Engin röð á Læknavaktinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2025 21:51 Blaðamaður smellti af þessari mynd á leiðinni út af Læknavaktinni á níunda tímanum í kvöld. Vísir/Kolbeinn Tumi Undur og stórmerki gerðust þegar feðgar mættu á Læknavaktina í Austurveri á níunda tímanum í kvöld. Fáir bílar á bílastæðinu hefðu átt að vera vísbending en það kom þeim engu að síður í opna skjöldu og skemmtilega á óvart að röðin var engin. Fyrir þá örfáu sem ekki þekkja til sinnir Læknavaktin veiku fólki utan opnunartíma heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu til tíu á kvöldin á virkum dögum og um helgar. Alla jafna er álagið mikið og vel þekkt að fólk bíði fleiri klukkutíma eftir því að komast að. Fjölmargar fréttir hafa verið skrifaðar af álaginu undanfarin ár. Þegar blaðamaður gekk inn á Læknavaktina þegar klukkan var tuttugu mínútur genginn í níu með syni sínum mátti sjá númerið A152 á neðri hæðinni. Á efri hæðinni fær maður miða eftir að hafa tékkað sig inn. Númerið var A153. Það var enginn á biðstofunni, ekki fáir eða nánast enginn heldur bókstaflega enginn ef frá er talin brosmild kona í afgreiðslunni. Biðin á Læknavaktinni í kvöld var engin, bókstaflega engin. Mikið hefur verið að gera á Læknavaktinni undanfarna daga, en ekki í kvöld. Vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu gæti mögulega haft áhrif á aðsóknina.Vísir/Kolbeinn Tumi Til að gera langa sögu stutta hittu feðgarnir ljómandi fínan lækni og hjúkrunarfræðing og voru farnir út líklega fimmtán mínútum síðar. Læknirinn hafði á orði að það væri búið að vera gríðarlega mikið að gera undanfarna daga og óvænt hve lítið væri að gera í kvöld. En líklega væri um að ræða logn á undan storminum. Þegar feðgarnir gengu út af Læknavaktinni var biðstofan enn tóm. Læknavaktin er opin frá 17-22 á virkum dögum en frá 9-22 um helgar. Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Fyrir þá örfáu sem ekki þekkja til sinnir Læknavaktin veiku fólki utan opnunartíma heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu til tíu á kvöldin á virkum dögum og um helgar. Alla jafna er álagið mikið og vel þekkt að fólk bíði fleiri klukkutíma eftir því að komast að. Fjölmargar fréttir hafa verið skrifaðar af álaginu undanfarin ár. Þegar blaðamaður gekk inn á Læknavaktina þegar klukkan var tuttugu mínútur genginn í níu með syni sínum mátti sjá númerið A152 á neðri hæðinni. Á efri hæðinni fær maður miða eftir að hafa tékkað sig inn. Númerið var A153. Það var enginn á biðstofunni, ekki fáir eða nánast enginn heldur bókstaflega enginn ef frá er talin brosmild kona í afgreiðslunni. Biðin á Læknavaktinni í kvöld var engin, bókstaflega engin. Mikið hefur verið að gera á Læknavaktinni undanfarna daga, en ekki í kvöld. Vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu gæti mögulega haft áhrif á aðsóknina.Vísir/Kolbeinn Tumi Til að gera langa sögu stutta hittu feðgarnir ljómandi fínan lækni og hjúkrunarfræðing og voru farnir út líklega fimmtán mínútum síðar. Læknirinn hafði á orði að það væri búið að vera gríðarlega mikið að gera undanfarna daga og óvænt hve lítið væri að gera í kvöld. En líklega væri um að ræða logn á undan storminum. Þegar feðgarnir gengu út af Læknavaktinni var biðstofan enn tóm. Læknavaktin er opin frá 17-22 á virkum dögum en frá 9-22 um helgar.
Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira