Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar 3. mars 2025 10:30 Til þess að efla vísinda- og fræðastarf á Íslandi þarf bæði sterka sýn á samvinnu og samtakamátt auk áræðni til þess að ryðja hindrunum úr vegi til að starfið fái að blómstra. Það er þess vegna sem ég tel að Magnús Karl Magnússon verði frábær rektor Háskóla Íslands. Ötul vinna hans undanfarna áratugi ber þess mjög augljósan vott. Ekki aðeins vegna þess að hann hefur verið einstakur talsmaður vísinda á opinberum vettvangi, heldur líka vegna þess hversu skýra sýn hann hefur haft á það hvernig samstarf skapar nýja möguleika og grósku í vísindum. Eitt af því sem ber þessari sýn Magnúsar merki er stofnun Lífvísindaseturs fyrir fjórtán árum síðan. Magnús var einn af forgangsmönnum stofnunar setursins, sem raungerðist árið 2011 og endurspeglar frumkvöðlahugsun og sterka sýn á það hvernig vísindin eflast með samvinnu og samtakamætti. Þegar ég flutti til Íslands fyrir um 13 árum síðan var langt frá því augljóst að ég veldi að snúa aftur frekar en að byggja minn vísindaferil upp í Evrópu. Ég hafði í raun gert ráð fyrir að vera alfarið flutt frá Íslandi þegar ég hóf doktorsnám í Bandaríkjunum árið 2001 og fór til Bretlands að vinna eftir það. Það var svo árið 2012 að ég var að huga að næstu skrefum að ég fór að leita fyrir mér á Íslandi. Það sem gerði útslagið um að það væri ekki einungis raunhæfur heldur einnig spennandi kostur að snúa til baka var tilvist Lífvísindaseturs. Í mínum huga kristallaðist í setrinu framsýni og skýr sýn á uppbyggingu og samvinnu við rannsóknir í lífvísindum á Íslandi. Á sama tíma grundvallast setrið jafningjahugsjón, þar sem það var augljóst að öll þau sem vildu leggja hönd á plóginn í uppbyggingu væru velkomin í hópinn og framlag hvers og eins mikils metið. Sú sýn hefur gefið gjöfullega af sér, þar sem setrið hefur síeflst sem samstarfsvettvangur lífvísindafólks við allar stofnanir á Íslandi, og dregið að sér öflugt starfsfólk, innviði og unga vísindamenn sem halda starfinu á lofti. Ég tók líka strax eftir því við komuna til Íslands að Magnús var einn ötullasti talsmaður vísinda í opinberri umræðu og hefur hann þar verið ein af mínum helstu fyrirmyndum og samherjum frá því að við kynntumst. Við Magnús deilum nefnilega óbilandi áhuga á að vilja veg vísinda og menntunar sem mestan á Íslandi. Þess vegna var svo dýrmætt að geta leitað til hans strax fyrstu árin mín hér þegar ég var að átta mig á stöðu mála. Magnús er alltaf til í að ræða um málefni menntunar og vísinda og háskóla á gagnrýnin hátt og hefur sjálfur hvatt opinbera umræðu um þau málefni áfram. Mér finnst það lýsandi fyrir Magnús að sú opinbera umræða sem hann hefur staðið fyrir hefur verið með víða skírskotun, frekar en að einskorðast við hans persónulega sérsvið. Alls staðar þar sem hann kemur að lyftir hann umræðunni upp á hærra plan þar sem ávinningur okkar allra, sama hvaða fræði við stundum, er markmiðið. Af frambjóðendum til rektors finnst mér Magnús skara fram úr hvað varðar opinbera umræðu um háskólamál, því hann hefur leitt hana í tvo áratugi. Ég hef trú á því að sem rektor muni hann halda áfram að tala máli vísinda við almenning og þannig nýta þann opinbera vettvang sem rektor hefur til að hefja veg skólans og þeirra vísinda og kennslu sem hér eru stunduð til virðingar. Það voru því gleðifréttir að heyra að hann byði fram krafta sína til að gegna rektorsembætti næstu árin og ég styð framboð hans heilshugar. Höfundur er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Til þess að efla vísinda- og fræðastarf á Íslandi þarf bæði sterka sýn á samvinnu og samtakamátt auk áræðni til þess að ryðja hindrunum úr vegi til að starfið fái að blómstra. Það er þess vegna sem ég tel að Magnús Karl Magnússon verði frábær rektor Háskóla Íslands. Ötul vinna hans undanfarna áratugi ber þess mjög augljósan vott. Ekki aðeins vegna þess að hann hefur verið einstakur talsmaður vísinda á opinberum vettvangi, heldur líka vegna þess hversu skýra sýn hann hefur haft á það hvernig samstarf skapar nýja möguleika og grósku í vísindum. Eitt af því sem ber þessari sýn Magnúsar merki er stofnun Lífvísindaseturs fyrir fjórtán árum síðan. Magnús var einn af forgangsmönnum stofnunar setursins, sem raungerðist árið 2011 og endurspeglar frumkvöðlahugsun og sterka sýn á það hvernig vísindin eflast með samvinnu og samtakamætti. Þegar ég flutti til Íslands fyrir um 13 árum síðan var langt frá því augljóst að ég veldi að snúa aftur frekar en að byggja minn vísindaferil upp í Evrópu. Ég hafði í raun gert ráð fyrir að vera alfarið flutt frá Íslandi þegar ég hóf doktorsnám í Bandaríkjunum árið 2001 og fór til Bretlands að vinna eftir það. Það var svo árið 2012 að ég var að huga að næstu skrefum að ég fór að leita fyrir mér á Íslandi. Það sem gerði útslagið um að það væri ekki einungis raunhæfur heldur einnig spennandi kostur að snúa til baka var tilvist Lífvísindaseturs. Í mínum huga kristallaðist í setrinu framsýni og skýr sýn á uppbyggingu og samvinnu við rannsóknir í lífvísindum á Íslandi. Á sama tíma grundvallast setrið jafningjahugsjón, þar sem það var augljóst að öll þau sem vildu leggja hönd á plóginn í uppbyggingu væru velkomin í hópinn og framlag hvers og eins mikils metið. Sú sýn hefur gefið gjöfullega af sér, þar sem setrið hefur síeflst sem samstarfsvettvangur lífvísindafólks við allar stofnanir á Íslandi, og dregið að sér öflugt starfsfólk, innviði og unga vísindamenn sem halda starfinu á lofti. Ég tók líka strax eftir því við komuna til Íslands að Magnús var einn ötullasti talsmaður vísinda í opinberri umræðu og hefur hann þar verið ein af mínum helstu fyrirmyndum og samherjum frá því að við kynntumst. Við Magnús deilum nefnilega óbilandi áhuga á að vilja veg vísinda og menntunar sem mestan á Íslandi. Þess vegna var svo dýrmætt að geta leitað til hans strax fyrstu árin mín hér þegar ég var að átta mig á stöðu mála. Magnús er alltaf til í að ræða um málefni menntunar og vísinda og háskóla á gagnrýnin hátt og hefur sjálfur hvatt opinbera umræðu um þau málefni áfram. Mér finnst það lýsandi fyrir Magnús að sú opinbera umræða sem hann hefur staðið fyrir hefur verið með víða skírskotun, frekar en að einskorðast við hans persónulega sérsvið. Alls staðar þar sem hann kemur að lyftir hann umræðunni upp á hærra plan þar sem ávinningur okkar allra, sama hvaða fræði við stundum, er markmiðið. Af frambjóðendum til rektors finnst mér Magnús skara fram úr hvað varðar opinbera umræðu um háskólamál, því hann hefur leitt hana í tvo áratugi. Ég hef trú á því að sem rektor muni hann halda áfram að tala máli vísinda við almenning og þannig nýta þann opinbera vettvang sem rektor hefur til að hefja veg skólans og þeirra vísinda og kennslu sem hér eru stunduð til virðingar. Það voru því gleðifréttir að heyra að hann byði fram krafta sína til að gegna rektorsembætti næstu árin og ég styð framboð hans heilshugar. Höfundur er dósent við læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun