Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2025 07:01 Jack Grealish fór út á lífið í Newcastle nýverið. Mike Egerton/Getty Images Darren Lewis, aðstoðarritstjóri Daily Mirror, ræddi málefni Jack Grealish og Marcus Rashford á Sky Sports nýverið. Hann segir að ef myndir hefðu náðst af Rashford við drykkju líkt og þær sem birtust af Grealish nýverið þá hefði Rashford verið gerður að engu. Grealish hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Eftir að vera lykilmaður í liði Manchester City sem vann þrennuna tímabilið 2023-24 hefur þessi hæfileikaríki leikmaður ekki fundið sig. Hann átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en stóð þó uppi sem Englandsmeistari fjórða árið í röð með Man City. Á yfirstandandi leiktíð hefur ekki staðið steinn yfir steini hjá félaginu sem gæti staðið uppi án titils í vor, eitthvað sem þekkist ekki þar á bæ. Ofan á það hefur Grealish spilað skelfilega, misst sæti sitt í liðinu svo ekki sé talað um sæti sitt í enska landsliðinu. Það vakti því athygli þegar myndir af Grealish að sumbli birtust nýverið. Hann hafði þá skellt sér til Newcastle á frídegi sínum og hellt í sig áfengi þangað til hann gat vart gengið í beinni línu. Jack Grealish looked worse for wear during a Newcastle bender 😳👀 pic.twitter.com/MDePbaP5gD— Mail Sport (@MailSport) March 4, 2025 Lewis ræddi stöðu mála hjá Grealish og Rashford en taldi næsta víst að ef Rashford hefði verið myndaður við sömu iðju hefðu viðbrögðin ekki verið þau sömu. „Stundum verðum við að tala af alvöru. Ef þetta væri Rashford að gera sömu hluti og við höfum séð Grealish gera … ef við hefðum séð Rashford ráfa niður götuna í átt að næsta bar þá væri búið að rústa honum.“ Jack Grealish leaves Newcastle pub looking unsteady pic.twitter.com/8H86Ae721f— Mail Sport (@MailSport) March 3, 2025 „Það er ákveðinn tvískinnungur í gangi þegar kemur að því hvernig við horfum á myndefni af þessu tagi. Ég er viss um að Grealish sé ánægður með að vera ekki Rashford í aðstæðum sem þessum. Við værum ekki að gæta jafnréttis ef við myndum ekki ræða stöðuna í málum sem þessum.“ „Hvað Jack varðar þá er hann magnaður leikmaður þegar hann er upp á sitt besta. Ég er viss um að hann vill gera hvað hann getur til að komast aftur inn í myndina hjá Thomas Tuchel, landsliðsþjálfara Englands.“ „Sem stendur eru hins vegar beittari, stöðugri og meira skapandi leikmenn á undan honum. Þetta snýst um hvað Jack vill gera frá deginum í dag. Vill hann komast aftur í liðið hjá City. Vill hann komast inn í enska landsliðið?“ Lewis sagði Jack vera elskaðan vegna þess hversu mannlegur og jarðbundinn hann er þrátt fyrir ótrúlegan árangur innan vallar undanfarin ár. „Ég held að það sé enginn vilji til að rífa hann niður og gera lítið úr honum. Hann er magnaður leikmaður og við viljum sá hann aftur á þeim stalli sem hann var á. Það er alltaf leiðinlegt þegar leikmenn tapa flugi og við viljum öll sjá hann í hæstu hæðum á ný.“ "There is a double standard"Darren Lewis says Marcus Rashford would be publicly 'destroyed' if he was pictured on a night out like Jack Grealish pic.twitter.com/OJMpNZdHAC— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 9, 2025 Hinn 29 ára gamli Grealish hefur komið við sögu í 16 leikjum Man City í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og lagt upp eitt mark. Þá hefur hann skorað eitt mark í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu ásamt því að skora eitt og leggja upp þrjú í þremur leikjum í ensku bikarkeppninni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Grealish hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Eftir að vera lykilmaður í liði Manchester City sem vann þrennuna tímabilið 2023-24 hefur þessi hæfileikaríki leikmaður ekki fundið sig. Hann átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en stóð þó uppi sem Englandsmeistari fjórða árið í röð með Man City. Á yfirstandandi leiktíð hefur ekki staðið steinn yfir steini hjá félaginu sem gæti staðið uppi án titils í vor, eitthvað sem þekkist ekki þar á bæ. Ofan á það hefur Grealish spilað skelfilega, misst sæti sitt í liðinu svo ekki sé talað um sæti sitt í enska landsliðinu. Það vakti því athygli þegar myndir af Grealish að sumbli birtust nýverið. Hann hafði þá skellt sér til Newcastle á frídegi sínum og hellt í sig áfengi þangað til hann gat vart gengið í beinni línu. Jack Grealish looked worse for wear during a Newcastle bender 😳👀 pic.twitter.com/MDePbaP5gD— Mail Sport (@MailSport) March 4, 2025 Lewis ræddi stöðu mála hjá Grealish og Rashford en taldi næsta víst að ef Rashford hefði verið myndaður við sömu iðju hefðu viðbrögðin ekki verið þau sömu. „Stundum verðum við að tala af alvöru. Ef þetta væri Rashford að gera sömu hluti og við höfum séð Grealish gera … ef við hefðum séð Rashford ráfa niður götuna í átt að næsta bar þá væri búið að rústa honum.“ Jack Grealish leaves Newcastle pub looking unsteady pic.twitter.com/8H86Ae721f— Mail Sport (@MailSport) March 3, 2025 „Það er ákveðinn tvískinnungur í gangi þegar kemur að því hvernig við horfum á myndefni af þessu tagi. Ég er viss um að Grealish sé ánægður með að vera ekki Rashford í aðstæðum sem þessum. Við værum ekki að gæta jafnréttis ef við myndum ekki ræða stöðuna í málum sem þessum.“ „Hvað Jack varðar þá er hann magnaður leikmaður þegar hann er upp á sitt besta. Ég er viss um að hann vill gera hvað hann getur til að komast aftur inn í myndina hjá Thomas Tuchel, landsliðsþjálfara Englands.“ „Sem stendur eru hins vegar beittari, stöðugri og meira skapandi leikmenn á undan honum. Þetta snýst um hvað Jack vill gera frá deginum í dag. Vill hann komast aftur í liðið hjá City. Vill hann komast inn í enska landsliðið?“ Lewis sagði Jack vera elskaðan vegna þess hversu mannlegur og jarðbundinn hann er þrátt fyrir ótrúlegan árangur innan vallar undanfarin ár. „Ég held að það sé enginn vilji til að rífa hann niður og gera lítið úr honum. Hann er magnaður leikmaður og við viljum sá hann aftur á þeim stalli sem hann var á. Það er alltaf leiðinlegt þegar leikmenn tapa flugi og við viljum öll sjá hann í hæstu hæðum á ný.“ "There is a double standard"Darren Lewis says Marcus Rashford would be publicly 'destroyed' if he was pictured on a night out like Jack Grealish pic.twitter.com/OJMpNZdHAC— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 9, 2025 Hinn 29 ára gamli Grealish hefur komið við sögu í 16 leikjum Man City í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og lagt upp eitt mark. Þá hefur hann skorað eitt mark í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu ásamt því að skora eitt og leggja upp þrjú í þremur leikjum í ensku bikarkeppninni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira