Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2025 16:47 Eugénie Le Sommer og Glódís Perla Viggósdóttir leika báðar tímamótaleik í kvöld, svo framarlega sem þær koma við sögu eins og búast má við. Samsett/Getty Eugénie Le Sommer hefur skorað þrjú mörk gegn Íslandi á sínum magnaða ferli. Hún mun slá stórt met með því að spila fyrir Frakka gegn Íslendingum í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, í Le Mans. Glódís Perla Viggósdóttir spilar jafnframt tímamótaleik. Le Sommer spilar sinn 199. A-landsleik í kvöld og slær þar með leikjamet Sandrine Soubeyrand hjá franska landsliðinu. Í þessum leikjum hefur þessi 35 ára sóknarmaður skorað 94 mörk sem er einnig met hjá franska landsliðinu. Eitt þessara marka kom af vítapunktinum þegar hún tryggði Frökkum sigur gegn Íslandi á EM 2017 í Hollandi, og tvö markanna komu í 4-0 sigri gegn Íslandi í vináttulandsleik haustið 2019. „Svona áfangi næst ekki fyrir einhverja tilviljun. Hún hefur haft stuðning fjölskyldu sinnar og fært margar fórnir frá því að hún var á unglingsaldri. Hún hefur lagt á sig svo mikla vinnu sem fólk sér ekki. Enn þann dag í dag sjáum við hana æfa sig aukalega fyrir eða eftir æfingar, sérstaklega fyrir framan markið,“ sagði Laurent Bonadei, þjálfari Frakka. Spilað mun fleiri leiki en methafi karlaliðsins Le Sommer lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar 2009 þegar hún kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Írlandi. L'Equipe bendir á að Le Sommer hafi með leiknum í kvöld spilað 54 landsleikjum meira en Hugo Lloris sem á leikjametið hjá karlalandsliði Frakklands. Fyrir því séu nokkrar ástæður og þar á meðal sú að á síðustu tíu árum hafi franska kvennalandsliðið spilað 150 leiki en karlalandsliðið 134. Þá séu færri yngri landslið hjá konunum og þær taki fyrr stökkið upp í A-landslið. Auk þess sé samkeppni um stöður minni en á síðustu leiktíð var franska knattspyrnusambandið með 2.384.192 leikmenn á skrá og þar af voru 10,5 prósent konur, eða 251.299. Sara enn leikjahæst Íslands en Glódís nálgast Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjametið hjá Íslandi en hún spilaði 145 A-landsleiki áður en landsliðsskórnir fóru á hilluna í ársbyrjun 2023. Glódís Perla Viggósdóttir verður næstleikjahæst í kvöld þegar hún spilar sinn 134. A-landsleik en Katrín Jónsdóttir átti áður metið með því að spila 133 A-landsleiki á sínum ferli. Allar þrjár eiga það einnig sameiginlegt að hafa verið fyrirliðar íslenska landsliðsins. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 20:10 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi en sýndur á RÚV 2. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sjá meira
Le Sommer spilar sinn 199. A-landsleik í kvöld og slær þar með leikjamet Sandrine Soubeyrand hjá franska landsliðinu. Í þessum leikjum hefur þessi 35 ára sóknarmaður skorað 94 mörk sem er einnig met hjá franska landsliðinu. Eitt þessara marka kom af vítapunktinum þegar hún tryggði Frökkum sigur gegn Íslandi á EM 2017 í Hollandi, og tvö markanna komu í 4-0 sigri gegn Íslandi í vináttulandsleik haustið 2019. „Svona áfangi næst ekki fyrir einhverja tilviljun. Hún hefur haft stuðning fjölskyldu sinnar og fært margar fórnir frá því að hún var á unglingsaldri. Hún hefur lagt á sig svo mikla vinnu sem fólk sér ekki. Enn þann dag í dag sjáum við hana æfa sig aukalega fyrir eða eftir æfingar, sérstaklega fyrir framan markið,“ sagði Laurent Bonadei, þjálfari Frakka. Spilað mun fleiri leiki en methafi karlaliðsins Le Sommer lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar 2009 þegar hún kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Írlandi. L'Equipe bendir á að Le Sommer hafi með leiknum í kvöld spilað 54 landsleikjum meira en Hugo Lloris sem á leikjametið hjá karlalandsliði Frakklands. Fyrir því séu nokkrar ástæður og þar á meðal sú að á síðustu tíu árum hafi franska kvennalandsliðið spilað 150 leiki en karlalandsliðið 134. Þá séu færri yngri landslið hjá konunum og þær taki fyrr stökkið upp í A-landslið. Auk þess sé samkeppni um stöður minni en á síðustu leiktíð var franska knattspyrnusambandið með 2.384.192 leikmenn á skrá og þar af voru 10,5 prósent konur, eða 251.299. Sara enn leikjahæst Íslands en Glódís nálgast Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjametið hjá Íslandi en hún spilaði 145 A-landsleiki áður en landsliðsskórnir fóru á hilluna í ársbyrjun 2023. Glódís Perla Viggósdóttir verður næstleikjahæst í kvöld þegar hún spilar sinn 134. A-landsleik en Katrín Jónsdóttir átti áður metið með því að spila 133 A-landsleiki á sínum ferli. Allar þrjár eiga það einnig sameiginlegt að hafa verið fyrirliðar íslenska landsliðsins. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 20:10 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi en sýndur á RÚV 2.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sjá meira