Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2025 11:15 Caro-Quintero er sagður hafa staðið að ráninu á Enrique "Kiki" Camarena, sem var pyntaður og myrtur árið 1985. FBI Yfirvöld í Mexíkó framseldu í gær 29 morðingja og háttsetta leiðtoga fíkniefnagengja til Bandaríkjanna. Einn þeirra hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár. Stjórnvöld í Mexíkó hafa sætt miklum þrýstingi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók embætti í janúar og meðal annars verið hótað með háum tollum. Trump vill sjá Mexíkóa gera meira til að stemma stigu við flæði eiturlyfja yfir landamærin. Svo virðist sem aðferðir Trump séu að bera árangur en samkvæmt New York Times eru aðgerðirnar í gær einar veigamestu aðgerðir sem yfirvöld í Mexíkó hafa ráðist í frá því að stríðið gegn fíkniefnum hófst. Meðal þeirra sem flogið var með til Bandaríkjanna í gær var Rafael Caro-Quintero, einn stofnenda Sinaloa-fíkniefnagengisins, sem var dæmdur í Mexíkó fyrir að leggja á ráðin um morðið á Enrique Camarena árið 1985. Þegar Camarena var myrtur hafði hann nýlega átt aðkomu að umfangsmiklum aðgerðum gegn milljarð dala marjúanaræktun í Mexíkó.Getty/Kypros Camarena starfaði fyrir Drug Enforcement Administration (DEA) og Caro-Quintero hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár. Það vakti miklar reiði vestanhafs þegar Caro-Quintero var sleppt í Mexíkó árið 2013 en hann var handtekinn á ný árið 2022. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í gær að Trump hefði verið mjög skýr í þeirri afstöðu sinni að fíkniefnagengin væru hryðjuverkahópar og að ráðuneytið væri staðráðið í því að vinna á þeim. Aðrir sem voru fluttir til Bandaríkjanna voru til að mynda bræðurnir Miguel Angel Treviño og Omar Treviño, stofnendur Zetas-gengisins, og José Ángel Canobbio Inzunza, hægri hönd Iván Archivaldo Guzmán Salazar, sonar Joaquín Guzmán Loera. Síðarnefndi er betur þekktur undir viðurnefninu El Chapo. Bandaríkin Mexíkó Fíkniefnabrot Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Stjórnvöld í Mexíkó hafa sætt miklum þrýstingi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók embætti í janúar og meðal annars verið hótað með háum tollum. Trump vill sjá Mexíkóa gera meira til að stemma stigu við flæði eiturlyfja yfir landamærin. Svo virðist sem aðferðir Trump séu að bera árangur en samkvæmt New York Times eru aðgerðirnar í gær einar veigamestu aðgerðir sem yfirvöld í Mexíkó hafa ráðist í frá því að stríðið gegn fíkniefnum hófst. Meðal þeirra sem flogið var með til Bandaríkjanna í gær var Rafael Caro-Quintero, einn stofnenda Sinaloa-fíkniefnagengisins, sem var dæmdur í Mexíkó fyrir að leggja á ráðin um morðið á Enrique Camarena árið 1985. Þegar Camarena var myrtur hafði hann nýlega átt aðkomu að umfangsmiklum aðgerðum gegn milljarð dala marjúanaræktun í Mexíkó.Getty/Kypros Camarena starfaði fyrir Drug Enforcement Administration (DEA) og Caro-Quintero hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár. Það vakti miklar reiði vestanhafs þegar Caro-Quintero var sleppt í Mexíkó árið 2013 en hann var handtekinn á ný árið 2022. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í gær að Trump hefði verið mjög skýr í þeirri afstöðu sinni að fíkniefnagengin væru hryðjuverkahópar og að ráðuneytið væri staðráðið í því að vinna á þeim. Aðrir sem voru fluttir til Bandaríkjanna voru til að mynda bræðurnir Miguel Angel Treviño og Omar Treviño, stofnendur Zetas-gengisins, og José Ángel Canobbio Inzunza, hægri hönd Iván Archivaldo Guzmán Salazar, sonar Joaquín Guzmán Loera. Síðarnefndi er betur þekktur undir viðurnefninu El Chapo.
Bandaríkin Mexíkó Fíkniefnabrot Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira