Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 10:31 Fullkomið andvaraleysi gagnvart skaðsemi hávaða í kennslurýmum Einhver stærsti meinvaldur í nútíma þjóðfélagi er hávaði ekki síst í skólum þar sem hann kemur í veg fyrir skilvirka kennslu – að nemendur geti heyrt og að rödd kennara geti borist. Það sem trúlega veldur þessu sinnu- og andvaraleysi almennings er þekkingaleysi sem ekki síst birtist í gildandi lögum um hávaða og hávaðamörk þ.e.a.s. hvað hávaði má verða mikill áður en hann gerist skaðvaldur. Lítum á reglugerðina sem liggur að baki mælingum Vinnueftirlits á hávaða í skólum. Í reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum (Nr. 921/2008) segir að hávaði yfir 8 stunda vinnudag megi ekki fara yfir 85 dB(A) - svokölluð efri viðmiðunarmörk en 80 dB(A) eru tiltekin sem neðri viðmiðunarmörk þ.e.a.s. þegar grípa þarf til sérstakra varúðarráðstafana til varnar heilsutjóni, og þá er átt við skaða á heyrn, af völdum hans. Decibel eða dB er mælieining á hljóðstyrk og (A) þýðir að líkt er eftir því hvernig mannseyrað nemur hljóðið. Af því að dB er logaritmiskur (ákveðið margfeldni á tölu) munar um hvert einasta dB. En hvers vegna eru sömu viðmiðunarmörk notuð í hávaðamælingum í skólum og verksmiðjum? Er verið að kanna hvort hávaði í skólum sé það hár að hann geti skaðað heyrn fullorðinna? Sé það svo þá er hann fyrir löngu kominn yfir þau mörk að hægt sé að eiga í vitrænum tjáskiptum. Það er sú starfsemi sem þarf að lögvernda í skólum. Þegar fullorðnir eiga í hlut er slík starfsemi lögvernduð sb. Reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum nr 921/2006 1 kafli 5 gr.: Sérstök vinnusvæði Í stjórnklefum, verkstjórnarherbergjum og öðrum stöðum þar sem mikilvægt er að samræður geti átt sér stað skal að því stefnt að hávaði fari ekki yfir 65 dB(A) að jafnaði á vinnutíma. Í mat- og kaffistofum er æskilegt að hávaði fari ekki yfir 60 dB(A) að jafnaði þann tíma sem notkun stendur yfir. Á skrifstofum og öðrum stöðum þar sem gerðar eru miklar kröfur til einbeitingar og samræður eiga að geta átt sér stað óhindrað skal leitast við að hávaði fari ekki yfir 50 dB(A) að jafnaði á vinnutíma. Ekki einu orði minnst á skóla jafnvel þó huglæg starfsemi – samkvæmt lögum – eigi að fara þar fram. Þarna er dB (A) dottið ofan í 50 – 60 dB(A) sem eru þá talin vera þau hávaðamörk sem hávaði má ekki fara yfir á stöðum þar sem tjáskipti og einbeiting eiga sér stað hjá fullorðnum. Athyglisverð er greinin þar sem talað er um mat – og kaffistofur því að í matsölum skóla hefur hávaði mælst um og yfir 80dB. Reglugerð um hávaða (drög 31.maí 2007; 10 grein) er athygliverð. „Á stöðum þar sem börn sækja þjónustu og dvelja í lengri tíma s.s. skólum ber að líta á 80dB(A) sem hámark leyfilegs viðvarandi hávaða. Heilbrigðisnefnd getur krafist sérstakra ráðstafana til að lækka hljóðstig þegar hætta er talin á að hávaði geti valdið óþægindum eða skaða. Sérstaklega skal þá tekið tillit til þess að börn eru viðkvæmari fyrir hávaða en fullorðnir“. Hver lærir í 80 dB hávaða? Þessi hávaði er á neðri viðbragðsmörkum – samkvæmt lögum - þegar gera þarf ráðstafanir til að verja heyrn fullorðinna gegn hávaðanum. Börn þola síður hávaða en fullorðnir vegna þess að heyrnfæri þeirra hafa ekki náð fullum þroska og hlust þeirra er styttri. Þetta er alvarlegt í ljósi þess að hávaðaþolmörk samkvæmt lögum byggjast á þolmörkum fullorðinna. Fullorðnir standa einnig betur að vígi í hávaða þar sem þeir geta heyrt það sem þeir vilja heyra mun betur en börn. Bæði eru heyrnfæri fullorðinna þroskaðri og þeir hafa betra vald á máli sem auðveldar þeim að skilja það sem sagt er þó þeir heyri það ekki greinilega. Auk þess eru börn oftast nær hávaðauppsprettunni sem oftast er hávaði frá öðrum börnum eða skellir frá gólfi eða borðum. Málþroski á sér stað á fyrstu fjórum árum ævinnar. Málþroska er hætta búin ef barn dvelur í hávaða. Þess má geta að meginþorri barna dvelur á leikskólum allt upp í átta tíma. Hlutverk Vinnueftirlits og Heilbrigðiseftirlit þegar kemur að hávaða Hlutverk Vinnueftirlits Ríkisins er að sjá um atvinnuöryggi fullorðinna. Þarna er ákveðið flækjusvið því skólar eru vinnustaður bæði fullorðinna og barna (sb. í lögum um grunnskóla nr.91/2008 “Grunnskóli er vinnustaður nemenda”). Samkvæmt lögum ber Heilbrigðiseftirliti að sjá um velferð barna en Vinnueftirliti um velferð fullorðinna. Það er hins vegar Vinnueftirlitið sem sér að öllu jafna um hávaðamælingar í skólum og gerir það á forsendum fullorðinna og þá út frá að hávaði skaði ekki heyrn þeirra. Það er athygliverð 11. grein í reglugerð 724/2008 um eftirlit í sambandi við hávaða. Þar kemur fram að Umhverfisstofnun í samstarfi við Skipulagsstofnun gefi út leiðbeiningar um “viðmiðanir um hljóðvistarkröfur í leik- og grunnskólum og annars staðar sem börn dvelja og hætta er talin á að hávaði geti valdið þeim ónæði eða verið heilsuspillandi”. Heilbrigðisnefndir skulu hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar. Heilbrigðisnefndir skulu eftir þörfum framkvæma eða láta framkvæma eftirlitsmælingar á hávaða. (Hvergi er minnst á að þeir sem mæla þurfi að hafa til þess sérstaka kunnáttu). Hvergi er minnst á að mæla þurfi hávaðann út frá forsendum barna. Á þá, samkvæmt þessu, að mæla hávaða í skólum á sömu forsendum og hann er mældur í verksmiðjum – hvort hann sé það hár að hann geti skaðað heyrn fullorðinna? Sú staðreynd, að börn séu viðkvæmari gagnvart hávaða en fullorðnir er viðurkennd í lögum sb. 724/2008 Reglugerð um hávaða 7.gr heilsuspillandi hávaði þar sem segir: Heilsuspillandi hávaði. Viðmið heilsuspillandi hávaða er 85 desíbel(A) LAeq (jafngildishljóðstig í 8 klst). Þegar heilsuspillandi áhrif hávaða eru metin, skal sérstaklega hafa í huga eftirfarandi atriði: a. Styrk hávaðans mældan í desíbelum(A). b. Tónhæð hávaðans. c. Hvort hávaðinn er stöðugur eða breytilegur. d. Daglega tímalengd hávaðans. e. Tíma sólarhringsins er hávaðinn varir. f. Heildartímabil, sem ætla má að hávaðinn vari (dagar/vikur). g. Að börn eru viðkvæmari fyrir hávaða en fullorðnir. Eðli hávaða og eyðileggingarmáttur hans Ekki má blanda saman hljóðvist og hávaða. Hljóðvist samkvæmt íslenskri nútímamálsorðabók er skilgreint: “ORÐHLUTAR: hljóð-vist; það hvernig hljóð berst um húsrými”. Hins vegar er hávaði í lögum (7724/2008 Reglugerð um hávaða) skilgreindur sem “Óæskileg eða skaðleg hljóð sem stafa m.a. frá athöfnum fólks, umferð eða atvinnustarfsemi”. Ekki má blanda saman hljóðvist og hávaða. Hljóðvist, sem kveðið er á um í lögum að skuli vera góð, er engin trygging fyrir því að hávaði geti ekki orðið skaðlegur en slæm hljóðvist eykur hins vegar áhrif hávaða. Hávaði skiptist í tvennt annars vegar a) bakgrunnshávaði sem er stöðugur, fyrirsjáanlegur og útreiknanlegur og stafar yfirleitt af tækjum og tólum eins og t.d. skjávörpum og loftræstingarkerfum í skólum, b) erilshávaði sem er óstöðugur, ófyrirsjáanlegur og óútreiknanlegur og stafar af athöfnum, hreyfingum og búkhljóðum lifandi vera t.d. tali, söng, ræskingum, hlátri og gráti. Hávaði í skólaumhverfi er fyrst og fremst erilshávaði sem getur verið mismikill. Að því leyti getur verið vafasamt þegar hávaði er mældur að taka meðaltal af hávaðanum á einhverju vissu tímabili ef ekki er jafnframt séð til þess taka upp mælingatímabilið svo að hægt sé að heyra hvað veldur hávaðanum. Einnig getur verið vafasamt að mynda einhverja heildarmynd út frá skammtímamælingu sem hefur t.d átt sér stað þegar hávaði er mældur í 10 mínútur. Ástæðan er sú að ef verið er að mæla hávaða í umhverfi barna þá getur verið um margar breytur að ræða eins og aldur, líðan, athafnir, samsetning hóps. Jafnvel veðurfar getur skipt máli. Í allri löggjöf er velferð barna höfð að leiðarljósi. Þar á dvöl í hávaða ekki að vera undanskilin. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að dvöl barna í hávaða getur haft neikvæð áhrif á máltöku þeirra, heyrn og líðan. Tökum nokkur dæmi: Vellíðan : Óreglulegur bekkjarhávaði fer illa í börn (Dockrell and Shield, 2004) Rödd: Raddnotkun í hávaða getur haft skaðleg áhrif á rödd barna (McAllister og fl. 2009) Lestrargeta: Hávaði dregur t.d. úr lesskilningi (Stansfeld, 2005). Félagatengsl: Börn sem dvöldu í hávaða áttu erfiðara með að mynda tengsl við félaga og kennara (Klatte og fl., 2010). Hlustun: Hávaði getur drekkt talhljóðum, skrumskælt og gert þau óskiljanleg. Hlustun verður erfiðari (Howard o.fl., 2010) og hætt er við að hlustunarlöngun og hlustunargeta hverfi. Athygli og einbeiting: Hávaði dregur úr einbeitingu (Astolfia og Pellerey, 2008) og skerðir athygli (Sanz og fl., 1993, Hygge, 2003) Minni: Börn sem dvelja í hávaða eiga í erfiðleikum með orðaminni (skammtímaminni á orð) (Klatte, 2010), setningaminni (Hygge, 2003) og upprifjunarminni (Stanfeld, 2005). Málþroski: Hávaði hefur neikvæð áhrif á getu til að skilja mál (Ziegler og fl., 2011) og hávaði truflar meira skilning barna en fullorðinna á mæltu máli (Neuman og fl., 2010). Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Fullkomið andvaraleysi gagnvart skaðsemi hávaða í kennslurýmum Einhver stærsti meinvaldur í nútíma þjóðfélagi er hávaði ekki síst í skólum þar sem hann kemur í veg fyrir skilvirka kennslu – að nemendur geti heyrt og að rödd kennara geti borist. Það sem trúlega veldur þessu sinnu- og andvaraleysi almennings er þekkingaleysi sem ekki síst birtist í gildandi lögum um hávaða og hávaðamörk þ.e.a.s. hvað hávaði má verða mikill áður en hann gerist skaðvaldur. Lítum á reglugerðina sem liggur að baki mælingum Vinnueftirlits á hávaða í skólum. Í reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum (Nr. 921/2008) segir að hávaði yfir 8 stunda vinnudag megi ekki fara yfir 85 dB(A) - svokölluð efri viðmiðunarmörk en 80 dB(A) eru tiltekin sem neðri viðmiðunarmörk þ.e.a.s. þegar grípa þarf til sérstakra varúðarráðstafana til varnar heilsutjóni, og þá er átt við skaða á heyrn, af völdum hans. Decibel eða dB er mælieining á hljóðstyrk og (A) þýðir að líkt er eftir því hvernig mannseyrað nemur hljóðið. Af því að dB er logaritmiskur (ákveðið margfeldni á tölu) munar um hvert einasta dB. En hvers vegna eru sömu viðmiðunarmörk notuð í hávaðamælingum í skólum og verksmiðjum? Er verið að kanna hvort hávaði í skólum sé það hár að hann geti skaðað heyrn fullorðinna? Sé það svo þá er hann fyrir löngu kominn yfir þau mörk að hægt sé að eiga í vitrænum tjáskiptum. Það er sú starfsemi sem þarf að lögvernda í skólum. Þegar fullorðnir eiga í hlut er slík starfsemi lögvernduð sb. Reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum nr 921/2006 1 kafli 5 gr.: Sérstök vinnusvæði Í stjórnklefum, verkstjórnarherbergjum og öðrum stöðum þar sem mikilvægt er að samræður geti átt sér stað skal að því stefnt að hávaði fari ekki yfir 65 dB(A) að jafnaði á vinnutíma. Í mat- og kaffistofum er æskilegt að hávaði fari ekki yfir 60 dB(A) að jafnaði þann tíma sem notkun stendur yfir. Á skrifstofum og öðrum stöðum þar sem gerðar eru miklar kröfur til einbeitingar og samræður eiga að geta átt sér stað óhindrað skal leitast við að hávaði fari ekki yfir 50 dB(A) að jafnaði á vinnutíma. Ekki einu orði minnst á skóla jafnvel þó huglæg starfsemi – samkvæmt lögum – eigi að fara þar fram. Þarna er dB (A) dottið ofan í 50 – 60 dB(A) sem eru þá talin vera þau hávaðamörk sem hávaði má ekki fara yfir á stöðum þar sem tjáskipti og einbeiting eiga sér stað hjá fullorðnum. Athyglisverð er greinin þar sem talað er um mat – og kaffistofur því að í matsölum skóla hefur hávaði mælst um og yfir 80dB. Reglugerð um hávaða (drög 31.maí 2007; 10 grein) er athygliverð. „Á stöðum þar sem börn sækja þjónustu og dvelja í lengri tíma s.s. skólum ber að líta á 80dB(A) sem hámark leyfilegs viðvarandi hávaða. Heilbrigðisnefnd getur krafist sérstakra ráðstafana til að lækka hljóðstig þegar hætta er talin á að hávaði geti valdið óþægindum eða skaða. Sérstaklega skal þá tekið tillit til þess að börn eru viðkvæmari fyrir hávaða en fullorðnir“. Hver lærir í 80 dB hávaða? Þessi hávaði er á neðri viðbragðsmörkum – samkvæmt lögum - þegar gera þarf ráðstafanir til að verja heyrn fullorðinna gegn hávaðanum. Börn þola síður hávaða en fullorðnir vegna þess að heyrnfæri þeirra hafa ekki náð fullum þroska og hlust þeirra er styttri. Þetta er alvarlegt í ljósi þess að hávaðaþolmörk samkvæmt lögum byggjast á þolmörkum fullorðinna. Fullorðnir standa einnig betur að vígi í hávaða þar sem þeir geta heyrt það sem þeir vilja heyra mun betur en börn. Bæði eru heyrnfæri fullorðinna þroskaðri og þeir hafa betra vald á máli sem auðveldar þeim að skilja það sem sagt er þó þeir heyri það ekki greinilega. Auk þess eru börn oftast nær hávaðauppsprettunni sem oftast er hávaði frá öðrum börnum eða skellir frá gólfi eða borðum. Málþroski á sér stað á fyrstu fjórum árum ævinnar. Málþroska er hætta búin ef barn dvelur í hávaða. Þess má geta að meginþorri barna dvelur á leikskólum allt upp í átta tíma. Hlutverk Vinnueftirlits og Heilbrigðiseftirlit þegar kemur að hávaða Hlutverk Vinnueftirlits Ríkisins er að sjá um atvinnuöryggi fullorðinna. Þarna er ákveðið flækjusvið því skólar eru vinnustaður bæði fullorðinna og barna (sb. í lögum um grunnskóla nr.91/2008 “Grunnskóli er vinnustaður nemenda”). Samkvæmt lögum ber Heilbrigðiseftirliti að sjá um velferð barna en Vinnueftirliti um velferð fullorðinna. Það er hins vegar Vinnueftirlitið sem sér að öllu jafna um hávaðamælingar í skólum og gerir það á forsendum fullorðinna og þá út frá að hávaði skaði ekki heyrn þeirra. Það er athygliverð 11. grein í reglugerð 724/2008 um eftirlit í sambandi við hávaða. Þar kemur fram að Umhverfisstofnun í samstarfi við Skipulagsstofnun gefi út leiðbeiningar um “viðmiðanir um hljóðvistarkröfur í leik- og grunnskólum og annars staðar sem börn dvelja og hætta er talin á að hávaði geti valdið þeim ónæði eða verið heilsuspillandi”. Heilbrigðisnefndir skulu hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar. Heilbrigðisnefndir skulu eftir þörfum framkvæma eða láta framkvæma eftirlitsmælingar á hávaða. (Hvergi er minnst á að þeir sem mæla þurfi að hafa til þess sérstaka kunnáttu). Hvergi er minnst á að mæla þurfi hávaðann út frá forsendum barna. Á þá, samkvæmt þessu, að mæla hávaða í skólum á sömu forsendum og hann er mældur í verksmiðjum – hvort hann sé það hár að hann geti skaðað heyrn fullorðinna? Sú staðreynd, að börn séu viðkvæmari gagnvart hávaða en fullorðnir er viðurkennd í lögum sb. 724/2008 Reglugerð um hávaða 7.gr heilsuspillandi hávaði þar sem segir: Heilsuspillandi hávaði. Viðmið heilsuspillandi hávaða er 85 desíbel(A) LAeq (jafngildishljóðstig í 8 klst). Þegar heilsuspillandi áhrif hávaða eru metin, skal sérstaklega hafa í huga eftirfarandi atriði: a. Styrk hávaðans mældan í desíbelum(A). b. Tónhæð hávaðans. c. Hvort hávaðinn er stöðugur eða breytilegur. d. Daglega tímalengd hávaðans. e. Tíma sólarhringsins er hávaðinn varir. f. Heildartímabil, sem ætla má að hávaðinn vari (dagar/vikur). g. Að börn eru viðkvæmari fyrir hávaða en fullorðnir. Eðli hávaða og eyðileggingarmáttur hans Ekki má blanda saman hljóðvist og hávaða. Hljóðvist samkvæmt íslenskri nútímamálsorðabók er skilgreint: “ORÐHLUTAR: hljóð-vist; það hvernig hljóð berst um húsrými”. Hins vegar er hávaði í lögum (7724/2008 Reglugerð um hávaða) skilgreindur sem “Óæskileg eða skaðleg hljóð sem stafa m.a. frá athöfnum fólks, umferð eða atvinnustarfsemi”. Ekki má blanda saman hljóðvist og hávaða. Hljóðvist, sem kveðið er á um í lögum að skuli vera góð, er engin trygging fyrir því að hávaði geti ekki orðið skaðlegur en slæm hljóðvist eykur hins vegar áhrif hávaða. Hávaði skiptist í tvennt annars vegar a) bakgrunnshávaði sem er stöðugur, fyrirsjáanlegur og útreiknanlegur og stafar yfirleitt af tækjum og tólum eins og t.d. skjávörpum og loftræstingarkerfum í skólum, b) erilshávaði sem er óstöðugur, ófyrirsjáanlegur og óútreiknanlegur og stafar af athöfnum, hreyfingum og búkhljóðum lifandi vera t.d. tali, söng, ræskingum, hlátri og gráti. Hávaði í skólaumhverfi er fyrst og fremst erilshávaði sem getur verið mismikill. Að því leyti getur verið vafasamt þegar hávaði er mældur að taka meðaltal af hávaðanum á einhverju vissu tímabili ef ekki er jafnframt séð til þess taka upp mælingatímabilið svo að hægt sé að heyra hvað veldur hávaðanum. Einnig getur verið vafasamt að mynda einhverja heildarmynd út frá skammtímamælingu sem hefur t.d átt sér stað þegar hávaði er mældur í 10 mínútur. Ástæðan er sú að ef verið er að mæla hávaða í umhverfi barna þá getur verið um margar breytur að ræða eins og aldur, líðan, athafnir, samsetning hóps. Jafnvel veðurfar getur skipt máli. Í allri löggjöf er velferð barna höfð að leiðarljósi. Þar á dvöl í hávaða ekki að vera undanskilin. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að dvöl barna í hávaða getur haft neikvæð áhrif á máltöku þeirra, heyrn og líðan. Tökum nokkur dæmi: Vellíðan : Óreglulegur bekkjarhávaði fer illa í börn (Dockrell and Shield, 2004) Rödd: Raddnotkun í hávaða getur haft skaðleg áhrif á rödd barna (McAllister og fl. 2009) Lestrargeta: Hávaði dregur t.d. úr lesskilningi (Stansfeld, 2005). Félagatengsl: Börn sem dvöldu í hávaða áttu erfiðara með að mynda tengsl við félaga og kennara (Klatte og fl., 2010). Hlustun: Hávaði getur drekkt talhljóðum, skrumskælt og gert þau óskiljanleg. Hlustun verður erfiðari (Howard o.fl., 2010) og hætt er við að hlustunarlöngun og hlustunargeta hverfi. Athygli og einbeiting: Hávaði dregur úr einbeitingu (Astolfia og Pellerey, 2008) og skerðir athygli (Sanz og fl., 1993, Hygge, 2003) Minni: Börn sem dvelja í hávaða eiga í erfiðleikum með orðaminni (skammtímaminni á orð) (Klatte, 2010), setningaminni (Hygge, 2003) og upprifjunarminni (Stanfeld, 2005). Málþroski: Hávaði hefur neikvæð áhrif á getu til að skilja mál (Ziegler og fl., 2011) og hávaði truflar meira skilning barna en fullorðinna á mæltu máli (Neuman og fl., 2010). Höfundur er talmeinafræðingur.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun