Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 6. mars 2025 13:02 Sjálfsvíg er ósegjanlegur harmleikur sem hefur langtímaáhrif á fjölskyldu og ástvini þess sem sviptir sig lífi. Eftir sitja aðstandendur harmi slegnir með brennandi spurningar sem oftast fást engin svör við. Lífið hefur umturnast og langur tími líður þar til fótfestu er náð, sem ekki er sjálfgefið að öllum takist. Sjálfsvíg er meðal algengustu dánarorsaka í aldurshópnum 15-19 ára í heiminum og á það einnig við hér á landi. Orsakir þess að einhver tekur svo afdrifaríka ákvörðun að svipta sig lífi eru flóknar og margslungnar. Segja má þó fyrir víst að eitthvað í lífi þess sem fremur sjálfsvíg hafi orðið honum verulega andsnúið og ofviða. Tengsl sjálfsvígs við kvíða og þunglyndi hafa verið staðfest. Fjölmargir aðrir þættir spila oft hlutverk s.s. óhófleg áfengis- og vímuefnaneysla. Umræða um sjálfsvíg var lengi tabú Verkefni stjórnvalda er að tryggja gott aðgengi að sálfræði- og geðþjónustu fyrir alla. Núverandi ríkisstjórn hyggst taka rækilega á þessum málum. Bæta þarf aðgengi að fagþjónustu og stytta biðlista. Mikið hefur áunnist í forvarnamálum undanfarin ár í þessum viðkvæma málaflokki en betur má ef duga skal. Umræða um sjálfsvíg hefur opnast síðustu árin en áður var hún tabú. Nú hefur í það minnsta skapast vettvangur til að fræða og ræða m.a. um áhættuþætti og viðvörunarbjöllur. Fræðsla í einhverri mynd er líklega þekktasta form forvarna og skilar hún bestum árangri ef beitt snemma og markvisst. Sjálfsvíg geta átt sér stað í öllum fjölskyldum og þjóðfélagsstigum en áhætta er meiri meðal þeirra sem búa við verri félags- og efnahagsstöðu en hjá öðrum hópum í samfélaginu. Flokkur fólksins á Alþingi og í borgarstjórn hefur barist fyrir bættri stöðu fátæks fólks, þ.m.t. bættu aðgengi að fagþjónustu. Í borgarfulltrúatíð minni ræddi ég ítrekað mikilvægi styttingu biðlista skólabarna til sálfræðinga og lagði í því sambandi fram tillögur til úrbóta. Margir fátækir foreldrar hafa ekki tök á að kaupa sértæka fagþjónustu fyrir börn sín frá einkaaðilum, jafnvel þótt niðurgreiðslur komi til. Bið eftir þjónustu sálfræðinga á heilsugæslu er einnig talsverð. Sálfræðileg krufning (Psyghological autopsy) Þegar aðdragandi sjálfsvígs og sjálfsvígstilrauna er krufinn kemur í mörgum tilvikum í ljós að viðkomandi hafði um nokkurn tíma sýnt með hegðun sinni og viðmóti ýmis merki alvarlegrar vanlíðanar. Rannsókn á aðdragandanum skiptir miklu máli til að auka þekkingu og skilning á orsökum og ástæðum fyrir ákvörðun sem þessari og til að bæta okkar viðbrögð, auka meðvitund okkar að bæta forvarnir. Sjálfsvíg kemur sjálfsvíg aðstandendum oftast í opna skjöldu, eins og flóðbylgja sem engu eirir. Þetta á við um bæði börn og fullorðna. Stundum hafði sá sem fallinn er fyrir eigin hendi sýnt lengi mikla vanlíðan en hefur, rétt fyrir sjálfsvígið, sýnst líða ögn betur. Hin jákvæða breyting hefur þá jafnvel slegið ryki í augu ástvina sem hafa kannski talið að nú færi að birta til. Þetta sýnir hvað þessi mál geta verið flókin og erfið viðureignar. Í öllu falli skiptir máli að vera vakandi fyrir viðvörunarbjöllum. Ef hegðun barns hefur breyst til muna, bæði á heimili og í skóla, og foreldrar skynja samhliða hegðunarbreytingunni djúpstæða depurð og leiða, þá getur skipt sköpum að fá aðstoð fagaðila strax svo hægt sé að leggja mat á alvöru málsins. Sjálfsvíg á sér stað í breiðum aldurshópi. Aðstandendur eru að sama skapi breiður aldurshópur. Börn í hópi aðstandenda þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi hafa ekki fengið næga athygli og umræðu. Líðan þeirra átakanlega erfið m.a. vegna þess að þau eru börn. Aðstandendur þeirra sem framið hafa sjálfsvíg búa yfir mikilvægri reynslu og innsýn í málaflokkinn. Þátttaka þeirra í stefnumótun á þjónustu er mikilvæg. Á þessari vakt megum við aldrei sofna. Sjálfsvíg varða okkur öll, hver sem við erum og hvar sem við erum stödd í lífinu. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Geðheilbrigði Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Sjálfsvíg er ósegjanlegur harmleikur sem hefur langtímaáhrif á fjölskyldu og ástvini þess sem sviptir sig lífi. Eftir sitja aðstandendur harmi slegnir með brennandi spurningar sem oftast fást engin svör við. Lífið hefur umturnast og langur tími líður þar til fótfestu er náð, sem ekki er sjálfgefið að öllum takist. Sjálfsvíg er meðal algengustu dánarorsaka í aldurshópnum 15-19 ára í heiminum og á það einnig við hér á landi. Orsakir þess að einhver tekur svo afdrifaríka ákvörðun að svipta sig lífi eru flóknar og margslungnar. Segja má þó fyrir víst að eitthvað í lífi þess sem fremur sjálfsvíg hafi orðið honum verulega andsnúið og ofviða. Tengsl sjálfsvígs við kvíða og þunglyndi hafa verið staðfest. Fjölmargir aðrir þættir spila oft hlutverk s.s. óhófleg áfengis- og vímuefnaneysla. Umræða um sjálfsvíg var lengi tabú Verkefni stjórnvalda er að tryggja gott aðgengi að sálfræði- og geðþjónustu fyrir alla. Núverandi ríkisstjórn hyggst taka rækilega á þessum málum. Bæta þarf aðgengi að fagþjónustu og stytta biðlista. Mikið hefur áunnist í forvarnamálum undanfarin ár í þessum viðkvæma málaflokki en betur má ef duga skal. Umræða um sjálfsvíg hefur opnast síðustu árin en áður var hún tabú. Nú hefur í það minnsta skapast vettvangur til að fræða og ræða m.a. um áhættuþætti og viðvörunarbjöllur. Fræðsla í einhverri mynd er líklega þekktasta form forvarna og skilar hún bestum árangri ef beitt snemma og markvisst. Sjálfsvíg geta átt sér stað í öllum fjölskyldum og þjóðfélagsstigum en áhætta er meiri meðal þeirra sem búa við verri félags- og efnahagsstöðu en hjá öðrum hópum í samfélaginu. Flokkur fólksins á Alþingi og í borgarstjórn hefur barist fyrir bættri stöðu fátæks fólks, þ.m.t. bættu aðgengi að fagþjónustu. Í borgarfulltrúatíð minni ræddi ég ítrekað mikilvægi styttingu biðlista skólabarna til sálfræðinga og lagði í því sambandi fram tillögur til úrbóta. Margir fátækir foreldrar hafa ekki tök á að kaupa sértæka fagþjónustu fyrir börn sín frá einkaaðilum, jafnvel þótt niðurgreiðslur komi til. Bið eftir þjónustu sálfræðinga á heilsugæslu er einnig talsverð. Sálfræðileg krufning (Psyghological autopsy) Þegar aðdragandi sjálfsvígs og sjálfsvígstilrauna er krufinn kemur í mörgum tilvikum í ljós að viðkomandi hafði um nokkurn tíma sýnt með hegðun sinni og viðmóti ýmis merki alvarlegrar vanlíðanar. Rannsókn á aðdragandanum skiptir miklu máli til að auka þekkingu og skilning á orsökum og ástæðum fyrir ákvörðun sem þessari og til að bæta okkar viðbrögð, auka meðvitund okkar að bæta forvarnir. Sjálfsvíg kemur sjálfsvíg aðstandendum oftast í opna skjöldu, eins og flóðbylgja sem engu eirir. Þetta á við um bæði börn og fullorðna. Stundum hafði sá sem fallinn er fyrir eigin hendi sýnt lengi mikla vanlíðan en hefur, rétt fyrir sjálfsvígið, sýnst líða ögn betur. Hin jákvæða breyting hefur þá jafnvel slegið ryki í augu ástvina sem hafa kannski talið að nú færi að birta til. Þetta sýnir hvað þessi mál geta verið flókin og erfið viðureignar. Í öllu falli skiptir máli að vera vakandi fyrir viðvörunarbjöllum. Ef hegðun barns hefur breyst til muna, bæði á heimili og í skóla, og foreldrar skynja samhliða hegðunarbreytingunni djúpstæða depurð og leiða, þá getur skipt sköpum að fá aðstoð fagaðila strax svo hægt sé að leggja mat á alvöru málsins. Sjálfsvíg á sér stað í breiðum aldurshópi. Aðstandendur eru að sama skapi breiður aldurshópur. Börn í hópi aðstandenda þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi hafa ekki fengið næga athygli og umræðu. Líðan þeirra átakanlega erfið m.a. vegna þess að þau eru börn. Aðstandendur þeirra sem framið hafa sjálfsvíg búa yfir mikilvægri reynslu og innsýn í málaflokkinn. Þátttaka þeirra í stefnumótun á þjónustu er mikilvæg. Á þessari vakt megum við aldrei sofna. Sjálfsvíg varða okkur öll, hver sem við erum og hvar sem við erum stödd í lífinu. Höfundur er alþingismaður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun