Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2025 15:03 Hermann Nökkvi (th) lét ekki Þorleif komast upp með neitt múður og heilsaði honum að sjómannasið. Þeir gerð svo upp málin í Herragarðinum daginn eftir og eru, að sögn Þorleifs, mestu mátar eftir atvikið. vísir Í kekki kastaðist milli tveggja landsfundargesta Sjálfstæðisflokksins á Petersen-svítunni á föstudagskvöldinu. Þá gerði Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu sér lítið fyrir og rétti Þorleifi Hallbirni Ingólfssyni einn á lúðurinn. Greinilegt er að talsvert meiri hiti var meðal landsfundargesta en komið hefur fram. Ekki fór formannskjörið eins drengilega fram og látið hefur verið í veðri vaka. Heilsað að sjómannasið Hermann Nökkvi var stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem hafði sigur í formannsslag og voru þeir Þorleifur, sem er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ, að ræða þær Guðrúnu og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur mótframbjóðanda hennar. Þorleifur studdi Áslaugu. Þær samræður voru allt annað en vinsamlegar. Þorleifur talaði þar fjálglega um að Hermann hafi verið undirróðursmaður fyrir Guðrúnu og skipti þá engum togum, Hermann Nökkvi heilsaði Þorleifi að sjómannasið. Keypti skyrtu á Þorleif næsta dag Þorleifur telur þetta ekki fréttaefni, þeir hafi verið mátar fyrir og eftir. En mönnum hafi orðið heitt í hamsi á þessu augnabliki. Þeir gerðu þessar væringar upp á laugardaginn en þá fóru þeir tveir í Herragarðinn og keypti Hermann Nökkvi nýja skyrtu á Þorleif. „Ég vildi ekki þurfa að mæta í rúllukragapeysu á Landsfundinn. Þetta er gæðavandamál hjá okkur og ekkert stórmál. Við Vestfirðingar getum nú tekið á móti einhverjum höggum. En það eru allir léttir og við fengum okkur bjór saman og skáluðum,“ sagði Þorleifur. Ekki náðist í Hermann Nökkva vegna málsins. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Greinilegt er að talsvert meiri hiti var meðal landsfundargesta en komið hefur fram. Ekki fór formannskjörið eins drengilega fram og látið hefur verið í veðri vaka. Heilsað að sjómannasið Hermann Nökkvi var stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem hafði sigur í formannsslag og voru þeir Þorleifur, sem er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ, að ræða þær Guðrúnu og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur mótframbjóðanda hennar. Þorleifur studdi Áslaugu. Þær samræður voru allt annað en vinsamlegar. Þorleifur talaði þar fjálglega um að Hermann hafi verið undirróðursmaður fyrir Guðrúnu og skipti þá engum togum, Hermann Nökkvi heilsaði Þorleifi að sjómannasið. Keypti skyrtu á Þorleif næsta dag Þorleifur telur þetta ekki fréttaefni, þeir hafi verið mátar fyrir og eftir. En mönnum hafi orðið heitt í hamsi á þessu augnabliki. Þeir gerðu þessar væringar upp á laugardaginn en þá fóru þeir tveir í Herragarðinn og keypti Hermann Nökkvi nýja skyrtu á Þorleif. „Ég vildi ekki þurfa að mæta í rúllukragapeysu á Landsfundinn. Þetta er gæðavandamál hjá okkur og ekkert stórmál. Við Vestfirðingar getum nú tekið á móti einhverjum höggum. En það eru allir léttir og við fengum okkur bjór saman og skáluðum,“ sagði Þorleifur. Ekki náðist í Hermann Nökkva vegna málsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira