Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir og Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifa 1. mars 2025 08:02 Góðir kennarar skilja eftir sig spor – ekki bara í námsbókum heldur í því hvernig þau hvetja nemendur sína til að hugsa, eflast og þroskast. Þannig reyndist Silja Bára Ómarsdóttir okkur einmitt. Hún kenndi okkur ekki bara efnið heldur hvernig á að nálgast stjórnmálafræði af metnaði og gagnrýni. Fyrir okkur – og svo marga aðra nemendur í stjórnmálafræði – var hún fyrirmynd sem sýndi að það er hægt að láta rödd sína heyrast í fræðasamfélaginu. Við höfum báðar verið í doktorsnámi síðustu ár og sinnt kennslu í stjórnmálafræði. Með þeirri reynslu höfum við skilið enn betur hversu mikilvægt er að hafa leiðtoga sem stendur með akademísku samfélagi og hlustar á þau sem þar starfa. Silja Bára hefur lengi talað fyrir því að kennarar og fræðafólk fái betra starfsumhverfi, að háskólinn fái alvöru fjárframlög til að standa undir hlutverki sínu og að álag í kennslu og rannsóknum sé viðráðanlegt og sjálfbært. Hún veit hversu mikilvægt er að skapa umhverfi þar sem bæði nemendur og kennarar geta vaxið og notið sín. Hún hefur líka alltaf talað fyrir því að háskólasamfélagið þurfi að vera aðgengilegt og fjölbreytt. Þekkingin sem við byggjum upp innan HÍ á ekki að vera lokuð inni í akademískum turni – hún á að nýtast samfélaginu. Silja Bára hefur sjálf verið einstaklega öflug í að koma fram í fjölmiðlum og miðla akademískri þekkingu sinni á fræðandi og skemmtilegan hátt. Hún hefur þannig sýnt að fræðasamfélagið á ekki að vera einangrað heldur lifandi hluti af þjóðfélagsumræðunni. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur skýra sýn á framtíðina, en um leið einhvern sem þekkir vel til grasrótarinnar – hvernig er raunverulega að vera nemandi, kennari eða rannsakandi innan háskólans. Það gerir Silja Bára. Hún veit hvað þarf til að byggja upp sterkara og réttlátara háskólasamfélag, og þess vegna styðjum við hana af heilum hug. Höfundar eru doktorsnemar við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Góðir kennarar skilja eftir sig spor – ekki bara í námsbókum heldur í því hvernig þau hvetja nemendur sína til að hugsa, eflast og þroskast. Þannig reyndist Silja Bára Ómarsdóttir okkur einmitt. Hún kenndi okkur ekki bara efnið heldur hvernig á að nálgast stjórnmálafræði af metnaði og gagnrýni. Fyrir okkur – og svo marga aðra nemendur í stjórnmálafræði – var hún fyrirmynd sem sýndi að það er hægt að láta rödd sína heyrast í fræðasamfélaginu. Við höfum báðar verið í doktorsnámi síðustu ár og sinnt kennslu í stjórnmálafræði. Með þeirri reynslu höfum við skilið enn betur hversu mikilvægt er að hafa leiðtoga sem stendur með akademísku samfélagi og hlustar á þau sem þar starfa. Silja Bára hefur lengi talað fyrir því að kennarar og fræðafólk fái betra starfsumhverfi, að háskólinn fái alvöru fjárframlög til að standa undir hlutverki sínu og að álag í kennslu og rannsóknum sé viðráðanlegt og sjálfbært. Hún veit hversu mikilvægt er að skapa umhverfi þar sem bæði nemendur og kennarar geta vaxið og notið sín. Hún hefur líka alltaf talað fyrir því að háskólasamfélagið þurfi að vera aðgengilegt og fjölbreytt. Þekkingin sem við byggjum upp innan HÍ á ekki að vera lokuð inni í akademískum turni – hún á að nýtast samfélaginu. Silja Bára hefur sjálf verið einstaklega öflug í að koma fram í fjölmiðlum og miðla akademískri þekkingu sinni á fræðandi og skemmtilegan hátt. Hún hefur þannig sýnt að fræðasamfélagið á ekki að vera einangrað heldur lifandi hluti af þjóðfélagsumræðunni. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur skýra sýn á framtíðina, en um leið einhvern sem þekkir vel til grasrótarinnar – hvernig er raunverulega að vera nemandi, kennari eða rannsakandi innan háskólans. Það gerir Silja Bára. Hún veit hvað þarf til að byggja upp sterkara og réttlátara háskólasamfélag, og þess vegna styðjum við hana af heilum hug. Höfundar eru doktorsnemar við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun