Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar 3. mars 2025 10:30 Til þess að efla vísinda- og fræðastarf á Íslandi þarf bæði sterka sýn á samvinnu og samtakamátt auk áræðni til þess að ryðja hindrunum úr vegi til að starfið fái að blómstra. Það er þess vegna sem ég tel að Magnús Karl Magnússon verði frábær rektor Háskóla Íslands. Ötul vinna hans undanfarna áratugi ber þess mjög augljósan vott. Ekki aðeins vegna þess að hann hefur verið einstakur talsmaður vísinda á opinberum vettvangi, heldur líka vegna þess hversu skýra sýn hann hefur haft á það hvernig samstarf skapar nýja möguleika og grósku í vísindum. Eitt af því sem ber þessari sýn Magnúsar merki er stofnun Lífvísindaseturs fyrir fjórtán árum síðan. Magnús var einn af forgangsmönnum stofnunar setursins, sem raungerðist árið 2011 og endurspeglar frumkvöðlahugsun og sterka sýn á það hvernig vísindin eflast með samvinnu og samtakamætti. Þegar ég flutti til Íslands fyrir um 13 árum síðan var langt frá því augljóst að ég veldi að snúa aftur frekar en að byggja minn vísindaferil upp í Evrópu. Ég hafði í raun gert ráð fyrir að vera alfarið flutt frá Íslandi þegar ég hóf doktorsnám í Bandaríkjunum árið 2001 og fór til Bretlands að vinna eftir það. Það var svo árið 2012 að ég var að huga að næstu skrefum að ég fór að leita fyrir mér á Íslandi. Það sem gerði útslagið um að það væri ekki einungis raunhæfur heldur einnig spennandi kostur að snúa til baka var tilvist Lífvísindaseturs. Í mínum huga kristallaðist í setrinu framsýni og skýr sýn á uppbyggingu og samvinnu við rannsóknir í lífvísindum á Íslandi. Á sama tíma grundvallast setrið jafningjahugsjón, þar sem það var augljóst að öll þau sem vildu leggja hönd á plóginn í uppbyggingu væru velkomin í hópinn og framlag hvers og eins mikils metið. Sú sýn hefur gefið gjöfullega af sér, þar sem setrið hefur síeflst sem samstarfsvettvangur lífvísindafólks við allar stofnanir á Íslandi, og dregið að sér öflugt starfsfólk, innviði og unga vísindamenn sem halda starfinu á lofti. Ég tók líka strax eftir því við komuna til Íslands að Magnús var einn ötullasti talsmaður vísinda í opinberri umræðu og hefur hann þar verið ein af mínum helstu fyrirmyndum og samherjum frá því að við kynntumst. Við Magnús deilum nefnilega óbilandi áhuga á að vilja veg vísinda og menntunar sem mestan á Íslandi. Þess vegna var svo dýrmætt að geta leitað til hans strax fyrstu árin mín hér þegar ég var að átta mig á stöðu mála. Magnús er alltaf til í að ræða um málefni menntunar og vísinda og háskóla á gagnrýnin hátt og hefur sjálfur hvatt opinbera umræðu um þau málefni áfram. Mér finnst það lýsandi fyrir Magnús að sú opinbera umræða sem hann hefur staðið fyrir hefur verið með víða skírskotun, frekar en að einskorðast við hans persónulega sérsvið. Alls staðar þar sem hann kemur að lyftir hann umræðunni upp á hærra plan þar sem ávinningur okkar allra, sama hvaða fræði við stundum, er markmiðið. Af frambjóðendum til rektors finnst mér Magnús skara fram úr hvað varðar opinbera umræðu um háskólamál, því hann hefur leitt hana í tvo áratugi. Ég hef trú á því að sem rektor muni hann halda áfram að tala máli vísinda við almenning og þannig nýta þann opinbera vettvang sem rektor hefur til að hefja veg skólans og þeirra vísinda og kennslu sem hér eru stunduð til virðingar. Það voru því gleðifréttir að heyra að hann byði fram krafta sína til að gegna rektorsembætti næstu árin og ég styð framboð hans heilshugar. Höfundur er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Til þess að efla vísinda- og fræðastarf á Íslandi þarf bæði sterka sýn á samvinnu og samtakamátt auk áræðni til þess að ryðja hindrunum úr vegi til að starfið fái að blómstra. Það er þess vegna sem ég tel að Magnús Karl Magnússon verði frábær rektor Háskóla Íslands. Ötul vinna hans undanfarna áratugi ber þess mjög augljósan vott. Ekki aðeins vegna þess að hann hefur verið einstakur talsmaður vísinda á opinberum vettvangi, heldur líka vegna þess hversu skýra sýn hann hefur haft á það hvernig samstarf skapar nýja möguleika og grósku í vísindum. Eitt af því sem ber þessari sýn Magnúsar merki er stofnun Lífvísindaseturs fyrir fjórtán árum síðan. Magnús var einn af forgangsmönnum stofnunar setursins, sem raungerðist árið 2011 og endurspeglar frumkvöðlahugsun og sterka sýn á það hvernig vísindin eflast með samvinnu og samtakamætti. Þegar ég flutti til Íslands fyrir um 13 árum síðan var langt frá því augljóst að ég veldi að snúa aftur frekar en að byggja minn vísindaferil upp í Evrópu. Ég hafði í raun gert ráð fyrir að vera alfarið flutt frá Íslandi þegar ég hóf doktorsnám í Bandaríkjunum árið 2001 og fór til Bretlands að vinna eftir það. Það var svo árið 2012 að ég var að huga að næstu skrefum að ég fór að leita fyrir mér á Íslandi. Það sem gerði útslagið um að það væri ekki einungis raunhæfur heldur einnig spennandi kostur að snúa til baka var tilvist Lífvísindaseturs. Í mínum huga kristallaðist í setrinu framsýni og skýr sýn á uppbyggingu og samvinnu við rannsóknir í lífvísindum á Íslandi. Á sama tíma grundvallast setrið jafningjahugsjón, þar sem það var augljóst að öll þau sem vildu leggja hönd á plóginn í uppbyggingu væru velkomin í hópinn og framlag hvers og eins mikils metið. Sú sýn hefur gefið gjöfullega af sér, þar sem setrið hefur síeflst sem samstarfsvettvangur lífvísindafólks við allar stofnanir á Íslandi, og dregið að sér öflugt starfsfólk, innviði og unga vísindamenn sem halda starfinu á lofti. Ég tók líka strax eftir því við komuna til Íslands að Magnús var einn ötullasti talsmaður vísinda í opinberri umræðu og hefur hann þar verið ein af mínum helstu fyrirmyndum og samherjum frá því að við kynntumst. Við Magnús deilum nefnilega óbilandi áhuga á að vilja veg vísinda og menntunar sem mestan á Íslandi. Þess vegna var svo dýrmætt að geta leitað til hans strax fyrstu árin mín hér þegar ég var að átta mig á stöðu mála. Magnús er alltaf til í að ræða um málefni menntunar og vísinda og háskóla á gagnrýnin hátt og hefur sjálfur hvatt opinbera umræðu um þau málefni áfram. Mér finnst það lýsandi fyrir Magnús að sú opinbera umræða sem hann hefur staðið fyrir hefur verið með víða skírskotun, frekar en að einskorðast við hans persónulega sérsvið. Alls staðar þar sem hann kemur að lyftir hann umræðunni upp á hærra plan þar sem ávinningur okkar allra, sama hvaða fræði við stundum, er markmiðið. Af frambjóðendum til rektors finnst mér Magnús skara fram úr hvað varðar opinbera umræðu um háskólamál, því hann hefur leitt hana í tvo áratugi. Ég hef trú á því að sem rektor muni hann halda áfram að tala máli vísinda við almenning og þannig nýta þann opinbera vettvang sem rektor hefur til að hefja veg skólans og þeirra vísinda og kennslu sem hér eru stunduð til virðingar. Það voru því gleðifréttir að heyra að hann byði fram krafta sína til að gegna rektorsembætti næstu árin og ég styð framboð hans heilshugar. Höfundur er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun