Telur að reyna ætti að fá Spasskí Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2025 21:00 Guðmundur G. Þórarinsson var forseti Skáksambands Íslands þegar einvígi Spasskís og Fischers fór fram í Reykjavík árið 1972. Stefán Ingvarsson Það væri einnar nætur virði að reyna að fá skákmeistarann Boris Spasskí jarðsettan við hlið Bobby Fischers á Íslandi. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambandsins árið sem einvígi aldarinnar var háð á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp hvílíka athygli Ísland og Reykjavík fengu í heimsfjölmiðlum sumarið 1972 þegar heimsmeistaraeinvígið í skák var háð í Laugardalshöll. Núna eru skákmeistararnir báðir fallnir frá. Íslenska skákhreyfingin minnist Spasskís með hlýhug en tilkynnt var um lát hans í Moskvu síðastliðinn fimmtudag. „Það voru margir Íslendingar sem héldu með Spasskí því hann var svo mikill heiðursmaður, kvartaði aldrei, alltaf kurteis og náttúrlega ótrúlega góður skákmaður,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambands Íslands á einvígisárinu 1972. Spasskí leggur blómsveig að leiði Fischers með aðstoð Friðriks Ólafssonar í marsmánuði 2008.Stöð 2/skjáskot Fischer lést í janúar 2008 en tveimur mánuðum síðar kom Spasskí til landsins til að vera yfirdómari á minningarmóti um Fischer. Hann lagði þá blómsveig að leiði Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum en spurði í leiðinni hvort laust pláss væri við hliðina. „Er laust pláss við hliðina á honum?“ spurði Spasskí. Einhver sagðist þá ætla að kanna málið og annar svaraði Spasskí að honum lægi ekkert á. „Ég myndi vilja…- en ég vil ekkert vera að flýta mér,“ bætti Spasskí við sposkur. Með Spasský voru skákmeistararnir Vlastimil Hort, Lajos Portisch, Pal Benko, Friðrik Ólafsson og séra William Lombardy, sem var aðstoðarmaður Fischers í einvíginu í Reykjavík árið 1972. Séra Lombardy leiddi minningarstund að Laugardælum.Stöð 2/skjáskot Að mati viðstaddra fór það ekkert á milli mála að þarna vildi Spasskí fá sinn hinsta hvílustað en tók fram að sér lægi þó ekkert á. „Að hafa meistarana báða hérna, það væri alveg stórkostlegt. Það væri sko lokapunktur á þætti Íslands í þessu einvígi, sem er merkilegur,“ segir Guðmundur. „Þetta einvígi hefði aldrei verið teflt ef við hefðum ekki tekið þetta að okkur þarna á lokapunktinum. Við björguðum einvíginu og Fischer hefði aldrei orðið heimsmeistari ef við hefðum ekki gert það.“ Spasskí kveður vin sinn Fischer í kirkjugarðinum að Laugardælum þann 11. mars árið 2008.Stöð 2/skjáskot Guðmundur telur þó stöðu heimsmála torvelda það að Spasskí fái legstað á Íslandi. „En svo var utanríkisráðherra hér á Íslandi sem vísaði rússneska sendiherranum úr landi. Þannig að ég er nú ekki viss um að það sé svo auðvelt að komast í samband við þá, eins og staðan er í dag.“ -Þannig að það eru litlar líkur, að þínu mati, á að Spasskí verði jarðaður hér í Flóahreppi? „Ég tel það afar litlar líkur. En það er einnar nætur virði að reyna það,“ svarar Guðmundur G. Þórarinsson. Einvígi aldarinnar Skák Bobby Fischer Flóahreppur Kirkjugarðar Tengdar fréttir Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. 27. febrúar 2025 19:00 Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Það væri kannski ekkert óviðeigandi að þessir gömlu kappar og keppinautar… að þeir væru svona hvor öðrum til skemmtunar og ánægju eftir að þessari jarðvist lýkur.“ 28. febrúar 2025 09:25 Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp hvílíka athygli Ísland og Reykjavík fengu í heimsfjölmiðlum sumarið 1972 þegar heimsmeistaraeinvígið í skák var háð í Laugardalshöll. Núna eru skákmeistararnir báðir fallnir frá. Íslenska skákhreyfingin minnist Spasskís með hlýhug en tilkynnt var um lát hans í Moskvu síðastliðinn fimmtudag. „Það voru margir Íslendingar sem héldu með Spasskí því hann var svo mikill heiðursmaður, kvartaði aldrei, alltaf kurteis og náttúrlega ótrúlega góður skákmaður,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambands Íslands á einvígisárinu 1972. Spasskí leggur blómsveig að leiði Fischers með aðstoð Friðriks Ólafssonar í marsmánuði 2008.Stöð 2/skjáskot Fischer lést í janúar 2008 en tveimur mánuðum síðar kom Spasskí til landsins til að vera yfirdómari á minningarmóti um Fischer. Hann lagði þá blómsveig að leiði Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum en spurði í leiðinni hvort laust pláss væri við hliðina. „Er laust pláss við hliðina á honum?“ spurði Spasskí. Einhver sagðist þá ætla að kanna málið og annar svaraði Spasskí að honum lægi ekkert á. „Ég myndi vilja…- en ég vil ekkert vera að flýta mér,“ bætti Spasskí við sposkur. Með Spasský voru skákmeistararnir Vlastimil Hort, Lajos Portisch, Pal Benko, Friðrik Ólafsson og séra William Lombardy, sem var aðstoðarmaður Fischers í einvíginu í Reykjavík árið 1972. Séra Lombardy leiddi minningarstund að Laugardælum.Stöð 2/skjáskot Að mati viðstaddra fór það ekkert á milli mála að þarna vildi Spasskí fá sinn hinsta hvílustað en tók fram að sér lægi þó ekkert á. „Að hafa meistarana báða hérna, það væri alveg stórkostlegt. Það væri sko lokapunktur á þætti Íslands í þessu einvígi, sem er merkilegur,“ segir Guðmundur. „Þetta einvígi hefði aldrei verið teflt ef við hefðum ekki tekið þetta að okkur þarna á lokapunktinum. Við björguðum einvíginu og Fischer hefði aldrei orðið heimsmeistari ef við hefðum ekki gert það.“ Spasskí kveður vin sinn Fischer í kirkjugarðinum að Laugardælum þann 11. mars árið 2008.Stöð 2/skjáskot Guðmundur telur þó stöðu heimsmála torvelda það að Spasskí fái legstað á Íslandi. „En svo var utanríkisráðherra hér á Íslandi sem vísaði rússneska sendiherranum úr landi. Þannig að ég er nú ekki viss um að það sé svo auðvelt að komast í samband við þá, eins og staðan er í dag.“ -Þannig að það eru litlar líkur, að þínu mati, á að Spasskí verði jarðaður hér í Flóahreppi? „Ég tel það afar litlar líkur. En það er einnar nætur virði að reyna það,“ svarar Guðmundur G. Þórarinsson.
Einvígi aldarinnar Skák Bobby Fischer Flóahreppur Kirkjugarðar Tengdar fréttir Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. 27. febrúar 2025 19:00 Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Það væri kannski ekkert óviðeigandi að þessir gömlu kappar og keppinautar… að þeir væru svona hvor öðrum til skemmtunar og ánægju eftir að þessari jarðvist lýkur.“ 28. febrúar 2025 09:25 Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Sjá meira
Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. 27. febrúar 2025 19:00
Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Það væri kannski ekkert óviðeigandi að þessir gömlu kappar og keppinautar… að þeir væru svona hvor öðrum til skemmtunar og ánægju eftir að þessari jarðvist lýkur.“ 28. febrúar 2025 09:25
Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57
Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30