Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 08:31 Benoný Breki Andrésson fagnar öðru tveggja marka sinna gegn Blackpool um helgina. Getty/Ben Roberts Stjóri Stockport County var í skýjunum með unga Íslendinginn sinn um helgina. Benoný Breki Andrésson skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Blackpool og var hylltur með víkingaklappi. Benoný gekk í raðir Stockport County í vetur eftir að hafa slegið markametið í efstu deild á Íslandi, með því að skora 21 mark fyrir KR í 26 leikjum. Hann var einnig valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Benoný hefur þurft að bíða eftir tækifærum hjá Stockport en fékk að spila seinni hálfleikinn gegn Blackpool á laugardaginn, í ensku C-deildinni, þegar Stockport var 1-0 undir. Hann hafði verið 85 sekúndur inni á vellinum þegar hann jafnaði metin og hann skoraði svo sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. Dave Challinor, stjóri Stockport, mun eflaust gefa Benoný fleiri tækifæri eftir þetta en Benoný hafði aðeins komið við sögu í einum leik fram að sigrinum í gær og spilaði þá rúmar 20 mínútur. Víkingaklapp eftir leik „Hann er kannski sá besti hérna í að klára færin, af öllum í félaginu. Það er stór fullyrðing enda hefur hann bara verið hjá okkur í örfáa mánuði. En hann er náttúrulegur [markaskorari] og klárar færin með hægri, vinstri og höfðinu. Við vitum að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Challinor í viðtali við BBC. Hann segir alltaf vissa áhættu fylgja því að ákveða hvenær eigi að láta ungan leikmann eins og Benoný fá tækifæri. „Þarna fannst mér gott tækifæri. Engu að tapa og hann gat bara sýnt okkur hvað hann hefur fram að færa. Hann gerði sitt stórkostlega. Góð kynning á honum hérna,“ sagði Challinor en stuðningsmenn Stockport tóku víkingaklappið eftir leik. Welcome to Edgeley Park, Beno 🇮🇸#StockportCounty pic.twitter.com/PryfxHiBIX— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Mun ekki ætlast til of mikils af Benoný Stjórinn fór hins vegar varlega í yfirlýsingarnar og vildi greinilega ekki setja of mikla pressu á Benoný nú þegar væntingar stuðningsmanna hafa eflaust rokið upp. „Við gerum ekkert of miklar væntingar til hans þrátt fyrir þetta. Við höfum haft hann í kringum okkur því við teljum að hann haft áhrif í leikjum, og vonandi verður það raunin, en ég er ekki að fara að ætlast til of mikils. Þetta er ungur strákur, 19 ára í nýju landi og að aðlagast virkilega krefjandi deild. En hann er markaskorari og markaskorarar finna sér oftar en ekki færi, sama í hvaða deild það er. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig og hafa sömu áhrif og í þessum leik,“ sagði Challinor. Sigurinn var dýrmætur fyrir Stockport sem er í 4. sæti C-deildarinnar með 60 stig og enn í baráttu um að komast beint upp í B-deildina, fjórum stigum á eftir Wycombe Wanderers. Wrexham er svo með 62 stig í 3. sæti. Tvö lið fara beint upp en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið í B-deildinni. Birmingham City, með Willum Willumsson og Alfons Sampsted innanborðs, er langefst í deildinni með 76 stig. Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Benoný gekk í raðir Stockport County í vetur eftir að hafa slegið markametið í efstu deild á Íslandi, með því að skora 21 mark fyrir KR í 26 leikjum. Hann var einnig valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Benoný hefur þurft að bíða eftir tækifærum hjá Stockport en fékk að spila seinni hálfleikinn gegn Blackpool á laugardaginn, í ensku C-deildinni, þegar Stockport var 1-0 undir. Hann hafði verið 85 sekúndur inni á vellinum þegar hann jafnaði metin og hann skoraði svo sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. Dave Challinor, stjóri Stockport, mun eflaust gefa Benoný fleiri tækifæri eftir þetta en Benoný hafði aðeins komið við sögu í einum leik fram að sigrinum í gær og spilaði þá rúmar 20 mínútur. Víkingaklapp eftir leik „Hann er kannski sá besti hérna í að klára færin, af öllum í félaginu. Það er stór fullyrðing enda hefur hann bara verið hjá okkur í örfáa mánuði. En hann er náttúrulegur [markaskorari] og klárar færin með hægri, vinstri og höfðinu. Við vitum að hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur,“ sagði Challinor í viðtali við BBC. Hann segir alltaf vissa áhættu fylgja því að ákveða hvenær eigi að láta ungan leikmann eins og Benoný fá tækifæri. „Þarna fannst mér gott tækifæri. Engu að tapa og hann gat bara sýnt okkur hvað hann hefur fram að færa. Hann gerði sitt stórkostlega. Góð kynning á honum hérna,“ sagði Challinor en stuðningsmenn Stockport tóku víkingaklappið eftir leik. Welcome to Edgeley Park, Beno 🇮🇸#StockportCounty pic.twitter.com/PryfxHiBIX— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Mun ekki ætlast til of mikils af Benoný Stjórinn fór hins vegar varlega í yfirlýsingarnar og vildi greinilega ekki setja of mikla pressu á Benoný nú þegar væntingar stuðningsmanna hafa eflaust rokið upp. „Við gerum ekkert of miklar væntingar til hans þrátt fyrir þetta. Við höfum haft hann í kringum okkur því við teljum að hann haft áhrif í leikjum, og vonandi verður það raunin, en ég er ekki að fara að ætlast til of mikils. Þetta er ungur strákur, 19 ára í nýju landi og að aðlagast virkilega krefjandi deild. En hann er markaskorari og markaskorarar finna sér oftar en ekki færi, sama í hvaða deild það er. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig og hafa sömu áhrif og í þessum leik,“ sagði Challinor. Sigurinn var dýrmætur fyrir Stockport sem er í 4. sæti C-deildarinnar með 60 stig og enn í baráttu um að komast beint upp í B-deildina, fjórum stigum á eftir Wycombe Wanderers. Wrexham er svo með 62 stig í 3. sæti. Tvö lið fara beint upp en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið í B-deildinni. Birmingham City, með Willum Willumsson og Alfons Sampsted innanborðs, er langefst í deildinni með 76 stig.
Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira