Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2025 16:15 Liam Roberts spilar ekki aftur með Millwall fyrr en í fyrsta lagi 12. apríl. ap/Ian Walton Liam Roberts, markvörður enska B-deildarliðsins Millwall, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir brotið grófa á Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace, í bikarleik liðanna um síðustu helgi. Mateta þurfti að fara á sjúkrahús þar sem saumuð voru 25 spor í eyra hans eftir að Roberts fór með fótinn í andlit hans í leik Palace og Millwall á laugardaginn. Palace vann leikinn, 3-1. Michael Oliver rak Roberts af velli, þó ekki fyrr en VAR-dómari leiksins lét hann skoða atvikið á myndbandi. Venjan er að leikmenn sem fá beint rautt spjald fari sjálfkrafa í þriggja leikja bann. Enska knattspyrnusambandinu fannst það hins vegar ekki nógu mikil refsing fyrir Roberts og vildi herða hana. Óháður dómstóll fór eftir þeim tilmælum og bætti þremur leikjum við bann Roberts. Hann missir því af næstu sex leikjum Millwall. Roberts sagðist vera niðurbrotinn eftir leikinn og hafði strax samband við Mateta eftir hann. Mateta er á góðum batavegi en spilar þó ekki með Palace í leiknum gegn nýliðum Ipswich Town á morgun. Palace er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Roberts missir af leikjum gegn Watford, Leeds United, Stoke City, Sunderland, Portsmouth og Sheffield United. Hann spilar í fyrsta lagi 12. apríl þegar Millwall fær Middlesbrough í heimsókn. Enski boltinn Tengdar fréttir Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Dómarinn Michael Oliver mun ekkert dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann gerði sig sekan um mistök í bikarleik Crystal Palace og Millwall um helgina. 5. mars 2025 16:46 Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. 1. mars 2025 22:47 Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira
Mateta þurfti að fara á sjúkrahús þar sem saumuð voru 25 spor í eyra hans eftir að Roberts fór með fótinn í andlit hans í leik Palace og Millwall á laugardaginn. Palace vann leikinn, 3-1. Michael Oliver rak Roberts af velli, þó ekki fyrr en VAR-dómari leiksins lét hann skoða atvikið á myndbandi. Venjan er að leikmenn sem fá beint rautt spjald fari sjálfkrafa í þriggja leikja bann. Enska knattspyrnusambandinu fannst það hins vegar ekki nógu mikil refsing fyrir Roberts og vildi herða hana. Óháður dómstóll fór eftir þeim tilmælum og bætti þremur leikjum við bann Roberts. Hann missir því af næstu sex leikjum Millwall. Roberts sagðist vera niðurbrotinn eftir leikinn og hafði strax samband við Mateta eftir hann. Mateta er á góðum batavegi en spilar þó ekki með Palace í leiknum gegn nýliðum Ipswich Town á morgun. Palace er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Roberts missir af leikjum gegn Watford, Leeds United, Stoke City, Sunderland, Portsmouth og Sheffield United. Hann spilar í fyrsta lagi 12. apríl þegar Millwall fær Middlesbrough í heimsókn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Dómarinn Michael Oliver mun ekkert dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann gerði sig sekan um mistök í bikarleik Crystal Palace og Millwall um helgina. 5. mars 2025 16:46 Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. 1. mars 2025 22:47 Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira
Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Dómarinn Michael Oliver mun ekkert dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann gerði sig sekan um mistök í bikarleik Crystal Palace og Millwall um helgina. 5. mars 2025 16:46
Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. 1. mars 2025 22:47
Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25