Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir og Sævar Freyr Þráinsson skrifa 1. mars 2025 11:31 Carbfix hefur í nokkur ár verið að vinna að Coda Terminal í Hafnarfirði og framkvæmt ítarlegt umhverfismat sem sérfræðingar óháðra stofnana hafa farið yfir. Álit Skipulagsstofnunar er að umhverfismatið uppfylli skilyrði laganna og stofnunin leggst ekki gegn framkvæmdinni. Í áliti sínu setur Skipulagsstofnun fram skilyrði sem eru þau sömu og Carbfix hafði þegar lagt til ásamt góðum ábendingum sem Carbfix tekur undir. Það er ekki sjálfgefið að niðurstaða umhverfismats sé eins jákvæð og hér um ræðir og þekkt að Skipulagsstofnun leggist gegn áformum. Það er einmitt merki um vönduð vinnubrögð að greina áhætturnar mjög vandlega, eins og Carbfix hefur gert í umhverfismati, og útlista hvernig á að bregðast við ólíkum aðstæðum skapist áhætta og þar með standa betur að rekstrinum en ella. Þetta eru lögbundnir starfshættir og reglur, sem eiga við um allan rekstur, sem tryggja öryggi eins og best verður á kosið. Óvissa Það að greina óvissu í verkefni sem er í mótun er ekki merki um að því sé ábótavant heldur akkúrat öfugt, að verið sé að skoða það í þaula. Að gera sér vel grein fyrir því sem þarf að kanna betur og leggja fram áætlun um að eyða óvissu er einmitt það sem á að gerast í umhverfismati og í uppbyggingu verkefna almennt. Orkuveitan, Carbfix og önnur dótturfélög taka þessa ábyrgð mjög alvarlega og vilja eyða tortryggni sem sett er fram um starfshættina. Væri áhættan meiri en hægt væri að eyða henni með rannsóknum, væri verkefnið aðlagað þar til áhættan væri sem allra minnst. Þess vegna er ráðgert að byggja upp starfsemina á hverjum stað í áföngum, læra af hverjum og einum áfanga og ekki halda áfram með sömu starfshætti ef það hefur neikvæð áhrif á umhverfi. Með því er óvissu eytt jafnt og þétt. Það að telja hversu oft orðið „óvissa“ kemur fram í áliti Skipulagsstofnunarán þess að skoða samhengi er minna en hálf saga sögð. Þegar talað er um óvissu í álitinu er farið yfir hvernig henni verður eytt með frekari gagnaöflun og rannsóknum til að skapa öruggt og áreiðanlegt verkefni. Í framkvæmdum Hafnarfjarðarbæjar tengdum íþróttahúsi Hauka árið 2022 kom orðið „neikvætt“ t.a.m. fyrir 21. sinni í margfalt umfangsminna áliti Skipulagsstofnunar, hefði ekki átt að byggja upp svæðið? Slíkur mælikvarði er gagnslaus ef ekki er litið til samhengis niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Samfélagið Í upphaflegum áætlunum sem voru lagðar fram í matsáætlun (sem er undanfari umhverfismats) var ráðgert að hafa verkefnið í heild nær Straumsvík. Þá bárust ábendingar frá náttúruverndarsamtökum um að það myndi raska of miklu hrauni og átti það stóran þátt í að færa verkefnið inn á iðnaðarsvæðið. Þar var hlustað á samfélagið og hagsmunasamtök. Það var síðan birt ný útgáfa í umhverfismatsskýrslu þar sem nýtt svæði er teiknað upp sem hefur fengið nokkurn mótbyr. Þá eru næstu skref að skoða það og athuga hvort aðlögun sé möguleg og jafnframt hvort eigi að horfa til hægari uppbyggingar. Það er ekki nýtt að þurfa breyta áætlunum og breyta um stefnu til að ná árangri og fyrir Carbfix er það hluti af kjarna fyrirtækisins að aðlagast. Nýsköpun og rannsóknir haldast í hendur og niðurstöður úr einum fasa vísa veginn í þeim næsta. Niðurstaða Coda Terminal verkefnið í Straumsvík hefur farið gegnum alla rétta ferla og fengið metfjölda umsagna í umhverfismati. Gerðar hafa verið breytingar í samræmi við faglegar ábendingar. Farnar hafa verið vettvangsferðir á mögulegt uppbyggingarsvæði með fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins, Umhverfis- og orkustofnunar og mörgum fleirum til að kynna útlit og aðstæður. Skipulagsstofnun hefur lagt til vöktunaratriði sem á að fylgjast með sem Carbfix tekur undir. Þetta eru staðreyndir málsins þegar kemur að öryggi og umgjörð. Það verður að treysta á þær stofnanir sem best henta til að meta gæði og öryggi. Staðreyndir málsins eru líka að nokkrum hluta íbúa í nágrenni iðnaðarsvæðisins í Hafnarfirði hugnast ekki verkefnið vegna ýmissa ástæðna og því er verkefnið enn í mótun. Höfundar eru forstjóri Orkuveitunnar og framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Coda Terminal Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Carbfix hefur í nokkur ár verið að vinna að Coda Terminal í Hafnarfirði og framkvæmt ítarlegt umhverfismat sem sérfræðingar óháðra stofnana hafa farið yfir. Álit Skipulagsstofnunar er að umhverfismatið uppfylli skilyrði laganna og stofnunin leggst ekki gegn framkvæmdinni. Í áliti sínu setur Skipulagsstofnun fram skilyrði sem eru þau sömu og Carbfix hafði þegar lagt til ásamt góðum ábendingum sem Carbfix tekur undir. Það er ekki sjálfgefið að niðurstaða umhverfismats sé eins jákvæð og hér um ræðir og þekkt að Skipulagsstofnun leggist gegn áformum. Það er einmitt merki um vönduð vinnubrögð að greina áhætturnar mjög vandlega, eins og Carbfix hefur gert í umhverfismati, og útlista hvernig á að bregðast við ólíkum aðstæðum skapist áhætta og þar með standa betur að rekstrinum en ella. Þetta eru lögbundnir starfshættir og reglur, sem eiga við um allan rekstur, sem tryggja öryggi eins og best verður á kosið. Óvissa Það að greina óvissu í verkefni sem er í mótun er ekki merki um að því sé ábótavant heldur akkúrat öfugt, að verið sé að skoða það í þaula. Að gera sér vel grein fyrir því sem þarf að kanna betur og leggja fram áætlun um að eyða óvissu er einmitt það sem á að gerast í umhverfismati og í uppbyggingu verkefna almennt. Orkuveitan, Carbfix og önnur dótturfélög taka þessa ábyrgð mjög alvarlega og vilja eyða tortryggni sem sett er fram um starfshættina. Væri áhættan meiri en hægt væri að eyða henni með rannsóknum, væri verkefnið aðlagað þar til áhættan væri sem allra minnst. Þess vegna er ráðgert að byggja upp starfsemina á hverjum stað í áföngum, læra af hverjum og einum áfanga og ekki halda áfram með sömu starfshætti ef það hefur neikvæð áhrif á umhverfi. Með því er óvissu eytt jafnt og þétt. Það að telja hversu oft orðið „óvissa“ kemur fram í áliti Skipulagsstofnunarán þess að skoða samhengi er minna en hálf saga sögð. Þegar talað er um óvissu í álitinu er farið yfir hvernig henni verður eytt með frekari gagnaöflun og rannsóknum til að skapa öruggt og áreiðanlegt verkefni. Í framkvæmdum Hafnarfjarðarbæjar tengdum íþróttahúsi Hauka árið 2022 kom orðið „neikvætt“ t.a.m. fyrir 21. sinni í margfalt umfangsminna áliti Skipulagsstofnunar, hefði ekki átt að byggja upp svæðið? Slíkur mælikvarði er gagnslaus ef ekki er litið til samhengis niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Samfélagið Í upphaflegum áætlunum sem voru lagðar fram í matsáætlun (sem er undanfari umhverfismats) var ráðgert að hafa verkefnið í heild nær Straumsvík. Þá bárust ábendingar frá náttúruverndarsamtökum um að það myndi raska of miklu hrauni og átti það stóran þátt í að færa verkefnið inn á iðnaðarsvæðið. Þar var hlustað á samfélagið og hagsmunasamtök. Það var síðan birt ný útgáfa í umhverfismatsskýrslu þar sem nýtt svæði er teiknað upp sem hefur fengið nokkurn mótbyr. Þá eru næstu skref að skoða það og athuga hvort aðlögun sé möguleg og jafnframt hvort eigi að horfa til hægari uppbyggingar. Það er ekki nýtt að þurfa breyta áætlunum og breyta um stefnu til að ná árangri og fyrir Carbfix er það hluti af kjarna fyrirtækisins að aðlagast. Nýsköpun og rannsóknir haldast í hendur og niðurstöður úr einum fasa vísa veginn í þeim næsta. Niðurstaða Coda Terminal verkefnið í Straumsvík hefur farið gegnum alla rétta ferla og fengið metfjölda umsagna í umhverfismati. Gerðar hafa verið breytingar í samræmi við faglegar ábendingar. Farnar hafa verið vettvangsferðir á mögulegt uppbyggingarsvæði með fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins, Umhverfis- og orkustofnunar og mörgum fleirum til að kynna útlit og aðstæður. Skipulagsstofnun hefur lagt til vöktunaratriði sem á að fylgjast með sem Carbfix tekur undir. Þetta eru staðreyndir málsins þegar kemur að öryggi og umgjörð. Það verður að treysta á þær stofnanir sem best henta til að meta gæði og öryggi. Staðreyndir málsins eru líka að nokkrum hluta íbúa í nágrenni iðnaðarsvæðisins í Hafnarfirði hugnast ekki verkefnið vegna ýmissa ástæðna og því er verkefnið enn í mótun. Höfundar eru forstjóri Orkuveitunnar og framkvæmdastýra Carbfix.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun