Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 14:15 Jakob Ingebrigtsen hefur rakað inn verðlaunum á hlaupabrautinni og einnig utan hennar. Getty/Tyler Miller Norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen, ríkjandi Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi, efast um að frjálsar íþróttir séu neitt „hreinni“ í dag en áður. Lyfjamisnotkun sé mögulega bara betur falin. Ingebrigtsen deilir þessum áhyggjum sínum í viðtali við The Telegraph þar sem hann er spurður út í það hvort að ólögleg notkun lyfja hafi verið algengari á árum áður. „Það var kannski ekki meira um þetta heldur var þetta meira áberandi,“ sagði Ingebrigtsen. Hann óttast að frjálsíþróttafólk stundi það að dópa reglulega í litlu magni og að þannig takist því að forðast það að falla á lyfjaprófum. „Því miður held ég það,“ sagði Ingebrigtsen. Hann telur að umræða um nýja tækni í skóbúnaði og hraðari hlaupabrautir valdi því mögulega að minna sé rætt um lyfjamisnotkun. „Ef þú getur stundað þetta [að dópa] mikið betur án þess að það komist upp um þig, þá geturðu svo bara farið að benda á skóna, brautina, lýsingu eða hvað sem er [til að útskýra framfarir],“ sagði Ingebrigtsen. Þessi 24 ára Norðmaður, sem ásamt bræðrum sínum hefur sakað pabba sinn og fyrrverandi þjálfara, Gjert, um líkamlegt og andlegt ofbeldi, segist í viðtalinu við The Telegraph í raun hafa verið atvinnumaður frá fjögurra ára aldri. Hann ætli sér að drottna yfir millivegalengdahlaupum næstu árin. Jakob Ingebrigtsen varð eins og fyrr segir Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi í París í fyrra en á einnig Ólympíumeistaratitil úr 1.500 metra hlaupi frá því í Tókýó 2021. Þá hefur hann unnið tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og samtals sex Evrópumeistaratitla utanhúss en fimm innanhúss. Hann stefnir á að bæta við tveimur Evrópumeistaratitlum á EM innanhúss sem hefst á fimmtudaginn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Ingebrigtsen deilir þessum áhyggjum sínum í viðtali við The Telegraph þar sem hann er spurður út í það hvort að ólögleg notkun lyfja hafi verið algengari á árum áður. „Það var kannski ekki meira um þetta heldur var þetta meira áberandi,“ sagði Ingebrigtsen. Hann óttast að frjálsíþróttafólk stundi það að dópa reglulega í litlu magni og að þannig takist því að forðast það að falla á lyfjaprófum. „Því miður held ég það,“ sagði Ingebrigtsen. Hann telur að umræða um nýja tækni í skóbúnaði og hraðari hlaupabrautir valdi því mögulega að minna sé rætt um lyfjamisnotkun. „Ef þú getur stundað þetta [að dópa] mikið betur án þess að það komist upp um þig, þá geturðu svo bara farið að benda á skóna, brautina, lýsingu eða hvað sem er [til að útskýra framfarir],“ sagði Ingebrigtsen. Þessi 24 ára Norðmaður, sem ásamt bræðrum sínum hefur sakað pabba sinn og fyrrverandi þjálfara, Gjert, um líkamlegt og andlegt ofbeldi, segist í viðtalinu við The Telegraph í raun hafa verið atvinnumaður frá fjögurra ára aldri. Hann ætli sér að drottna yfir millivegalengdahlaupum næstu árin. Jakob Ingebrigtsen varð eins og fyrr segir Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi í París í fyrra en á einnig Ólympíumeistaratitil úr 1.500 metra hlaupi frá því í Tókýó 2021. Þá hefur hann unnið tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og samtals sex Evrópumeistaratitla utanhúss en fimm innanhúss. Hann stefnir á að bæta við tveimur Evrópumeistaratitlum á EM innanhúss sem hefst á fimmtudaginn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira