Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2025 08:12 Hólatindur er erfiður uppgöngu. Frá aðferðum í nótt. Landsbjörg Björgunarsveitir á Austurlandi og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út eftir boð bárust frá manni sem hafði lent í ógöngum á Hólmatindi um klukkan 20:30 í gærkvöldi. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að seint í gærkvöldi hafi björgunarsveitarmenn við æfingar orðið varir við ljós ofarlega í Hólmatindi, sem er fjall milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. „Björgunarsveitarfólk sem var að fara á æfingu varð vart við þetta og var þar á ferðinni einn maður sem að hafði ákveðið að bregða sér í fjallgöngu og var kominn í ógöngur. Úr varð nokkur aðgerð að koma aðstoð til hans,“ segir Jón Þór. Hann segir að manninum hafi verið orðið mjög kalt og þá hafi verið notast við dróna til að koma skilaboðum til mannsins sem var í um fimm hundruð metra hæð. Dróninn búinn til notkunar. Landsbjörg Það voru kallaðar út björgunarsveitir bæði frá Eskifirði, Reyðarfirði og Neskaupstað og var göngufólk sem lagði á Hólmatind áleiðis til landsins. Komið var að manninum um klukkan hálf tvö í nótt. „Hólmatindur er ófrýnilegur, brattur og klettóttur og ekki auðvelt að ganga á hann. Björgunarsveitarfólk komst að lokum til hans, en jafnframt hafði þyrla Gæslunnar verið kölluð til. Hún kom eftir að hafa tekið eldsneyti á Höfn í nótt og náði að hífa manninn upp og niður og fór svo aftur í fjallið og sótti gönguhópana sem þar voru og höfðu verið hjá manninum þar til aðstoð þyrlu barst.“ Jón Þór segir að alls hafi tveir hópar björgunarsveitarmanna farið að manninum, alls níu manns. Þeir hafi fylgt manninum að grasbala þar sem þyrlan gat lent. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að um hafi verið að ræða erlendan sjómann sem hafi verið nýkominn með skipi sínu til hafnar og ekki áttað sig á aðstæðum. Myndir úr dróna í nótt. Sitt hvoru megin við manninn má sjá dökka díla í sömu hæð, sem eru björgunarmenn að nálgast hann.Landsbjörg Foktjón á Ólafsfirði Jón Þór segir að annars hafi nóttin gengið nokkuð vel. „Núna í morgunsárið var svo kallað út á Ólafsfirði vegna foktjóns sem þar var að verða. Annars vegar þak á húsi sem var að losna og hins vegar stór rúða sem hafði sprungið. Björgunarsveitin Tindur fór í það að annars vegar tryggja þakið og loka fyrir rúðuna,“ segir Jón Þór. Björgunarsveitir Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28 Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld. 3. mars 2025 00:03 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að seint í gærkvöldi hafi björgunarsveitarmenn við æfingar orðið varir við ljós ofarlega í Hólmatindi, sem er fjall milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. „Björgunarsveitarfólk sem var að fara á æfingu varð vart við þetta og var þar á ferðinni einn maður sem að hafði ákveðið að bregða sér í fjallgöngu og var kominn í ógöngur. Úr varð nokkur aðgerð að koma aðstoð til hans,“ segir Jón Þór. Hann segir að manninum hafi verið orðið mjög kalt og þá hafi verið notast við dróna til að koma skilaboðum til mannsins sem var í um fimm hundruð metra hæð. Dróninn búinn til notkunar. Landsbjörg Það voru kallaðar út björgunarsveitir bæði frá Eskifirði, Reyðarfirði og Neskaupstað og var göngufólk sem lagði á Hólmatind áleiðis til landsins. Komið var að manninum um klukkan hálf tvö í nótt. „Hólmatindur er ófrýnilegur, brattur og klettóttur og ekki auðvelt að ganga á hann. Björgunarsveitarfólk komst að lokum til hans, en jafnframt hafði þyrla Gæslunnar verið kölluð til. Hún kom eftir að hafa tekið eldsneyti á Höfn í nótt og náði að hífa manninn upp og niður og fór svo aftur í fjallið og sótti gönguhópana sem þar voru og höfðu verið hjá manninum þar til aðstoð þyrlu barst.“ Jón Þór segir að alls hafi tveir hópar björgunarsveitarmanna farið að manninum, alls níu manns. Þeir hafi fylgt manninum að grasbala þar sem þyrlan gat lent. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að um hafi verið að ræða erlendan sjómann sem hafi verið nýkominn með skipi sínu til hafnar og ekki áttað sig á aðstæðum. Myndir úr dróna í nótt. Sitt hvoru megin við manninn má sjá dökka díla í sömu hæð, sem eru björgunarmenn að nálgast hann.Landsbjörg Foktjón á Ólafsfirði Jón Þór segir að annars hafi nóttin gengið nokkuð vel. „Núna í morgunsárið var svo kallað út á Ólafsfirði vegna foktjóns sem þar var að verða. Annars vegar þak á húsi sem var að losna og hins vegar stór rúða sem hafði sprungið. Björgunarsveitin Tindur fór í það að annars vegar tryggja þakið og loka fyrir rúðuna,“ segir Jón Þór.
Björgunarsveitir Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28 Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld. 3. mars 2025 00:03 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira
Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28
Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld. 3. mars 2025 00:03