Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. mars 2025 08:00 Þann 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn er tilefni til að fagna sigrum í jafnréttismálum en einnig til að beina sjónum að þeim áskorunum sem enn eru til staðar. Í dag, þegar konur standa frammi fyrir bakslagi í réttindabaráttu sinni víða um heim, er mikilvægara en nokkru sinni að styrkja innviði sem tryggja öryggi þeirra og réttindi. Eitt af þeim verkefnum sem styrkja stöðu kvenna hér á landi er innleiðing samræmds verklags heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem ég setti á laggirnar árið 2021 sem heilbrigðisráðherra. Bakslag í jafnréttismálum – sótt að réttindum kvenna Í Bandaríkjunum og víða annars staðar heiminum er staða kvenna í jafnréttismálum síður en svo sjálfgefin. Afturför í lögvernduðum réttindum, til að mynda þegar kemur að kyn- og frjósemisréttindum, er staðreynd sem kallar á viðbrögð. Á sama tíma sjáum við aukna hættu á kynbundnu ofbeldi, bæði innan heimila og í samfélaginu í heild. Slík þróun undirstrikar nauðsyn þess að ríki grípi til markvissra aðgerða til að vernda og styðja konur sem verða fyrir ofbeldi, óháð efnahag eða félagslegri stöðu. Samræmt verklag sem viðurkennd fyrirmynd Eitt af verkefnunum sem hafa vakið athygli á alþjóðavísu er samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem hófst hér á landi árið 2021. Verkefnið hefur þegar skilað árangri og hefur vakið athygli Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem hefur sýnt áhuga á að innleiða svipaða nálgun víðar í Evrópu. Verklagið felur í sér samræmda nálgun í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis. Í stað þess að þolendur séu settir í óljósan farveg eða vísað á milli stofnana, fær hver og ein stuðning frá teymi sérfræðinga, þar á meðal félagsráðgjafa og sálfræðinga. Málin eru unnin markvisst og tryggt að þolendur fái alla þá aðstoð sem þeir þurfa – alt frá lögfræðilegri ráðgjöf til öryggisráðstafana og aðstoðar við samskipti við aðrar stofnanir eins og lögreglu og barnavernd. Aukin fjármögnun og lagalegar úrbætur Þegar innleiðing verkefnisins hófst haustið 2022 var Landspítala falið að leiða framkvæmdina. Til þess var veitt sérstök fjármögnun upp á 90 milljónir króna, sem gerði kleift að ráða inn sérfræðinga í heimilisofbeldisteymi. Jafnframt var gerð breyting á lögum um heilbrigðisstarfsmenn árið 2023 sem skýrði heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um ofbeldi í samráði við þolendur. Heilbrigðiskerfið er oft fyrsti og eini viðkomustaður kvenna sem verða fyrir ofbeldi, og því var brýnt að taka af öll tvímæli um hlutverk þess í því að tryggja öryggi þeirra. Hvað næst? Verkefnið hefur þegar sýnt fram á mikilvægi sitt og stuðningur WHO staðfestir að Ísland getur verið í fararbroddi þegar kemur að því að móta öflugar leiðir til að styðja þolendur ofbeldis. Hins vegar er þetta aðeins eitt skref í baráttunni fyrir jafnrétti. Víða um heim er sótt að réttindum kvenna og það er ekkert gefið í þeim efnum. Í stað þess að taka áunnin réttindi sem sjálfsögð verðum við að verja þau og treysta þá innviði sem tryggja öryggi kvenna og annarra þolenda ofbeldis. Heilbrigðiskerfið er einn lykilþáttur í þessari vernd og verkefni sem þetta sýnir hvernig hægt er að byggja upp kerfi sem virkilega virkar fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er því tilefni til að fagna þeim árangri sem náðst hefur – en einnig til að minna á að baráttan fyrir jafnrétti er stöðug. Hún er ekki aðeins spurning um lagasetningu heldur líka um raunverulegar aðgerðir, fjármögnun og pólitíska forgangsröðun. Þessi vinna heldur áfram, ekki aðeins fyrir konur í dag heldur einnig fyrir komandi kynslóðir. Til hamingju með daginn konur, baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Þann 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn er tilefni til að fagna sigrum í jafnréttismálum en einnig til að beina sjónum að þeim áskorunum sem enn eru til staðar. Í dag, þegar konur standa frammi fyrir bakslagi í réttindabaráttu sinni víða um heim, er mikilvægara en nokkru sinni að styrkja innviði sem tryggja öryggi þeirra og réttindi. Eitt af þeim verkefnum sem styrkja stöðu kvenna hér á landi er innleiðing samræmds verklags heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem ég setti á laggirnar árið 2021 sem heilbrigðisráðherra. Bakslag í jafnréttismálum – sótt að réttindum kvenna Í Bandaríkjunum og víða annars staðar heiminum er staða kvenna í jafnréttismálum síður en svo sjálfgefin. Afturför í lögvernduðum réttindum, til að mynda þegar kemur að kyn- og frjósemisréttindum, er staðreynd sem kallar á viðbrögð. Á sama tíma sjáum við aukna hættu á kynbundnu ofbeldi, bæði innan heimila og í samfélaginu í heild. Slík þróun undirstrikar nauðsyn þess að ríki grípi til markvissra aðgerða til að vernda og styðja konur sem verða fyrir ofbeldi, óháð efnahag eða félagslegri stöðu. Samræmt verklag sem viðurkennd fyrirmynd Eitt af verkefnunum sem hafa vakið athygli á alþjóðavísu er samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem hófst hér á landi árið 2021. Verkefnið hefur þegar skilað árangri og hefur vakið athygli Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem hefur sýnt áhuga á að innleiða svipaða nálgun víðar í Evrópu. Verklagið felur í sér samræmda nálgun í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis. Í stað þess að þolendur séu settir í óljósan farveg eða vísað á milli stofnana, fær hver og ein stuðning frá teymi sérfræðinga, þar á meðal félagsráðgjafa og sálfræðinga. Málin eru unnin markvisst og tryggt að þolendur fái alla þá aðstoð sem þeir þurfa – alt frá lögfræðilegri ráðgjöf til öryggisráðstafana og aðstoðar við samskipti við aðrar stofnanir eins og lögreglu og barnavernd. Aukin fjármögnun og lagalegar úrbætur Þegar innleiðing verkefnisins hófst haustið 2022 var Landspítala falið að leiða framkvæmdina. Til þess var veitt sérstök fjármögnun upp á 90 milljónir króna, sem gerði kleift að ráða inn sérfræðinga í heimilisofbeldisteymi. Jafnframt var gerð breyting á lögum um heilbrigðisstarfsmenn árið 2023 sem skýrði heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um ofbeldi í samráði við þolendur. Heilbrigðiskerfið er oft fyrsti og eini viðkomustaður kvenna sem verða fyrir ofbeldi, og því var brýnt að taka af öll tvímæli um hlutverk þess í því að tryggja öryggi þeirra. Hvað næst? Verkefnið hefur þegar sýnt fram á mikilvægi sitt og stuðningur WHO staðfestir að Ísland getur verið í fararbroddi þegar kemur að því að móta öflugar leiðir til að styðja þolendur ofbeldis. Hins vegar er þetta aðeins eitt skref í baráttunni fyrir jafnrétti. Víða um heim er sótt að réttindum kvenna og það er ekkert gefið í þeim efnum. Í stað þess að taka áunnin réttindi sem sjálfsögð verðum við að verja þau og treysta þá innviði sem tryggja öryggi kvenna og annarra þolenda ofbeldis. Heilbrigðiskerfið er einn lykilþáttur í þessari vernd og verkefni sem þetta sýnir hvernig hægt er að byggja upp kerfi sem virkilega virkar fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er því tilefni til að fagna þeim árangri sem náðst hefur – en einnig til að minna á að baráttan fyrir jafnrétti er stöðug. Hún er ekki aðeins spurning um lagasetningu heldur líka um raunverulegar aðgerðir, fjármögnun og pólitíska forgangsröðun. Þessi vinna heldur áfram, ekki aðeins fyrir konur í dag heldur einnig fyrir komandi kynslóðir. Til hamingju með daginn konur, baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun