Erlent

Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Selenskí fór frá Hvíta húsinu á sjöunda tímanum í kvöld.
Selenskí fór frá Hvíta húsinu á sjöunda tímanum í kvöld. AP/Evan Vucci

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld.

Hann þakkar Bandaríkjunum fyrir stuðning þeirra og fyrir móttökurnar. Hann þakkar einnig forsetanum, þinginu og bandarísku þjóðinni.

Leiðtogarnir funduðu í Hvíta húsinu í dag og við lá að upp úr syði. Blaðamannafundi sem halda átti eftir fundinn hefur verið aflýst. Trump sagði án frekari skýringa að vopnahlé í Úkraínu væri í sjónmáli, en að Evrópa yrði að leggja meira af mörkum til að styðja Úkraínu.

Hann sagði einnig í færslu á samfélagsmiðlum í kjölfar fundarins að Selenskí væri ekki búinn undir frið.

Í yfirlýsingu sinni þakkar Selenskí fyrir sig fjórum sinnum.

„Takk fyrir Bandaríkin, takk fyrir stuðninginn, takk fyrir þessa heimsókn. Ég þakka Bandaríkjaforseta, Bandaríkjaþingi og bandarísku þjóðinni. Úkraína þarf á réttlátum og varanlegum friði að halda og það er akkúrat það sem við erum að vinna að,“ segir Selenskí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×