Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 09:00 Reykjavík er að verða borg og vextinum fylgja ákveðnir vaxtaverkir. Margt hefur gengið mjög vel við að breyta þessu bæjarsamfélagi yfir í borg, en sumt hefði sannarlega mátt betur fara og við erum auðmjúk gagnvart því og erum sífellt að læra. Ég fagna því að umræða um gæði og fagurfræði í uppbyggingu er komin í tísku. Hingað til hefur umtal um hraða og magn tröllriðið allri umfjöllun um uppbyggingu ásamt því sjónarmiði að hið opinbera eigi ekki að flækjast fyrir frjálsu flæði uppbyggingaraðila. Það hefur verið stemning fyrir ákveðinni ofurtrú á að markaðurinn leysi þetta og viti best. Að það þurfi helst að einfalda byggingarreglugerð, fækka takmörkunum, flýta fyrir. Flokkar til hægri hafa talað hvað mest fyrir þessari nálgun. Þegar ég talaði um þörfina fyrir aukna áherslu á gæði fyrir borgarstjórnarkosningar 2022 þá var áhuginn nánast enginn. Gæði í uppbyggingu er mér hjartans mál. Risastórt smáatriði sem skiptir öllu máli. Ég fer einmitt fyrir vinnu við borgarhönnunarstefnu sem fjallar um gæði byggðar og þurfti á sínum tíma að hafa töluvert fyrir því að fá að hefja þá vinnu vegna efasemdaradda. Vinnan gengur út á að tryggja birtu, lágmarksgæði og að hugað sé að því hvernig byggingin mætir umhverfi sínu sem og sögulegu samhengi byggðarinnar. Sömuleiðis höfum við samþykkt að auka gagnsæi í skipulagsgögnum með þrívíddarteikningum svo áhrif uppbyggingar á nánasta umhverfi liggi fyrir myndrænt og skýrt við ákvarðanatöku. Í nýjum samstarfssáttmála þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni er sett í forgang að tryggja gæði í uppbyggingu og það er virkilega ánægjulegt. Markaðurinn er um margt ágætur en ég hef trú á að eðlilegt sé að setja honum skýran ramma með borgarhönnunarstefnu. Jafnframt er í vinnslu ljósvistarkafli sem á að bæta inn í byggingarreglugerð en það er á forræði ríkisins enda gildir byggingareglugerð allsstaðar. Það er gríðarlega mikilvæg vinna og vonandi klárast hún fljótt og örugglega. Við þurfum öll að vanda okkur og beita þeim leiðum sem okkur eru færar til að tryggja gæði. Ég er sannarlega að gera það og góð leið er þessi heildstæða stefnumótun sem ég er að vinna. Skýr viðmið skapa meiri fyrirsjáanleika fyrir uppbyggingaaðila og ég trúi því að borgarhönnunarstefna geti stutt við skilvirkt og gott samstarf milli uppbyggingaraðila og stjórnvalda. Ég hef einnig gripið ófá verkefnin og snúið þeim til betri vegar í umhverfis- og skipulagsráði. Það er nauðsynlegt að umræðan um gæði hreyfi líka við uppbyggingaraðilum. Ég hef heyrt arkitekta tala um að þeirra metnaður sé stundum takmarkaður af uppbyggingaraðilunum sjálfum sem hafi þá lítinn smekk fyrir slíku og telji þetta vera pjatt. Vonandi verður þessi umræða til þess að allir angar geirans geri betur. Ég held áfram að þjóna íbúum með grænni borgarþróun í þágu öryggis og velferðar fyrir okkur öll, nú í nýju samstarfi. Sem og með metnaði fyrir stóru smáatriðunum sem gera gæfumuninn - í þágu aukinna gæða. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Reykjavík er að verða borg og vextinum fylgja ákveðnir vaxtaverkir. Margt hefur gengið mjög vel við að breyta þessu bæjarsamfélagi yfir í borg, en sumt hefði sannarlega mátt betur fara og við erum auðmjúk gagnvart því og erum sífellt að læra. Ég fagna því að umræða um gæði og fagurfræði í uppbyggingu er komin í tísku. Hingað til hefur umtal um hraða og magn tröllriðið allri umfjöllun um uppbyggingu ásamt því sjónarmiði að hið opinbera eigi ekki að flækjast fyrir frjálsu flæði uppbyggingaraðila. Það hefur verið stemning fyrir ákveðinni ofurtrú á að markaðurinn leysi þetta og viti best. Að það þurfi helst að einfalda byggingarreglugerð, fækka takmörkunum, flýta fyrir. Flokkar til hægri hafa talað hvað mest fyrir þessari nálgun. Þegar ég talaði um þörfina fyrir aukna áherslu á gæði fyrir borgarstjórnarkosningar 2022 þá var áhuginn nánast enginn. Gæði í uppbyggingu er mér hjartans mál. Risastórt smáatriði sem skiptir öllu máli. Ég fer einmitt fyrir vinnu við borgarhönnunarstefnu sem fjallar um gæði byggðar og þurfti á sínum tíma að hafa töluvert fyrir því að fá að hefja þá vinnu vegna efasemdaradda. Vinnan gengur út á að tryggja birtu, lágmarksgæði og að hugað sé að því hvernig byggingin mætir umhverfi sínu sem og sögulegu samhengi byggðarinnar. Sömuleiðis höfum við samþykkt að auka gagnsæi í skipulagsgögnum með þrívíddarteikningum svo áhrif uppbyggingar á nánasta umhverfi liggi fyrir myndrænt og skýrt við ákvarðanatöku. Í nýjum samstarfssáttmála þeirra fimm flokka sem myndað hafa sögulega umbótastjórn í Reykjavík á félagslegum grunni er sett í forgang að tryggja gæði í uppbyggingu og það er virkilega ánægjulegt. Markaðurinn er um margt ágætur en ég hef trú á að eðlilegt sé að setja honum skýran ramma með borgarhönnunarstefnu. Jafnframt er í vinnslu ljósvistarkafli sem á að bæta inn í byggingarreglugerð en það er á forræði ríkisins enda gildir byggingareglugerð allsstaðar. Það er gríðarlega mikilvæg vinna og vonandi klárast hún fljótt og örugglega. Við þurfum öll að vanda okkur og beita þeim leiðum sem okkur eru færar til að tryggja gæði. Ég er sannarlega að gera það og góð leið er þessi heildstæða stefnumótun sem ég er að vinna. Skýr viðmið skapa meiri fyrirsjáanleika fyrir uppbyggingaaðila og ég trúi því að borgarhönnunarstefna geti stutt við skilvirkt og gott samstarf milli uppbyggingaraðila og stjórnvalda. Ég hef einnig gripið ófá verkefnin og snúið þeim til betri vegar í umhverfis- og skipulagsráði. Það er nauðsynlegt að umræðan um gæði hreyfi líka við uppbyggingaraðilum. Ég hef heyrt arkitekta tala um að þeirra metnaður sé stundum takmarkaður af uppbyggingaraðilunum sjálfum sem hafi þá lítinn smekk fyrir slíku og telji þetta vera pjatt. Vonandi verður þessi umræða til þess að allir angar geirans geri betur. Ég held áfram að þjóna íbúum með grænni borgarþróun í þágu öryggis og velferðar fyrir okkur öll, nú í nýju samstarfi. Sem og með metnaði fyrir stóru smáatriðunum sem gera gæfumuninn - í þágu aukinna gæða. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun