Tveir níu pílna leikir á sama kvöldinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2025 10:32 Rob Cross og Luke Humphries náðu báðir níu pílna leik á fimmta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti. getty/Zac Goodwin Svokallaðir níu pílna leikir sjást ekki oft en að tveir slíkir komi á sama kvöldinu er afar sjaldgæft. En það gerðist á fimmta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílu í gær. Heimsmeistarinn Luke Littler stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Nathan Aspinall í úrslitaleiknum, 6-3. Rob Cross og Luke Humphries stálu hins vegar senunni með tveimur níu pílna leikjum. Til glöggvunar þá er níu pílna leikur það þegar keppendur taka út 501, upphafstöluna í hverjum legg, með aðeins níu pílum. Í viðureigninni gegn Cross í átta manna úrslitunum náði Humphries níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-4. Þetta var fyrsti níu pílna leikurinn í úrvalsdeildinni í vetur. Í undanúrslitunum mætti Cross Aspinall og náði þá sjálfur níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-5. Níu pílna leikina má sjá hér fyrir neðan. NINE-DARTER FROM HUMPHRIES!!!!LUKE HUMPHRIES STRIKES PERFECT IN BRIGHTON!!! INCREDIBLE SCENES!!! 📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/dJB92w23jj— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 CROSS COMPLETES THE NINE-DARTER!THAT IS ASTONISHING!After being on the receiving end of a nine-darter against Luke Humphries earlier in the night, Cross achieves perfection against Nathan Aspinall!📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/Ug8YREAtdK— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 Cross og Humphries fengu báðir gullpílur frá styrktaraðila úrvalsdeildarinnar, BetMGM, fyrir að ná níu pílna leikjunum. Gullpílurnar eru metnar á þrjátíu þúsund pund, eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Eftir fyrstu fimm keppniskvöldin er Humphries efstur í úrvalsdeildinni með fimmtán stig. Littler kemur þar á eftir með þrettán stig. Næsta keppniskvöld verður í Nottingham á fimmtudaginn í næstu viku. Pílukast Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Luke Littler stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Nathan Aspinall í úrslitaleiknum, 6-3. Rob Cross og Luke Humphries stálu hins vegar senunni með tveimur níu pílna leikjum. Til glöggvunar þá er níu pílna leikur það þegar keppendur taka út 501, upphafstöluna í hverjum legg, með aðeins níu pílum. Í viðureigninni gegn Cross í átta manna úrslitunum náði Humphries níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-4. Þetta var fyrsti níu pílna leikurinn í úrvalsdeildinni í vetur. Í undanúrslitunum mætti Cross Aspinall og náði þá sjálfur níu pílna leik. Hann tapaði þó viðureigninni, 6-5. Níu pílna leikina má sjá hér fyrir neðan. NINE-DARTER FROM HUMPHRIES!!!!LUKE HUMPHRIES STRIKES PERFECT IN BRIGHTON!!! INCREDIBLE SCENES!!! 📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/dJB92w23jj— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 CROSS COMPLETES THE NINE-DARTER!THAT IS ASTONISHING!After being on the receiving end of a nine-darter against Luke Humphries earlier in the night, Cross achieves perfection against Nathan Aspinall!📺 https://t.co/CxOorrFXK9 #PLDarts25 pic.twitter.com/Ug8YREAtdK— PDC Darts (@OfficialPDC) March 6, 2025 Cross og Humphries fengu báðir gullpílur frá styrktaraðila úrvalsdeildarinnar, BetMGM, fyrir að ná níu pílna leikjunum. Gullpílurnar eru metnar á þrjátíu þúsund pund, eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Eftir fyrstu fimm keppniskvöldin er Humphries efstur í úrvalsdeildinni með fimmtán stig. Littler kemur þar á eftir með þrettán stig. Næsta keppniskvöld verður í Nottingham á fimmtudaginn í næstu viku.
Pílukast Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum