Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir og #2459 skrifa 25. febrúar 2025 14:46 Nú stefnir í að eigendur bifreiða og mótorhjóla skuli borga kílómetragjald, þ.e greiða ákveðna upphæð fyrir hvern ekinn kilometer á Íslandi. Gott og vel, en í hvað fer kílómetragjaldið mitt? 1996 var tekinn upp svokallaður þungaskattur, (Jónsskattur eins og fólk kallaði hann) sem átti að fara í vegagerð Eldsneytisgjald, átti að fara í Vegagerð, kolefnisgjald átti að fara í kolefnisjöfnun með því að rækta upp skóga, og bifreiðargjöld sem átti að fara í mengunarvarnir. Öll þessi gjöld voru eyrnamerkt á sínum tíma en eftir hrun var ákveðið af ríkisstjórn að taka af allt sem hét “eyrnamerkt”. Þess í stað skyldu öll gjöld fara í stóra hít sem yrði svo ráðstafað úr í hin og þessi ráðuneyti og málefni, og skuldir ríkisstjóðs þar að auki. Ætli eina eyrnamerkta gjaldið sem skilar sér nokkurnveginn sé ekki afnotagjald RÚV? Á móti kom svo að Vegagerðin fékk æ fleiri verkefni í fangið. Landeyjarhöfn, Hvalfjarðargöng, gera reiðstíga, girða af þjóðvegi, ferjur, hafnir,niðurgreiðslu á innanlandsflugi og svo framvegis, en án þess að fá tekjur á móti. Allt þetta rýrði þar að auki framlög til raunverulegrar vegagerðar og viðhalds. Það gefur auga leið að með skorti á fjármagni vaxa vanefnin. Klæðingar í stað malbiks sem standast engan veginn núverandi notkun, vegir eru ekki byggðir upp og endurgerðir heldur er settur plástur (blettaviðgerðir) út um allar koppagrundir. Við sem erum á mótorhjólum horfum mikið á vegina í Evrópu, betur uppbyggðir, betra malbik, færri blæðingar en þekkjast þó í sumum löndum og varla maður sjá blettaviðgerðir, þar er ekki sig í vegum eða óvæntar hæðir, verstu sveitavegir þar minna óljóst á íslenska þjóðveginn. Það getur bara ekki verið að þetta sé Íslenska veðurfarið sem er að skemma vegina okkar svona mikið er það? Það er ótrúlegt að Ísland skuli auglýsa sig sem ferðamannaland, þegar erlendir ferðamenn eru í stórhættu hér upp á hvern einasta dag á örmjóum, holóttum og ónýtum vegum. Vegirnir eru hráefnið fyrir ferðaþjónustuna og lykillinn að nátturu landsins, sem ferðamenn koma til að sjá og upplifa. 1.janúar 2024 var sett á kílómetragjald á rafmagns og tvinnbíla. Það væri gaman að sjá uppgjör ársins á þessum gjöldum, hversu mikið var innheimt, hver var kostnaður við alla útreikninga og endalausa tölvupósta um debet og kredet reikninga eigenda þeirra bíla, hversu mikill hagnaður var eftir árið og hversu mikið af því fór í Vegagerð? Ég líki þessu stundum við einstæða móður með þrjú börn sem þarf að versla í matinn fyrir ákveðna upphæð á mánuði, það er ódýrara að kaupa núðlur og pakkamat fyrir börnin frekar en næringarríkan mat, ávexti og grænmeti. Það er eins með Vegagerð, það er ódýrara að klæða og stoppa í göt en að malbika þegar þú hefur ekki fjármagn til að gera betur. Sniglar tóku sig til seint á síðasta ári og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni ásamt Endurvinnslunni. Við EYRNAMERKJUM Vegagerðinni þann pening allan og hefur nú þegar safnast um 140.000kr. Það er ekki mikið en það er byrjun, því ekki getum við treyst því að kílómetragjaldið fari allt í Vegagerð. Þjóðarsöfnun var haldin með happadrætti í kringum 1972 til að klára hringveginn, ekki segja mér við þurfum að gera annað eins til að laga vegina til að bjarga mannslífum. Höfundur situr í stjórn Snigla. Jokka G Birnudóttir, #2459 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kílómetragjald Bifhjól Samgöngur Skattar og tollar Jokka G. Birnudóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Nú stefnir í að eigendur bifreiða og mótorhjóla skuli borga kílómetragjald, þ.e greiða ákveðna upphæð fyrir hvern ekinn kilometer á Íslandi. Gott og vel, en í hvað fer kílómetragjaldið mitt? 1996 var tekinn upp svokallaður þungaskattur, (Jónsskattur eins og fólk kallaði hann) sem átti að fara í vegagerð Eldsneytisgjald, átti að fara í Vegagerð, kolefnisgjald átti að fara í kolefnisjöfnun með því að rækta upp skóga, og bifreiðargjöld sem átti að fara í mengunarvarnir. Öll þessi gjöld voru eyrnamerkt á sínum tíma en eftir hrun var ákveðið af ríkisstjórn að taka af allt sem hét “eyrnamerkt”. Þess í stað skyldu öll gjöld fara í stóra hít sem yrði svo ráðstafað úr í hin og þessi ráðuneyti og málefni, og skuldir ríkisstjóðs þar að auki. Ætli eina eyrnamerkta gjaldið sem skilar sér nokkurnveginn sé ekki afnotagjald RÚV? Á móti kom svo að Vegagerðin fékk æ fleiri verkefni í fangið. Landeyjarhöfn, Hvalfjarðargöng, gera reiðstíga, girða af þjóðvegi, ferjur, hafnir,niðurgreiðslu á innanlandsflugi og svo framvegis, en án þess að fá tekjur á móti. Allt þetta rýrði þar að auki framlög til raunverulegrar vegagerðar og viðhalds. Það gefur auga leið að með skorti á fjármagni vaxa vanefnin. Klæðingar í stað malbiks sem standast engan veginn núverandi notkun, vegir eru ekki byggðir upp og endurgerðir heldur er settur plástur (blettaviðgerðir) út um allar koppagrundir. Við sem erum á mótorhjólum horfum mikið á vegina í Evrópu, betur uppbyggðir, betra malbik, færri blæðingar en þekkjast þó í sumum löndum og varla maður sjá blettaviðgerðir, þar er ekki sig í vegum eða óvæntar hæðir, verstu sveitavegir þar minna óljóst á íslenska þjóðveginn. Það getur bara ekki verið að þetta sé Íslenska veðurfarið sem er að skemma vegina okkar svona mikið er það? Það er ótrúlegt að Ísland skuli auglýsa sig sem ferðamannaland, þegar erlendir ferðamenn eru í stórhættu hér upp á hvern einasta dag á örmjóum, holóttum og ónýtum vegum. Vegirnir eru hráefnið fyrir ferðaþjónustuna og lykillinn að nátturu landsins, sem ferðamenn koma til að sjá og upplifa. 1.janúar 2024 var sett á kílómetragjald á rafmagns og tvinnbíla. Það væri gaman að sjá uppgjör ársins á þessum gjöldum, hversu mikið var innheimt, hver var kostnaður við alla útreikninga og endalausa tölvupósta um debet og kredet reikninga eigenda þeirra bíla, hversu mikill hagnaður var eftir árið og hversu mikið af því fór í Vegagerð? Ég líki þessu stundum við einstæða móður með þrjú börn sem þarf að versla í matinn fyrir ákveðna upphæð á mánuði, það er ódýrara að kaupa núðlur og pakkamat fyrir börnin frekar en næringarríkan mat, ávexti og grænmeti. Það er eins með Vegagerð, það er ódýrara að klæða og stoppa í göt en að malbika þegar þú hefur ekki fjármagn til að gera betur. Sniglar tóku sig til seint á síðasta ári og hófu dósasöfnun til styrktar Vegagerðinni ásamt Endurvinnslunni. Við EYRNAMERKJUM Vegagerðinni þann pening allan og hefur nú þegar safnast um 140.000kr. Það er ekki mikið en það er byrjun, því ekki getum við treyst því að kílómetragjaldið fari allt í Vegagerð. Þjóðarsöfnun var haldin með happadrætti í kringum 1972 til að klára hringveginn, ekki segja mér við þurfum að gera annað eins til að laga vegina til að bjarga mannslífum. Höfundur situr í stjórn Snigla. Jokka G Birnudóttir, #2459
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun