Körfubolti

Martin og fé­lagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson kom inn af bekknum hjá Alba Berlin í leiknum í kvöld.
Martin Hermannsson kom inn af bekknum hjá Alba Berlin í leiknum í kvöld. Getty/Ahmet Ozkan

Alba Berlin hélt sigurgöngu sinni áfram í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Liðið nálgast úrslitakeppnina með sama áframhaldi.

Alba fagnaði í kvöld níu stiga sigri á Bamberg Baskets á heimavelli sínum, 86-77. Berlínarliðið var fimm stigum yfir í hálfleik, 39-34

Þetta var þriðji deildarsigur Alba Berlin í röð en liðið hefur nú unnið tíu af tuttugu deildarleikjum tímabilsins.

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var með átta stig og fimm stoðsendingar á þeim sautján mínútum sem hann spilaði í leiknum í kvöld.

Martin hitti úr þremur af átta skotum sínum utan af velli þar af einu af þremur fyrir utan þriggja stiga línuna.

Með þessum sigri nær Alba liðið að jafna við tvö næstu liðin fyrir ofan sig en þau sitja einmitt í tveimur síðustu sætunum í umspils fjögurra liða um sæti í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×