Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 10:47 Blikur eru á lofti í alþjóðamálum og þá stöðu ber að taka alvarlega. Í fyrsta sinn í áttatíu ár er barist um landamæri á meginlandi Evrópu. Alþjóðalög eiga undir högg að sækja, bæði í Evrópu, Mið-Austurlöndum og víðar. Merki eru um að leiðtogar stórveldanna telji sig í krafti máttarins geta vélað um málefni annarra og smærri ríkja án þess að nægilegur gaumur sé gefinn að sjónarmiðum þeirra. Okkur hefur verið að birtast sífellt betur ólík sýn ríkja á þá grundvallarskyldu alþjóðasamfélagsins að tryggja virðingu fyrir alþjóðalögum, landamærum og landhelgi ríkja, sem og grunngildum mannréttinda, frelsis og lýðræðis sem alþjóðakerfið byggist á. Stöndum vörð um alþjóðakerfið Í ávarpi mínu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í upphafi vikunnar, því fyrsta síðan Ísland tók sæti í ráðinu á nýjan leik, lýsti ég áhyggjum af þessari þróun og hvatti til að ríki heims legðust sameiginlega á árarnar og stæðu vörð um alþjóðakerfið sem komið var á fót með stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir áttatíu árum. Hér eigum við Íslendingar eiginlega allt undir. Okkur hefur farnast vel á lýðveldistímanum, höfum brotist til velsældar á þeim grunni sem stofnað var til í styrjaldarlok 1945, þar sem ríki heims sameinuðust um að snúa baki við stríði og leggja áherslu á mannréttindi sérhverrar manneskju og jafnan rétt allra ríkja, stórra sem smárra. Það felast þess vegna verulegir hagsmunir í því fyrir okkur að standa vörð um þá heimsmynd sem hefur verið við lýði, það regluverk sem sett var á laggirnar og þá trú á manngildi sem við höfum haft í heiðri. Ekki síst að alþjóðalög haldi og séu virt. Þessi sýn hefur frá upphafi haft það meginmarkmið að koma í veg fyrir landvinningastríð og í ávarpi mínu dró ég fram að ólögleg allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu væri skýrasta dæmið um þá þróun sem við værum að horfa upp á. Á mánudag voru einmitt þrjú ár liðin frá því að Pútín Rússlandsforseti hóf þá skelfilegu vegferð og var þess minnst með ýmsum hætti, m.a. með fundahöldum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Gott var að sjá leiðtoga allra Norðurlandanna þar samankomna en það sendir skýr skilaboð um afstöðu og einarðan stuðning ríkjanna, þ.m.t. Íslands. Sama dag samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York harðorða ályktun um innrás Rússlands í Úkraínu og var gleðilegt að sjá að meirihluti aðildarríkjanna skyldi þar fylkja liði þrátt fyrir viðleitni stærri ríkja til að drepa málum á dreif. Í mannréttindaráðinu á umbrotatímum Seta Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna næstu þrjú árin á þessum umbrotatímum er mikil áskorun. Um ábyrgðarhlutverk er að ræða sem ég ætla sem utanríkisráðherra að beita mér fyrir að við rækjum af alúð og festu. Það felur nefnilega líka í sér tækifæri fyrir okkur að sýna hvaða gildi við Íslendingar setjum á oddinn og sanna að við erum óhrædd við að beita okkur í þeirra þágu. Við Íslendingar höfum margt gott fram að færa á þessum vettvangi. Það höfum við nú þegar sýnt. Það er litið til okkar í mörgum málum, ekki síst í jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks, enda erum við þar í fararbroddi líkt og alþjóðamælikvarðar gefa jafnan til kynna. Við höfum hins vegar ekki farið varhluta af því bakslagi sem orðið hefur í mannréttindamálum á heimsvísu. Því miður enduróma sömu sjónarmið hér á Íslandi sem gerast nú hávær á alþjóðavísu. Hugmyndafræði sem grefur undan réttindum fólks flæðir yfir landamæri í gegnum samfélagsmiðla og því verðum við að vera vakandi fyrir. Slík hugmyndafræði má ekki taka sér bólfestu í okkar samfélagi. Þar berum við stjórnmálafólk mikla ábyrgð. Þeim mun mikilvægara er að rödd Íslands heyrist hátt og skýrt. Við þurfum að leggja okkar af mörkum til að sporna gegn því bakslagi sem orðið hefur. Hvers vegna segi ég þetta? Jú, einmitt vegna þess að Ísland á allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt, þar með talin alþjóðleg mannúðarlög og mannréttindalög. Stöndum saman gegn bakslagi Á Íslandi höfum við einsett okkur að búa til samfélag þar sem hvert og eitt okkar fær að njóta sín, óháð kyni, litarhafti, trú, kynvitund eða kynhneigð. Við þurfum vissulega að hafa í huga að vinnunni að bættum mannréttindum lýkur aldrei. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum. Verkið sem við okkur blasir í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna næstu þrjú árin er ærið en við munum beita okkur með þeim hætti að hægt verði að ganga stolt frá borði. Við munum láta að okkur kveða í áherslumálum Íslands og undirstrika að öll ríki heims standi við alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Þannig er best tryggt að við öll fáum notið sjálfsagðra réttinda og frelsis. Slíku samfélagi vil ég búa í. Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál NATO Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Blikur eru á lofti í alþjóðamálum og þá stöðu ber að taka alvarlega. Í fyrsta sinn í áttatíu ár er barist um landamæri á meginlandi Evrópu. Alþjóðalög eiga undir högg að sækja, bæði í Evrópu, Mið-Austurlöndum og víðar. Merki eru um að leiðtogar stórveldanna telji sig í krafti máttarins geta vélað um málefni annarra og smærri ríkja án þess að nægilegur gaumur sé gefinn að sjónarmiðum þeirra. Okkur hefur verið að birtast sífellt betur ólík sýn ríkja á þá grundvallarskyldu alþjóðasamfélagsins að tryggja virðingu fyrir alþjóðalögum, landamærum og landhelgi ríkja, sem og grunngildum mannréttinda, frelsis og lýðræðis sem alþjóðakerfið byggist á. Stöndum vörð um alþjóðakerfið Í ávarpi mínu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í upphafi vikunnar, því fyrsta síðan Ísland tók sæti í ráðinu á nýjan leik, lýsti ég áhyggjum af þessari þróun og hvatti til að ríki heims legðust sameiginlega á árarnar og stæðu vörð um alþjóðakerfið sem komið var á fót með stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir áttatíu árum. Hér eigum við Íslendingar eiginlega allt undir. Okkur hefur farnast vel á lýðveldistímanum, höfum brotist til velsældar á þeim grunni sem stofnað var til í styrjaldarlok 1945, þar sem ríki heims sameinuðust um að snúa baki við stríði og leggja áherslu á mannréttindi sérhverrar manneskju og jafnan rétt allra ríkja, stórra sem smárra. Það felast þess vegna verulegir hagsmunir í því fyrir okkur að standa vörð um þá heimsmynd sem hefur verið við lýði, það regluverk sem sett var á laggirnar og þá trú á manngildi sem við höfum haft í heiðri. Ekki síst að alþjóðalög haldi og séu virt. Þessi sýn hefur frá upphafi haft það meginmarkmið að koma í veg fyrir landvinningastríð og í ávarpi mínu dró ég fram að ólögleg allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu væri skýrasta dæmið um þá þróun sem við værum að horfa upp á. Á mánudag voru einmitt þrjú ár liðin frá því að Pútín Rússlandsforseti hóf þá skelfilegu vegferð og var þess minnst með ýmsum hætti, m.a. með fundahöldum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Gott var að sjá leiðtoga allra Norðurlandanna þar samankomna en það sendir skýr skilaboð um afstöðu og einarðan stuðning ríkjanna, þ.m.t. Íslands. Sama dag samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York harðorða ályktun um innrás Rússlands í Úkraínu og var gleðilegt að sjá að meirihluti aðildarríkjanna skyldi þar fylkja liði þrátt fyrir viðleitni stærri ríkja til að drepa málum á dreif. Í mannréttindaráðinu á umbrotatímum Seta Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna næstu þrjú árin á þessum umbrotatímum er mikil áskorun. Um ábyrgðarhlutverk er að ræða sem ég ætla sem utanríkisráðherra að beita mér fyrir að við rækjum af alúð og festu. Það felur nefnilega líka í sér tækifæri fyrir okkur að sýna hvaða gildi við Íslendingar setjum á oddinn og sanna að við erum óhrædd við að beita okkur í þeirra þágu. Við Íslendingar höfum margt gott fram að færa á þessum vettvangi. Það höfum við nú þegar sýnt. Það er litið til okkar í mörgum málum, ekki síst í jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks, enda erum við þar í fararbroddi líkt og alþjóðamælikvarðar gefa jafnan til kynna. Við höfum hins vegar ekki farið varhluta af því bakslagi sem orðið hefur í mannréttindamálum á heimsvísu. Því miður enduróma sömu sjónarmið hér á Íslandi sem gerast nú hávær á alþjóðavísu. Hugmyndafræði sem grefur undan réttindum fólks flæðir yfir landamæri í gegnum samfélagsmiðla og því verðum við að vera vakandi fyrir. Slík hugmyndafræði má ekki taka sér bólfestu í okkar samfélagi. Þar berum við stjórnmálafólk mikla ábyrgð. Þeim mun mikilvægara er að rödd Íslands heyrist hátt og skýrt. Við þurfum að leggja okkar af mörkum til að sporna gegn því bakslagi sem orðið hefur. Hvers vegna segi ég þetta? Jú, einmitt vegna þess að Ísland á allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt, þar með talin alþjóðleg mannúðarlög og mannréttindalög. Stöndum saman gegn bakslagi Á Íslandi höfum við einsett okkur að búa til samfélag þar sem hvert og eitt okkar fær að njóta sín, óháð kyni, litarhafti, trú, kynvitund eða kynhneigð. Við þurfum vissulega að hafa í huga að vinnunni að bættum mannréttindum lýkur aldrei. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum. Verkið sem við okkur blasir í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna næstu þrjú árin er ærið en við munum beita okkur með þeim hætti að hægt verði að ganga stolt frá borði. Við munum láta að okkur kveða í áherslumálum Íslands og undirstrika að öll ríki heims standi við alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Þannig er best tryggt að við öll fáum notið sjálfsagðra réttinda og frelsis. Slíku samfélagi vil ég búa í. Höfundur er utanríkisráðherra.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun