann verður rektor. Ég verð Magnúsi Karli ævinlega þakklátur fyrir að líta ekki á fötlun mína sem hindrun við að tengja mig við fólk sem sá sér fært að nýta þekkingu mína og hann leiddi mig á þann stað sem ég er í dag. Fyrstu kynni okkar Magnúsar Karls eru gott dæmi um áhrifamátt hans og færni til að kveikja áhuga og veita innblástur á verkefnum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Það var, að mig minnir, árið 2014 þegar hann kom sem gestakennari í lyfjafræðinámi mínu og kenndi af eldmóði, djúpu innsæi, fagmennsku og áhuga sem ég hafði ekki upplifað áður í skólagöngu minni. Þar kveikti hann áhuga minn á blóðmeinafræði og sameindalíffræði sem varð einmitt viðfangsefni doktorsverkefnis míns og lagði hann þar grunn að framhaldsnámi mínu og starfsferli. Þegar ég útskrifaðist frá lyfjafræðideild árið 2016, með góða einkunn, leitaði ég að starfi og möguleikum til að komast í doktorsnám. Þrátt fyrir mikla leit voru mér ekki gefin tækifæri á vinnu þó áhugi og góðar einkunnir væru til staðar. Ég fékk engin svör þó svo að allir samnemendur mínir höfðu fengið vinnu nokkuð fljótt. Það virtist sem að aðstæður mínar hafi vegið mest um það að ég fengi ekki tækifæri, þar sem ég er með alvarlega líkamlega fötlun. Ég bý við það að fólk leggur aðstæður mínar fyrir sig og sér þær sem hindrun. Sem örþrifaráð leitaði ég til þessa góða kennara, Magnúsar Karls, sem veitti mér innblástur nokkrum árum áður. Ég ræddi við hann um möguleika og framtíð mína í námi og starfi. Þrátt fyrir miklar annir hjá honum í vinnu sem forseti læknadeildar gaf Magnús Karl sér tíma til að ræða við mig um stöðu mína, framtíðaráform og starfsframa. Hann var jákvæður, faglegur og áhugasamur. Mín upplifun af þessum fundi var að Magnúsi Karli þótti ómögulegt að sjá að áhugi minn og sú þekking og færni sem ég hafði öðlast innan háskólans myndi ekki nýtast sem skildi ef ég fengi ekki vinnu eða möguleika á áframhaldandi námi. Það var augljóst að hann leit ekki á fötlun mína sem hindrun í því að nýta þekkingu mína til gagns. Af fenginni reynslu hef ég lært að þetta er því miður ekki sjálfsagður hlutur. Magnús Karl varð svo sjálfur í framhaldinu leiðbeinandi minn í doktorsnáminu og síðar samstarfsmaður minn. Ég tel mig lánsaman og heppinn að hafa fengið að hljóta handleiðslu og samstarfs hans í báðum þessum hlutverkum. Magnús Karl er ekki einungis reyndur leiðtogi og góður fræðimaður sem er augljóslega annt um akademíuna, heldur er hann er fordómalaus og hjálpsamur við nemendur sína, sama hvaða stöðu þeir eru í, vísindum til hagsbóta og landinu til virðingar. Hann er sannarlega og einfaldlega góður maður hvort sem litið er til hans sem einstaklings eða til starfa hans. Það yrði skólanum til mikils sóma að hafa slíkan mann í forystu sinni. Höfundur er nýdoktor við Íslenska erfðagreiningu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun