Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar 27. febrúar 2025 13:31 Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa samgöngur lengi verið áskorun, en á síðustu árum hefur hnignun þeirra haft veruleg áhrif á bæði ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu. Vegakerfið er víða gamalt og viðhaldi hefur verið ábótavant, sem hefur leitt til versnandi aðgengis og aukins ferðatíma. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á daglegt líf íbúa, heldur einnig á þá sem starfa í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan, sem er ein af meginstoðum efnahagslífsins á svæðinu, hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna lélegra samgangna. Ferðamenn, sem sækjast eftir náttúruperlum og menningu Vestfjarða, lenda oft í erfiðleikum með að komast á áfangastaði vegna ótryggs aðgengis og langra vegalengda. Þetta hefur leitt til fækkunar ferðamanna á svæðinu, sem hefur bein áhrif á tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, svo sem gistiheimila, veitingastaða og afþreyingarfyrirtækja. Atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum hefur einnig orðið fyrir barðinu á hnignandi samgöngum. Fyrirtæki, sem reiða sig á vöruflutninga, verða oft fyrir töfum og auknum kostnaði vegna ástands vega. Þetta gerir það að verkum að rekstrarumhverfi fyrirtækja verður erfiðara og getur dregið úr samkeppnishæfni þeirra. Þar að auki getur skert aðgengi haft áhrif á möguleika á nýsköpun og þróun nýrra atvinnugreina á svæðinu. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sett fram áætlanir um úrbætur á samgöngum á svæðinu hafa framkvæmdir oft verið hægfara og fjárveitingar takmarkaðar. Þetta hefur leitt til aukinnar óánægju meðal heimamanna, sem krefjast tafarlausra aðgerða til að bæta aðgengi og tryggja framtíðarvöxt ferðaþjónustu og atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum. Axlarþungi hefur verið lækkaður á helstu vegum niður í 10 tonn og bundna slitlagið, sem lagt hefur verið á vegina hefur ekki þolað veður og álag. Aðrar samgöngur virka ekki heldur. Flugið sem er lífæð íbúa er í ólestri líka vegagerðin samdi við Norlandair um eitt flug sex daga vikunnar með 19 sæta vél en sú flugvél breyttist í níu sæta vél sem er alls ekki nóg. Tvisvar í viku eru tvö flug en ekki er hægt að ferðast á laugardögum. Breiðafjarðarferjan Baldur fer eina ferð fjóra daga vikunnar en 2x á dag tvo daga í viku en ekki er búist við ferðalögum á laugardögum. Okkar samfélag skilar miklum tekjum í þjóðarbúið. Þó nýr Baldur sé betra skip en það sem var á undan, er ekki hægt að segja að það þjóni öllum kröfum sem nútíma skip þarf að gera. En þetta er staðreyndin fyrir sunnanverða Vestfirði. Núna á næsta ári eða í ágúst 2026 verður sólmyrkvi hér á sunnanverðum Vestfjörðum og besti staðurinn á landinu að sjá þennan merkilega viðburð. Fleiri hundruð þúsunda munu koma til að sjá þetta víðsvegar að úr heiminum vegakerfið mun ekki höndla þann svakalega fjölda af bílum sem munu koma hingað á sunnanverða Vestfirði að ekki sé talað um allar rúturnar sem eiga eftir að koma líka. Við getum ekki og við megum ekki láta þetta sjást. Nóg hefur verið um slys á fólki síðustu ár og nóg af skemmdum bílum. Dynjandisheiði, er sá vegur sem á að tengja norður- og suðurfirðina saman og bjóða betri samgöngur á milli og að íbúar á norðurfjörðunum þurfi ekki að keyra Djúpið, sem er oft mjög erfitt. Ekki er vegaþjónusta um Dynjandisheiði á helgum sem er bagalegt. En suðurfirðirnir mundu vilja hafa þjónustu allt árið, bæði til að sækja verslun og heilbrigðisþjónustu á Ísafjörð. Herra samgönguráðherra, við íbúar sunnanverðra vestfjarða ætlum að bjóða þér á fund fljótlega á Patreksfirði, þar sem þú vonandi kemur og ræðir við íbúa um stöðuna. Forstóri vegagerðarinnar er velkominn með þér, því við eigum skilið að vita hver framtíðin er. Þetta er okkar framtíð sem er undir, og næstu kynslóða. Við vitum að það er skuld í vegakerfinu um allt land og þetta er skuld þarf að borga. Við viljum aðgerðir. Höfundur er í Flokki fólksins og íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Sverrir Fannberg Júlíusson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa samgöngur lengi verið áskorun, en á síðustu árum hefur hnignun þeirra haft veruleg áhrif á bæði ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu. Vegakerfið er víða gamalt og viðhaldi hefur verið ábótavant, sem hefur leitt til versnandi aðgengis og aukins ferðatíma. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á daglegt líf íbúa, heldur einnig á þá sem starfa í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan, sem er ein af meginstoðum efnahagslífsins á svæðinu, hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna lélegra samgangna. Ferðamenn, sem sækjast eftir náttúruperlum og menningu Vestfjarða, lenda oft í erfiðleikum með að komast á áfangastaði vegna ótryggs aðgengis og langra vegalengda. Þetta hefur leitt til fækkunar ferðamanna á svæðinu, sem hefur bein áhrif á tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, svo sem gistiheimila, veitingastaða og afþreyingarfyrirtækja. Atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum hefur einnig orðið fyrir barðinu á hnignandi samgöngum. Fyrirtæki, sem reiða sig á vöruflutninga, verða oft fyrir töfum og auknum kostnaði vegna ástands vega. Þetta gerir það að verkum að rekstrarumhverfi fyrirtækja verður erfiðara og getur dregið úr samkeppnishæfni þeirra. Þar að auki getur skert aðgengi haft áhrif á möguleika á nýsköpun og þróun nýrra atvinnugreina á svæðinu. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sett fram áætlanir um úrbætur á samgöngum á svæðinu hafa framkvæmdir oft verið hægfara og fjárveitingar takmarkaðar. Þetta hefur leitt til aukinnar óánægju meðal heimamanna, sem krefjast tafarlausra aðgerða til að bæta aðgengi og tryggja framtíðarvöxt ferðaþjónustu og atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum. Axlarþungi hefur verið lækkaður á helstu vegum niður í 10 tonn og bundna slitlagið, sem lagt hefur verið á vegina hefur ekki þolað veður og álag. Aðrar samgöngur virka ekki heldur. Flugið sem er lífæð íbúa er í ólestri líka vegagerðin samdi við Norlandair um eitt flug sex daga vikunnar með 19 sæta vél en sú flugvél breyttist í níu sæta vél sem er alls ekki nóg. Tvisvar í viku eru tvö flug en ekki er hægt að ferðast á laugardögum. Breiðafjarðarferjan Baldur fer eina ferð fjóra daga vikunnar en 2x á dag tvo daga í viku en ekki er búist við ferðalögum á laugardögum. Okkar samfélag skilar miklum tekjum í þjóðarbúið. Þó nýr Baldur sé betra skip en það sem var á undan, er ekki hægt að segja að það þjóni öllum kröfum sem nútíma skip þarf að gera. En þetta er staðreyndin fyrir sunnanverða Vestfirði. Núna á næsta ári eða í ágúst 2026 verður sólmyrkvi hér á sunnanverðum Vestfjörðum og besti staðurinn á landinu að sjá þennan merkilega viðburð. Fleiri hundruð þúsunda munu koma til að sjá þetta víðsvegar að úr heiminum vegakerfið mun ekki höndla þann svakalega fjölda af bílum sem munu koma hingað á sunnanverða Vestfirði að ekki sé talað um allar rúturnar sem eiga eftir að koma líka. Við getum ekki og við megum ekki láta þetta sjást. Nóg hefur verið um slys á fólki síðustu ár og nóg af skemmdum bílum. Dynjandisheiði, er sá vegur sem á að tengja norður- og suðurfirðina saman og bjóða betri samgöngur á milli og að íbúar á norðurfjörðunum þurfi ekki að keyra Djúpið, sem er oft mjög erfitt. Ekki er vegaþjónusta um Dynjandisheiði á helgum sem er bagalegt. En suðurfirðirnir mundu vilja hafa þjónustu allt árið, bæði til að sækja verslun og heilbrigðisþjónustu á Ísafjörð. Herra samgönguráðherra, við íbúar sunnanverðra vestfjarða ætlum að bjóða þér á fund fljótlega á Patreksfirði, þar sem þú vonandi kemur og ræðir við íbúa um stöðuna. Forstóri vegagerðarinnar er velkominn með þér, því við eigum skilið að vita hver framtíðin er. Þetta er okkar framtíð sem er undir, og næstu kynslóða. Við vitum að það er skuld í vegakerfinu um allt land og þetta er skuld þarf að borga. Við viljum aðgerðir. Höfundur er í Flokki fólksins og íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun