Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 16:08 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir stöðu mála vonbrigði. Vísir/Arnar Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafi ásamt samninganefnd Eflingarfélaga tilkynnt fulltrúum SFV uppsögnina í dag á fundi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samningnum er sagt upp frá og með 1. maí næstkomandi, en viðræður um endurnýjun geta hafist án tafar. „Umrætt forsenduákvæði gerði ráð fyrir því að fram kæmi tímasett áætlun um hvernig ná skuli gildandi viðmiðum um lágmarksmönnum á hjúkrunarheimilum. Starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra sem í sátu fulltrúar Eflingar, SFV, Sjúkratrygginga Íslands, Heilbrigðisráðuneytisins og fleiri tókst ekki vinna slíka tímasetta áætlun heldur skilaði aðeins af sér minnisblaði þann 18. febrúar síðastliðinn,“ segir í tilkynningunni. Kröfðust úrbóta í mönnun Þá segir að úrbætur í mönnun hafi verið meginkrafa Eflingar í viðræðum við hjúkrunarheimilin fremur en launakröfur. Félagið hafi ekki vikið frá þeirri launastefnu sem mörkuð var í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í apríl 2024. Í tilkynningunni segir að það hafi markað tímamót að takast skyldi að fjalla beint um mönnun með umræddu forsenduákvæði í kjarasamningunum sem voru undirritaðir við SFV þann 2. október 2024. Ljóst sé að forsenduákvæðið hafi ekki verið uppfyllt. Það þýðir að í maí næstkomandi verða 2.300 Eflingarfélagar með lausa kjarasamninga. Þessir 2.300 félagar séu „mestmegnis konur í sögulega vanmetnum kvennastörfum,“ segir í tilkynningunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsti vonbrigðum með stöðu mála. „Mér og samninganefndinni þykir leitt að þessi staða sé komin upp. Við bundum miklar vonir við að hægt yrði að bæta úr þeirri grafalvarlegu stöðu sem ríkir á hjúkrunarheimilunum vegna undirmönnunar. Stöðu sem gerir að verkum að Eflingarfélagar axla gríðarmikla ábyrgð og ganga í reynd í störf sem faglærðir starfsmenn ættu að vinna. Hér er við stör fjölmennur hópur af algjörlega ómissandi starfsfólki. Nú hefjum við kjaraviðræður að nýju og ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Sólveig Anna í tilefni uppsagnarinnar. Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafi ásamt samninganefnd Eflingarfélaga tilkynnt fulltrúum SFV uppsögnina í dag á fundi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Samningnum er sagt upp frá og með 1. maí næstkomandi, en viðræður um endurnýjun geta hafist án tafar. „Umrætt forsenduákvæði gerði ráð fyrir því að fram kæmi tímasett áætlun um hvernig ná skuli gildandi viðmiðum um lágmarksmönnum á hjúkrunarheimilum. Starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra sem í sátu fulltrúar Eflingar, SFV, Sjúkratrygginga Íslands, Heilbrigðisráðuneytisins og fleiri tókst ekki vinna slíka tímasetta áætlun heldur skilaði aðeins af sér minnisblaði þann 18. febrúar síðastliðinn,“ segir í tilkynningunni. Kröfðust úrbóta í mönnun Þá segir að úrbætur í mönnun hafi verið meginkrafa Eflingar í viðræðum við hjúkrunarheimilin fremur en launakröfur. Félagið hafi ekki vikið frá þeirri launastefnu sem mörkuð var í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í apríl 2024. Í tilkynningunni segir að það hafi markað tímamót að takast skyldi að fjalla beint um mönnun með umræddu forsenduákvæði í kjarasamningunum sem voru undirritaðir við SFV þann 2. október 2024. Ljóst sé að forsenduákvæðið hafi ekki verið uppfyllt. Það þýðir að í maí næstkomandi verða 2.300 Eflingarfélagar með lausa kjarasamninga. Þessir 2.300 félagar séu „mestmegnis konur í sögulega vanmetnum kvennastörfum,“ segir í tilkynningunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsti vonbrigðum með stöðu mála. „Mér og samninganefndinni þykir leitt að þessi staða sé komin upp. Við bundum miklar vonir við að hægt yrði að bæta úr þeirri grafalvarlegu stöðu sem ríkir á hjúkrunarheimilunum vegna undirmönnunar. Stöðu sem gerir að verkum að Eflingarfélagar axla gríðarmikla ábyrgð og ganga í reynd í störf sem faglærðir starfsmenn ættu að vinna. Hér er við stör fjölmennur hópur af algjörlega ómissandi starfsfólki. Nú hefjum við kjaraviðræður að nýju og ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Sólveig Anna í tilefni uppsagnarinnar.
Hjúkrunarheimili Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira