Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar 26. febrúar 2025 12:45 Þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í byrjun janúar að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi, hófust miklar vangaveltur um hver myndi taka við keflinu. Ljóst er að valið stendur nú á milli tveggja öflugra kvenna: Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Kosningabaráttan hefur verið hörð en heiðarleg þeirra í milli, og báðar hafa þær ferðast víða, haldið kynningarfundi og skrifað greinar til að kynna stefnu sína. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þær í viðtöl, þar á meðal Stefán Einar blaðamaður Morgunblaðsins, sem er þekktur fyrir gagnrýnar og krefjandi spurningar. Í því viðtali var gengið hart að Guðrúnu, en hún svaraði af yfirvegun og festu, leiðrétti rangfærslur Stefáns og kom sínum sjónarmiðum á framfæri með skýrum og trúverðugum hætti. Hún stóðst álagsprófið eins og sterkur formaður þarf að gera. Ferill frambjóðendanna Ég hef fylgst með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í mörg ár og tel hana hafa mikinn metnað, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hún var kosin ritari Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2015 og starfaði í þeirri stöðu fram til ársins 2019 þegar hún var skipuð dómsmálaráðherra. Hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 og hefur þar með verið mikilvægur hluti af forystu flokksins. Þegar hún bauð sig fram og var kosin ritari flokksins og þá voru miklar væntingar um að hún myndi styrkja tengsl flokksins við unga fólkið. Hún hefur skipulagsgáfu og skýra stefnu og reynslu í pólitík, sem gerir hana að sterkum frambjóðanda. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfaði lengi hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís, þar sem hún gegndi ýmsum stjórnunarstöðum. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins frá 2014 til 2020 og sat jafnframt í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hún hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Landssambands lífeyrissjóða, Háskólans í Reykjavík, Bláa Lónsins og víðar. Guðrún var kjörin á Alþingi árið 2021 sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún var skipuð dómsmálaráðherra í júní 2023 og gegndi því embætti til desember 2024. Í störfum sinum hefur hún hefur lagt ríka áherslu á frelsi einstaklingsins, minni ríkisafskipti og mikilvægi einkaframtaks í samfélaginu. Ég kynntist Guðrúnu þegar ég tók sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins á árunum 2014–2018, þar sem hún var varaformaður stjórnar. Ég áttaði mig fljótt á styrkleikum hennar: hún er fær í að miðla málum, skapa samstöðu og finna lausnir sem flestir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og hagsmunagæslu fyrir bæði stór og smá fyrirtæki. Sem landsbyggðarmaður tengdi ég sterkt við hennar áherslur og sýn á málefni atvinnulífsins og samfélagsins um allt land. Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins mun þurfa að takast á við stór verkefni: endurskipulagningu flokksins, sætta fylkingar, eflingu tengsla við kjósendur um land allt og tryggja að stefna hans endurspegli hagsmuni heildarinnar. Gamall máshattur segir, „Greindur nærri getur, reyndur veit þó betur“. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að styðja Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Ég tel að með því séum við að færa flokkinn nær kjósendum um allt land, skapa frjóan jarðveg til vaxtar og tryggja sterka forystu til framtíðar. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, sem ég tel mikilvægan þátt í hlutverki leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Guðrún er bæði greind og reynd. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í byrjun janúar að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi, hófust miklar vangaveltur um hver myndi taka við keflinu. Ljóst er að valið stendur nú á milli tveggja öflugra kvenna: Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Kosningabaráttan hefur verið hörð en heiðarleg þeirra í milli, og báðar hafa þær ferðast víða, haldið kynningarfundi og skrifað greinar til að kynna stefnu sína. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þær í viðtöl, þar á meðal Stefán Einar blaðamaður Morgunblaðsins, sem er þekktur fyrir gagnrýnar og krefjandi spurningar. Í því viðtali var gengið hart að Guðrúnu, en hún svaraði af yfirvegun og festu, leiðrétti rangfærslur Stefáns og kom sínum sjónarmiðum á framfæri með skýrum og trúverðugum hætti. Hún stóðst álagsprófið eins og sterkur formaður þarf að gera. Ferill frambjóðendanna Ég hef fylgst með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í mörg ár og tel hana hafa mikinn metnað, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hún var kosin ritari Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2015 og starfaði í þeirri stöðu fram til ársins 2019 þegar hún var skipuð dómsmálaráðherra. Hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 og hefur þar með verið mikilvægur hluti af forystu flokksins. Þegar hún bauð sig fram og var kosin ritari flokksins og þá voru miklar væntingar um að hún myndi styrkja tengsl flokksins við unga fólkið. Hún hefur skipulagsgáfu og skýra stefnu og reynslu í pólitík, sem gerir hana að sterkum frambjóðanda. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfaði lengi hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís, þar sem hún gegndi ýmsum stjórnunarstöðum. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins frá 2014 til 2020 og sat jafnframt í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hún hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Landssambands lífeyrissjóða, Háskólans í Reykjavík, Bláa Lónsins og víðar. Guðrún var kjörin á Alþingi árið 2021 sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún var skipuð dómsmálaráðherra í júní 2023 og gegndi því embætti til desember 2024. Í störfum sinum hefur hún hefur lagt ríka áherslu á frelsi einstaklingsins, minni ríkisafskipti og mikilvægi einkaframtaks í samfélaginu. Ég kynntist Guðrúnu þegar ég tók sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins á árunum 2014–2018, þar sem hún var varaformaður stjórnar. Ég áttaði mig fljótt á styrkleikum hennar: hún er fær í að miðla málum, skapa samstöðu og finna lausnir sem flestir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og hagsmunagæslu fyrir bæði stór og smá fyrirtæki. Sem landsbyggðarmaður tengdi ég sterkt við hennar áherslur og sýn á málefni atvinnulífsins og samfélagsins um allt land. Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins mun þurfa að takast á við stór verkefni: endurskipulagningu flokksins, sætta fylkingar, eflingu tengsla við kjósendur um land allt og tryggja að stefna hans endurspegli hagsmuni heildarinnar. Gamall máshattur segir, „Greindur nærri getur, reyndur veit þó betur“. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að styðja Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Ég tel að með því séum við að færa flokkinn nær kjósendum um allt land, skapa frjóan jarðveg til vaxtar og tryggja sterka forystu til framtíðar. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, sem ég tel mikilvægan þátt í hlutverki leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Guðrún er bæði greind og reynd. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun