Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 11:31 Íris Hólm er 54 kíló í dag. Sem mest var hún 122. Mosfellingurinn Íris Hólm Jónsdóttir var orðin 122 kíló og var hrædd um eigið líf. Hún tók málin í eigin hendur og hvetur fólk sem tekst á við erfiðleika í lífinu að leita sér hjálpar en Sindri Sindrason ræddi við hana í Íslandi í dag í vikunni. Íris hætti ung í skóla og byrjaði að baka pítsur á pítsastöðum. Söngur átti samt hug hennar allan. Mögulega muna sumir eftir henni úr Idol þar sem hún keppti aðeins sextán ára og ári síðar tók hún þátt í X-Factor og endaði í fjórða sæti. Við tók ágætis ferill og var hún í bakröddum hjá Frostrósum og fleirum. Hana langaði alltaf í nám en það gekk alltaf frekar brösuglega. Seinna átti hún eftir að fá ADHD greiningu sem skýrði margt. Þegar Íris var 24 ára varð hún ófrísk af dóttur sinni. Tveimur árum síðar var hún mætt í söngleikjanám í New York og útskrifaðist 2017. Hún kemur heim og byrjar að kenna leiklist í grunnskóla. „Eftir tvö ár því starfi þá krassa ég eiginlega bara og fæ taugaáfall,“ segir Íris og bætir við að þá hafa tekið við endurhæfingarferli. Tveimur árum síðar greinist hún með geðhvörf tvö. „Sem útskýrir betur allt sem á undan hafði gengið,“ segir hún en við tók eins og gefur að skilja vinna með sjúkdóminn. „Síðan þá er ég búin að vera í góðum bata en gengst síðan undir efnaskiptaaðgerð árið 2021 sem breytti líka bara öllu. Ég held ég hafi byrjað að fitna í kringum sextán, sautján ára aldurinn. Þá var ég með mínum fyrsta kærasta og margt að gerast og maður breytist líkamlega. En þetta var alls ekki að trufla mig og ég taldi þetta bara eðlilegan hluta af lífinu. Ég var alltaf mikið jójó. Fitnaði aðeins og léttist aftur. Þegar ég varð ófrísk 24 ára bæti ég á mig þyngd sem ég á erfitt með að losa mig við,“ segir Íris sem prófaði í kjölfarið alla kúrana. Andleg líðan eftir barnsburð var erfið segir hún og ofþyngdin ýtti undir þunglyndi og þunglyndið ýtti undir ofþyngd. „Ég leitaði í mat með allt. Ef það gekk vel þá keypti ég mér eitthvað gott. Ef það gekk illa þá huggaði ég sjálfan mig með að borða eitthvað þannig að matur var alltaf mitt til að díla við allt. Vanlíðan ýtir undir mataræði sem varð mér ekki til góðs.“ Um þrítugt var hún komin með áhyggjur af sjálfri sér. „Ég var farinn að finna í líkamanum að ég var farin að vantreysta honum. Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttir mín bað um að fara í göngutúra. Ég var 32 ára og hugsaði með mér hvort það væri nú eðlilegt að fá kvíðakast ef dóttir mín vill fara í stuttan göngutúr. Ég var farin að fá kvíða yfir því að fara í flug, hvað er langt þangað til að ég þarf framlengingu á beltið. Hnén voru orðin léleg og ég var alltaf með bakverki. Þetta hélst allt í hendur. Andlega líðanin og líkamlega ástandið.“ Eins og áður segir var Íris orðin 122 kíló þegar hún var sem þyngst en hún er 167 sentímetrar á hæð. Andleg líðan hennar var orðin slæm. „Ég gat ekki gefið af mér það sem ég vildi þegar mér leið svona líkamlega,“ segir Íris en bætir við að þetta snúist alls ekki um útlitið, heldur um heilsuna. „Ég er 54 kíló í dag og var orðin 122. Nú er ég bara að vinna í því að vinna upp vöðvamassa og styrkja mig. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar ýkjurnar eru 122 kíló þá er auðvelt að fara í ýkjurnar í hina áttina. Ég þarf að minna mig á það að borða en ég sækist líka í öðruvísi mat í dag, hreinni mat. Það er í eðli efnaskiptaaðgerða að efnaskiptin hafa breyst og líkaminn kallar á öðruvísi fæðu og næringu.“ Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinin. Ísland í dag Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Sjá meira
Íris hætti ung í skóla og byrjaði að baka pítsur á pítsastöðum. Söngur átti samt hug hennar allan. Mögulega muna sumir eftir henni úr Idol þar sem hún keppti aðeins sextán ára og ári síðar tók hún þátt í X-Factor og endaði í fjórða sæti. Við tók ágætis ferill og var hún í bakröddum hjá Frostrósum og fleirum. Hana langaði alltaf í nám en það gekk alltaf frekar brösuglega. Seinna átti hún eftir að fá ADHD greiningu sem skýrði margt. Þegar Íris var 24 ára varð hún ófrísk af dóttur sinni. Tveimur árum síðar var hún mætt í söngleikjanám í New York og útskrifaðist 2017. Hún kemur heim og byrjar að kenna leiklist í grunnskóla. „Eftir tvö ár því starfi þá krassa ég eiginlega bara og fæ taugaáfall,“ segir Íris og bætir við að þá hafa tekið við endurhæfingarferli. Tveimur árum síðar greinist hún með geðhvörf tvö. „Sem útskýrir betur allt sem á undan hafði gengið,“ segir hún en við tók eins og gefur að skilja vinna með sjúkdóminn. „Síðan þá er ég búin að vera í góðum bata en gengst síðan undir efnaskiptaaðgerð árið 2021 sem breytti líka bara öllu. Ég held ég hafi byrjað að fitna í kringum sextán, sautján ára aldurinn. Þá var ég með mínum fyrsta kærasta og margt að gerast og maður breytist líkamlega. En þetta var alls ekki að trufla mig og ég taldi þetta bara eðlilegan hluta af lífinu. Ég var alltaf mikið jójó. Fitnaði aðeins og léttist aftur. Þegar ég varð ófrísk 24 ára bæti ég á mig þyngd sem ég á erfitt með að losa mig við,“ segir Íris sem prófaði í kjölfarið alla kúrana. Andleg líðan eftir barnsburð var erfið segir hún og ofþyngdin ýtti undir þunglyndi og þunglyndið ýtti undir ofþyngd. „Ég leitaði í mat með allt. Ef það gekk vel þá keypti ég mér eitthvað gott. Ef það gekk illa þá huggaði ég sjálfan mig með að borða eitthvað þannig að matur var alltaf mitt til að díla við allt. Vanlíðan ýtir undir mataræði sem varð mér ekki til góðs.“ Um þrítugt var hún komin með áhyggjur af sjálfri sér. „Ég var farinn að finna í líkamanum að ég var farin að vantreysta honum. Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttir mín bað um að fara í göngutúra. Ég var 32 ára og hugsaði með mér hvort það væri nú eðlilegt að fá kvíðakast ef dóttir mín vill fara í stuttan göngutúr. Ég var farin að fá kvíða yfir því að fara í flug, hvað er langt þangað til að ég þarf framlengingu á beltið. Hnén voru orðin léleg og ég var alltaf með bakverki. Þetta hélst allt í hendur. Andlega líðanin og líkamlega ástandið.“ Eins og áður segir var Íris orðin 122 kíló þegar hún var sem þyngst en hún er 167 sentímetrar á hæð. Andleg líðan hennar var orðin slæm. „Ég gat ekki gefið af mér það sem ég vildi þegar mér leið svona líkamlega,“ segir Íris en bætir við að þetta snúist alls ekki um útlitið, heldur um heilsuna. „Ég er 54 kíló í dag og var orðin 122. Nú er ég bara að vinna í því að vinna upp vöðvamassa og styrkja mig. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þegar ýkjurnar eru 122 kíló þá er auðvelt að fara í ýkjurnar í hina áttina. Ég þarf að minna mig á það að borða en ég sækist líka í öðruvísi mat í dag, hreinni mat. Það er í eðli efnaskiptaaðgerða að efnaskiptin hafa breyst og líkaminn kallar á öðruvísi fæðu og næringu.“ Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinin.
Ísland í dag Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Sjá meira