Metin sex sem Salah setti í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 13:01 Mohamed Salah hefur skorað þrjátíu mörk og gefið 21 stoðsendingu í 38 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. getty/Catherine Ivill Mohamed Salah hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool og átti enn einn stórleikinn þegar liðið sigraði Manchester City. Hann setti sex met í leiknum á Etihad í gær. Salah kom Liverpool yfir á 14. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu og sendingu frá Dominik Szoboszlai. Dæmið snerist við á 37. mínútu þegar sá ungverski kom Rauða hernum í 0-2 eftir sendingu frá Egyptanum. Fleiri urðu mörkin ekki, Liverpool vann 0-2 sigur og náði ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar. Salah hefur nú skorað 25 mörk og gefið sextán stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er með þrjátíu mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum. Samkvæmt úttekt tölfræðisíðunnar Squawka setti Salah hvorki fleiri né færri en sex met í leiknum á Etihad í gær. Þau eru eftirfarandi: Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem kemur með beinum hætti að fjörutíu mörkum á tveimur tímabilum Salah er fyrsti leikmaðurinn í fimm sterkustu deildum Evrópu til að koma að fimmtíu mörkum á þessu tímabili Salah hefur núna bæði skorað og lagt upp í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem er það mesta sem leikmaður í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur náð síðan Lionel Messi afrekaði það tímabilið 2014-15 Salah hefur þegar lagt upp sextán mörk sem er það mesta sem leikmaður Liverpool hefur gert á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem skorar og leggur upp í báðum leikjunum gegn ríkjandi meisturum á sama tímabilinu Salah er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 25 mörk og gefur fimmtán stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni So, just to recap, here are ALL the records that Mohamed Salah set vs Manchester City tonight:◉ Mo Salah is the first player in Premier League history to register 40+ goal involvements in TWO different seasons.◉ Mo Salah is the first player in Europe’s top five leagues to… pic.twitter.com/sSdASdboOC— Squawka (@Squawka) February 23, 2025 Salah mun svo væntanlega slá metið yfir flest mörk og stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alan Shearer og Andy Cole eiga metið en þeir komu báðir að 47 mörkum á einu tímabili þegar 22 lið voru í ensku úrvalsdeildinni og leikirnir því 42 en ekki 38 eins og núna. Svo gæti farið að þetta ótrúlega tímabil Salahs yrði hans síðasta í ensku úrvalsdeildinni en samningur hans við Liverpool rennur sem kunnugt út í sumar og hefur ekki enn verið framlengdur. Salah og félagar í Liverpool eru í kjörstöðu til að vinna Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020 og í tuttugasta sinn alls. Þeir eru með ellefu stiga forskot á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Skytturnar eiga þó leik til góða. Auk þess að vera á toppnum í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í úrslit enska deildabikarsins og mætir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. B-deildarlið Plymouth Argyle sló hins vegar Liverpool úr leik í sextán liða úrslitum í ensku bikarkeppninni. Enski boltinn Tengdar fréttir „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Sjá meira
Salah kom Liverpool yfir á 14. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu og sendingu frá Dominik Szoboszlai. Dæmið snerist við á 37. mínútu þegar sá ungverski kom Rauða hernum í 0-2 eftir sendingu frá Egyptanum. Fleiri urðu mörkin ekki, Liverpool vann 0-2 sigur og náði ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar. Salah hefur nú skorað 25 mörk og gefið sextán stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er með þrjátíu mörk og 21 stoðsendingu í öllum keppnum. Samkvæmt úttekt tölfræðisíðunnar Squawka setti Salah hvorki fleiri né færri en sex met í leiknum á Etihad í gær. Þau eru eftirfarandi: Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem kemur með beinum hætti að fjörutíu mörkum á tveimur tímabilum Salah er fyrsti leikmaðurinn í fimm sterkustu deildum Evrópu til að koma að fimmtíu mörkum á þessu tímabili Salah hefur núna bæði skorað og lagt upp í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem er það mesta sem leikmaður í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur náð síðan Lionel Messi afrekaði það tímabilið 2014-15 Salah hefur þegar lagt upp sextán mörk sem er það mesta sem leikmaður Liverpool hefur gert á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni Salah er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem skorar og leggur upp í báðum leikjunum gegn ríkjandi meisturum á sama tímabilinu Salah er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 25 mörk og gefur fimmtán stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni So, just to recap, here are ALL the records that Mohamed Salah set vs Manchester City tonight:◉ Mo Salah is the first player in Premier League history to register 40+ goal involvements in TWO different seasons.◉ Mo Salah is the first player in Europe’s top five leagues to… pic.twitter.com/sSdASdboOC— Squawka (@Squawka) February 23, 2025 Salah mun svo væntanlega slá metið yfir flest mörk og stoðsendingar á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Alan Shearer og Andy Cole eiga metið en þeir komu báðir að 47 mörkum á einu tímabili þegar 22 lið voru í ensku úrvalsdeildinni og leikirnir því 42 en ekki 38 eins og núna. Svo gæti farið að þetta ótrúlega tímabil Salahs yrði hans síðasta í ensku úrvalsdeildinni en samningur hans við Liverpool rennur sem kunnugt út í sumar og hefur ekki enn verið framlengdur. Salah og félagar í Liverpool eru í kjörstöðu til að vinna Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020 og í tuttugasta sinn alls. Þeir eru með ellefu stiga forskot á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Skytturnar eiga þó leik til góða. Auk þess að vera á toppnum í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í úrslit enska deildabikarsins og mætir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. B-deildarlið Plymouth Argyle sló hins vegar Liverpool úr leik í sextán liða úrslitum í ensku bikarkeppninni.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Sjá meira
„Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32