„Ég trúi þessu varla“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2025 09:04 Eir Chang Hlésdóttir, Íslandsmethafi í 200 metra hlaupi. Vísir/Bjarni Nýjasta hlaupastjarna Íslands hefur bætt sig gríðarlega á örstuttum tíma. Eftir að hafa slegið Íslandsmet um helgina, stefnir hún enn hærra. Eir Chang Hlésdóttir gerði sér lítið fyrir og sló met Silju Úlfarsdóttur í 200 metra hlaupi innanhúss. Hún kom í mark á 23,69 sekúndum og bætti Íslandsmet Silju frá árinu 2004 um tíu hundraðshluta úr sekúndu. Auk gullverðlaunanna fékk Eir viðurkenningu fyrir stigahæsta afrek mótsins. „Þetta er mjög skrýtin tilhugsun. Ég trúi þessu varla, að þetta sé 21 árs gamalt met,“ segir Eir í samtali við íþróttadeild en hún hefur fengið töluvert af skilaboðum síðan. „Allir að óska mér til hamingju. Svo vorum við að fagna liðið því við unnum liðakeppnina. Ég er búin að vera að fagna og hvíla mig, og reyna að koma þessu inn,“ segir Eir. Hleypur milli skóla og fiðluæfinga Eir hefur í nægu að snúast í fiðlunámi sem og í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá er ekki langt síðan hún hætti í taekwondo til að geta einbeitt sér að hlaupunum. Það hefur sannarlega skilað sér enda bætingin gríðarhröð. Hún hljóp metrana 200 á 24 sekúndum á Meistaramóti ungmenna fyrir viku síðan og sléttum sjö dögum síðar var hún 21 hundraðshlutum úr sekúndu fljótari, og raunar bætt sig um 60 hundraðshluta á aðeins tveimur vikum, sem er fáheyrð bæting. „Ég er búin að bæta mig um 0,6 sekúndur innanhúss á tveimur vikum. Ég var alltaf fljót en þetta er að koma (fljótt)“ segir Eir sem hóf ekki að æfa frjálsar íþróttir af fullum krafti fyrr en síðasta haust. „Ég byrjaði að æfa á fullu í byjun menntaskóla. Ég byrjaði að mæta alltaf á æfingar í september en var að keppa mikið í sumar,“ segir Eir sem segist taka eftir því hversu hratt hún bæti sig þessa dagana. „Ég sé mjög mikla breytingu á frammistöðunni minni. Þegar ég mæti á æfingar þá verð ég betri.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Eir Chang Hlésdóttir gerði sér lítið fyrir og sló met Silju Úlfarsdóttur í 200 metra hlaupi innanhúss. Hún kom í mark á 23,69 sekúndum og bætti Íslandsmet Silju frá árinu 2004 um tíu hundraðshluta úr sekúndu. Auk gullverðlaunanna fékk Eir viðurkenningu fyrir stigahæsta afrek mótsins. „Þetta er mjög skrýtin tilhugsun. Ég trúi þessu varla, að þetta sé 21 árs gamalt met,“ segir Eir í samtali við íþróttadeild en hún hefur fengið töluvert af skilaboðum síðan. „Allir að óska mér til hamingju. Svo vorum við að fagna liðið því við unnum liðakeppnina. Ég er búin að vera að fagna og hvíla mig, og reyna að koma þessu inn,“ segir Eir. Hleypur milli skóla og fiðluæfinga Eir hefur í nægu að snúast í fiðlunámi sem og í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá er ekki langt síðan hún hætti í taekwondo til að geta einbeitt sér að hlaupunum. Það hefur sannarlega skilað sér enda bætingin gríðarhröð. Hún hljóp metrana 200 á 24 sekúndum á Meistaramóti ungmenna fyrir viku síðan og sléttum sjö dögum síðar var hún 21 hundraðshlutum úr sekúndu fljótari, og raunar bætt sig um 60 hundraðshluta á aðeins tveimur vikum, sem er fáheyrð bæting. „Ég er búin að bæta mig um 0,6 sekúndur innanhúss á tveimur vikum. Ég var alltaf fljót en þetta er að koma (fljótt)“ segir Eir sem hóf ekki að æfa frjálsar íþróttir af fullum krafti fyrr en síðasta haust. „Ég byrjaði að æfa á fullu í byjun menntaskóla. Ég byrjaði að mæta alltaf á æfingar í september en var að keppa mikið í sumar,“ segir Eir sem segist taka eftir því hversu hratt hún bæti sig þessa dagana. „Ég sé mjög mikla breytingu á frammistöðunni minni. Þegar ég mæti á æfingar þá verð ég betri.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira