Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar 4. mars 2025 09:47 Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins. Fyrir nemendur skiptir miklu máli að stúdentum standi til boða bæði gott nám og raunverulegur stuðningur og aðstaða til að helga sig námi sínu. Ég heiti því að standa vörð um og tryggja þessi sjálfsögðu réttindi. Því miður hafa stjórnvöld hvorki fjárfest í háskólum né háskólanámi með sama hætti og nágrannaþjóðir okkar. Við sem brennum fyrir starfi háskóla og háskólanámi verðum því að berjast ótrauð fyrir því að það breytist. Íslenskir háskólar fá þriðjungi minna fjármagn til að mennta hvern háskólanema en aðrir háskólar á Norðurlöndunum. Það munar um minna. Við verðum að velta upp þeirri spurningu hvers vegna svo sé. Á Norðurlöndunum setja stjórnvöld að auki fjármagn í nám háskólastúdenta með öflugu styrkja- og lánakerfi. Þetta er gert vegna þess að háskólanám er mikilvægur drifkraftur breytinga og vegna þess að nám er full vinna. Þessar þjóðir vilja þannig tryggja að háskólanemar fái stuðning og aðstöðu til þess að geta helgað sig háskólanámi af fullum krafti og efli þannig samfélög sín til framtíðar. Nemendur og kennarar þurfa að standa saman og krefjast betri fjármögnunar háskóla og háskólanáms á Íslandi. Það er fjárfesting til framtíðar og fjárfesting í ykkar framtíð. Háskóli Íslands hefur alla burði til að vaxa og dafna á næstu árum ef betri fjármögnun verður tryggð. Háskólanám stendur á styrkum stoðum en mikilvægt er að bæta aðstöðu og inniviði og einnig að tryggja að þið getið helgað ykkur náminu með öflugu styrkja- og námslánakerfi. Tryggar samgöngur skipta nemendur líka máli. Mikilvægt er að huga að þeim með sannfærandi hætti. Við sem kennum við Háskóla Íslands þurfum að leggja okkur fram um að efla gæði kennslunnar enn frekar. Við þurfum að hlusta á nemendur en þeir eru best til þess fallnir að meta gæði kennslunnar. Ég kalla því eftir rödd nemenda, vil hlusta á hugmyndir ykkar sem og gagnrýni og veita henni fulla athygli. Nái ég kjöri sem rektor verð ég málsvari háskóla og háskólanáms, nemenda jafnt sem kennara, og heiti því að berjast af fullu afli fyrir Háskóla Íslands, sameiginlegu hagsmunamáli okkar. Þið getið treyst því. Ég bið því um ykkar stuðning í rektorskjöri Háskólans! Höfundur er prófessor við Læknadeild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Karl Magnússon Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er stærsta menntastofnun landsins. Fyrir nemendur skiptir miklu máli að stúdentum standi til boða bæði gott nám og raunverulegur stuðningur og aðstaða til að helga sig námi sínu. Ég heiti því að standa vörð um og tryggja þessi sjálfsögðu réttindi. Því miður hafa stjórnvöld hvorki fjárfest í háskólum né háskólanámi með sama hætti og nágrannaþjóðir okkar. Við sem brennum fyrir starfi háskóla og háskólanámi verðum því að berjast ótrauð fyrir því að það breytist. Íslenskir háskólar fá þriðjungi minna fjármagn til að mennta hvern háskólanema en aðrir háskólar á Norðurlöndunum. Það munar um minna. Við verðum að velta upp þeirri spurningu hvers vegna svo sé. Á Norðurlöndunum setja stjórnvöld að auki fjármagn í nám háskólastúdenta með öflugu styrkja- og lánakerfi. Þetta er gert vegna þess að háskólanám er mikilvægur drifkraftur breytinga og vegna þess að nám er full vinna. Þessar þjóðir vilja þannig tryggja að háskólanemar fái stuðning og aðstöðu til þess að geta helgað sig háskólanámi af fullum krafti og efli þannig samfélög sín til framtíðar. Nemendur og kennarar þurfa að standa saman og krefjast betri fjármögnunar háskóla og háskólanáms á Íslandi. Það er fjárfesting til framtíðar og fjárfesting í ykkar framtíð. Háskóli Íslands hefur alla burði til að vaxa og dafna á næstu árum ef betri fjármögnun verður tryggð. Háskólanám stendur á styrkum stoðum en mikilvægt er að bæta aðstöðu og inniviði og einnig að tryggja að þið getið helgað ykkur náminu með öflugu styrkja- og námslánakerfi. Tryggar samgöngur skipta nemendur líka máli. Mikilvægt er að huga að þeim með sannfærandi hætti. Við sem kennum við Háskóla Íslands þurfum að leggja okkur fram um að efla gæði kennslunnar enn frekar. Við þurfum að hlusta á nemendur en þeir eru best til þess fallnir að meta gæði kennslunnar. Ég kalla því eftir rödd nemenda, vil hlusta á hugmyndir ykkar sem og gagnrýni og veita henni fulla athygli. Nái ég kjöri sem rektor verð ég málsvari háskóla og háskólanáms, nemenda jafnt sem kennara, og heiti því að berjast af fullu afli fyrir Háskóla Íslands, sameiginlegu hagsmunamáli okkar. Þið getið treyst því. Ég bið því um ykkar stuðning í rektorskjöri Háskólans! Höfundur er prófessor við Læknadeild.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar