„Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. mars 2025 23:15 Rúnar Ingi var rekinn upp í stúku í leiknum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sagðist þurfa að biðja sitt lið afsökunar eftir að hafa fengið tvær tæknivillur og verið rekinn upp í stúku í leik gegn Grindavík í Bónus-deildinni í kvöld. Rúnar Ingi hafði þó sitt að segja um samskipti sín við dómara leiksins. Grindavík vann 122-115 sigur á Njarðvík í Bónus-deild karla í kvöld. Sigur Grindvíkinga var heldur betur dramatískur því þeir knúðu fram framlengingu með ótrúlegum endaspretti og voru síðan sterkari á svellinum í framlengingunni. Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sagði sína menn aðeins hafa tapað skynseminni undir lokin. „Við erum að falla aðeins of langt inn í teiginn og gefum þeim tvo þrista sem eru risastórir. Búnir að koma okkur í virkilega góða stöðu til að klára leikinn. Við vorum búnir að vera rosalega skynsamir sóknarlega, sækja vel á hringinn og búa til auðveldar körfur. Svo kannski fer þetta aðeins í að verja forystu, við vorum ekki jafn grimmir á hringinn og Grindavík setur stór skot, kemur sér inn í leikinn og jafnar þetta,“ sagði Rúnar Ingi. Bragi Guðmundsson jafnaði metin og gat tryggt Grindavík sigur þegar 0,4 sekúndur voru eftir á klukkunni en náði aðeins að setja annað af tveimur vítaskotum sínum niður. Vítin fékk hann eftir umdeildan dóm þegar Njarðvíkingar vildu fá ruðning. „Þetta hefði verið frábært „no call“ í lok fjórða leikhluta fyrir leiknum. Það er framlenging, Grindavík skarpari og við lærum af þessu.“ Njarðvík er í þeirri stöðu að vera með þriðja sæti Bónus-deildarinnar í sínum höndum og viðurkenndi Rúnar Ingi að Njarðvíkingar hefðu verið að prófa sig áfram gegn Grindavík í kvöld. „Við erum að spila á móti nýju Grindavíkurliði og fikra okkur áfram hvernig við viljum spila á móti því, það er alveg líklegt að við gætum mætt þeim í fyrstu umferð í úrslitakeppni. Við vorum að prófa ýmislegt, sumt gekk vel en annað ekki. Við fáum á okkur 60 stig í fyrri hálfleik. Það kom smá kafli þar sem við fundum takt en heilt yfir var það sóknarleikur sem var allsráðandi í dag.“ „Þeir bara ákveða að dæma ekki“ Undir lok þriðja leikhluta fékk Rúnar Ingi tvær tæknivillur með skömmu millibili og var rekinn upp í stúku. Hann var ekki ánægður með dómara leiksins í atvikinu sem varð til þess að hann fékk fyrri villuna og heldur ekki sáttur með samskiptin í kjölfarið. „Ég kalla „ha“ eða „villa“ og sveifla höndum. Það enda þrír leikmenn ofan á Khalil Shabazz eftir að hann setur skotið ofan í, ég held að það sé sjálfkrafa villa og ég er búinn að horfa á þetta aftur. Þeir dæma alveg eins villu seinna í leiknum og þeir geta ekki sagt að þeir sjái þetta ekki, þetta er það eina sem er í gangi í þessu hraðaupphlaupi. Þeir bara ákveða að dæma ekki.“ „Ég er að biðja um útskýringar, það er það eina sem ég bað um. Það er allt í góðu með þessa tæknivillu en endilega komdu og segðu mér af hverju þetta er ekki villa. Ég bað dómara leiksins um eðlileg samskipti, ég er alveg tilbúinn að tala við þá og þá get ég sagt leikmanni mínum af hverju hann á ekki að vera fúll því þeir koma með sín rök. Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti og henti mér út.“ Rúnar Ingi sagðist vera á leið inn í klefa að biðja sína menn afsökunar en var ekki viss um að hann ætti skilið að vera í þeirri stöðu. „Kane fær tæknivillu í fyrri hálfleik og er hér baðandi út höndum allan leikinn, blótandi. Ég vill að engum sé hent út, ég er ekki að biðja um að Kane sé hent út. Ég brást liðinu mínu í kvöld og þarf að taka það á mig. Ég þarf að fara inn í klefa og biðja mína menn afsökunar. Hversu mikið ég átti það skilið, ég ætla að leyfa mér að efast um það. Dómarar leiksins eru örugglega ekki sammála mér en fólk getur dæmt um það sjálft. Bónus-deild karla Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira
Grindavík vann 122-115 sigur á Njarðvík í Bónus-deild karla í kvöld. Sigur Grindvíkinga var heldur betur dramatískur því þeir knúðu fram framlengingu með ótrúlegum endaspretti og voru síðan sterkari á svellinum í framlengingunni. Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sagði sína menn aðeins hafa tapað skynseminni undir lokin. „Við erum að falla aðeins of langt inn í teiginn og gefum þeim tvo þrista sem eru risastórir. Búnir að koma okkur í virkilega góða stöðu til að klára leikinn. Við vorum búnir að vera rosalega skynsamir sóknarlega, sækja vel á hringinn og búa til auðveldar körfur. Svo kannski fer þetta aðeins í að verja forystu, við vorum ekki jafn grimmir á hringinn og Grindavík setur stór skot, kemur sér inn í leikinn og jafnar þetta,“ sagði Rúnar Ingi. Bragi Guðmundsson jafnaði metin og gat tryggt Grindavík sigur þegar 0,4 sekúndur voru eftir á klukkunni en náði aðeins að setja annað af tveimur vítaskotum sínum niður. Vítin fékk hann eftir umdeildan dóm þegar Njarðvíkingar vildu fá ruðning. „Þetta hefði verið frábært „no call“ í lok fjórða leikhluta fyrir leiknum. Það er framlenging, Grindavík skarpari og við lærum af þessu.“ Njarðvík er í þeirri stöðu að vera með þriðja sæti Bónus-deildarinnar í sínum höndum og viðurkenndi Rúnar Ingi að Njarðvíkingar hefðu verið að prófa sig áfram gegn Grindavík í kvöld. „Við erum að spila á móti nýju Grindavíkurliði og fikra okkur áfram hvernig við viljum spila á móti því, það er alveg líklegt að við gætum mætt þeim í fyrstu umferð í úrslitakeppni. Við vorum að prófa ýmislegt, sumt gekk vel en annað ekki. Við fáum á okkur 60 stig í fyrri hálfleik. Það kom smá kafli þar sem við fundum takt en heilt yfir var það sóknarleikur sem var allsráðandi í dag.“ „Þeir bara ákveða að dæma ekki“ Undir lok þriðja leikhluta fékk Rúnar Ingi tvær tæknivillur með skömmu millibili og var rekinn upp í stúku. Hann var ekki ánægður með dómara leiksins í atvikinu sem varð til þess að hann fékk fyrri villuna og heldur ekki sáttur með samskiptin í kjölfarið. „Ég kalla „ha“ eða „villa“ og sveifla höndum. Það enda þrír leikmenn ofan á Khalil Shabazz eftir að hann setur skotið ofan í, ég held að það sé sjálfkrafa villa og ég er búinn að horfa á þetta aftur. Þeir dæma alveg eins villu seinna í leiknum og þeir geta ekki sagt að þeir sjái þetta ekki, þetta er það eina sem er í gangi í þessu hraðaupphlaupi. Þeir bara ákveða að dæma ekki.“ „Ég er að biðja um útskýringar, það er það eina sem ég bað um. Það er allt í góðu með þessa tæknivillu en endilega komdu og segðu mér af hverju þetta er ekki villa. Ég bað dómara leiksins um eðlileg samskipti, ég er alveg tilbúinn að tala við þá og þá get ég sagt leikmanni mínum af hverju hann á ekki að vera fúll því þeir koma með sín rök. Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti og henti mér út.“ Rúnar Ingi sagðist vera á leið inn í klefa að biðja sína menn afsökunar en var ekki viss um að hann ætti skilið að vera í þeirri stöðu. „Kane fær tæknivillu í fyrri hálfleik og er hér baðandi út höndum allan leikinn, blótandi. Ég vill að engum sé hent út, ég er ekki að biðja um að Kane sé hent út. Ég brást liðinu mínu í kvöld og þarf að taka það á mig. Ég þarf að fara inn í klefa og biðja mína menn afsökunar. Hversu mikið ég átti það skilið, ég ætla að leyfa mér að efast um það. Dómarar leiksins eru örugglega ekki sammála mér en fólk getur dæmt um það sjálft.
Bónus-deild karla Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira