Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2025 08:22 Mikil andstaða er við þungunarrofslöggjöfina í Póllandi, sem er afar hörð og er sögð hafa leitt til dauðsfalla. epa/Leszek Szymanski Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. „Þetta er táknrænt,“ segir Natalia Broniarczyk, talskona samtakanna. „Wiejska-gata er mikilvægasta gatan í Varsjá. Þar eru mikilvægustu ákvarðanirnar teknar og nú líka um þungunarrof.“ Forsætisráðherrann Donald Tusk hét því í aðdraganda þingkosninganna árið 2023 að Borgaraflokkur hans myndi endurskoða löggjöfina um þungunarrof á innan við 100 dögum ef hann kæmist til valda. Nú eru hins vegar liðnir 500 dagar og ekkert hefur gerst. Tusk hefur sagt að niðurstöður kosninganna, þar sem Borgaraflokkurinn náði ekki að tryggja sér flest atkvæði en myndaði meirihluta með öðrum flokkum, hafi þýtt að það væri einfaldlega ekki meirihluti fyrir því að heimila þungunarrof fram að 12. viku meðgöngu. Miðstöðin sem verður opnuð á morgun mun ekki framkvæma þungunarrof né beinlínis veita heilbrigðisþjónustu. Þangað getur fólk hins vegar leitað til að fá upplýsingar um hvernig það getur nálgast þungunarrofsþjónust, fengið fræðslu og jafnvel stuðning ef það vill taka þungunarrofslyf á staðnum. Starfsemin verður þannig tæknilega séð ólögleg, þar sem það varðar allt að þriggja ára fangelsi að aðstoða aðra manneskju við að gangast undir þungunarrof, en talsmenn Abortion Dream Team leggja traust sitt á orð Tusk sem sagðist síðasta sumar heita því að innan ramma laganna myndu stjórnvöld gera allt sem þau gætu til að tryggja að konur þjáðust minna, að þungunarrof væri eins öruggt og mögulegt væri og aðgengilegt konum sem þyrftu á því að halda. Þannig yrðu þeir sem aðstoðuðu konur ekki sóttir til saka. Guardian greindi frá. Pólland Þungunarrof Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
„Þetta er táknrænt,“ segir Natalia Broniarczyk, talskona samtakanna. „Wiejska-gata er mikilvægasta gatan í Varsjá. Þar eru mikilvægustu ákvarðanirnar teknar og nú líka um þungunarrof.“ Forsætisráðherrann Donald Tusk hét því í aðdraganda þingkosninganna árið 2023 að Borgaraflokkur hans myndi endurskoða löggjöfina um þungunarrof á innan við 100 dögum ef hann kæmist til valda. Nú eru hins vegar liðnir 500 dagar og ekkert hefur gerst. Tusk hefur sagt að niðurstöður kosninganna, þar sem Borgaraflokkurinn náði ekki að tryggja sér flest atkvæði en myndaði meirihluta með öðrum flokkum, hafi þýtt að það væri einfaldlega ekki meirihluti fyrir því að heimila þungunarrof fram að 12. viku meðgöngu. Miðstöðin sem verður opnuð á morgun mun ekki framkvæma þungunarrof né beinlínis veita heilbrigðisþjónustu. Þangað getur fólk hins vegar leitað til að fá upplýsingar um hvernig það getur nálgast þungunarrofsþjónust, fengið fræðslu og jafnvel stuðning ef það vill taka þungunarrofslyf á staðnum. Starfsemin verður þannig tæknilega séð ólögleg, þar sem það varðar allt að þriggja ára fangelsi að aðstoða aðra manneskju við að gangast undir þungunarrof, en talsmenn Abortion Dream Team leggja traust sitt á orð Tusk sem sagðist síðasta sumar heita því að innan ramma laganna myndu stjórnvöld gera allt sem þau gætu til að tryggja að konur þjáðust minna, að þungunarrof væri eins öruggt og mögulegt væri og aðgengilegt konum sem þyrftu á því að halda. Þannig yrðu þeir sem aðstoðuðu konur ekki sóttir til saka. Guardian greindi frá.
Pólland Þungunarrof Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira