Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2025 07:31 Arsenal gæti endað í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þriðja árið í röð. ap/Dave Thompson Roy Keane gagnrýndi Arsenal eftir jafnteflið við Manchester United á Old Trafford í gær og sagði að liðið ætti að hafa meiri áhyggjur af liðunum fyrir neðan sig en toppliði Liverpool. Bruno Fernandes kom United yfir í leiknum í gær með marki beint úr aukaspyrnu en Declan Rice jafnaði fyrir Arsenal og þar við sat. Eftir jafnteflið er Arsenal fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Keane fannst ekki mikið til frammistöðu Arsenal-liðsins í gær koma. „Ef þú ert ekki beittur og skorar ekki mörk gleymdu því þá að minnka forskot Liverpool. Þú ættir að hafa meiri áhyggjur af liðunum fyrir aftan þig,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. Arsenal er sex stigum á undan Chelsea sem er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og svo gæti farið að fimmta liðið bættist við en það veltur á frammistöðu ensku liðanna í Evrópukeppnunum. Arsenal er svo gott sem komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið 1-7 útisigur á PSV Eindhoven í fyrri leiknum í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Skyttunum tókst hins vegar ekki að fylgja þeirri frammistöðu eftir í gær. Næsta skref er það erfiðasta „Arsenal skoraði sjö mörk í vikunni en það var ekkert að frétta hjá þeim í dag [í gær]. Þú hugsaðir frekar að United myndi vinna og þeir hafa verið ömurlegir. Ég myndi horfa á hugarfarið og hugsa: Hvar var það? United lá vel við höggi en Arsenal voru ekki klókir. Þeir voru opnir og United hefði getað unnið þetta undir lokin,“ sagði Keane. „Arsenal hefur gert vel og tekið framförum síðustu ár en næsta skrefið er það erfiðasta. Ef þú ert Arsenal hvað gerir 2. sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla. Ég sá ekki Arsenal-lið sem vissi að United lá vel við höggi. Ég var ekki sáttur við hugarfar þeirra. Gleymdu Liverpool, hafðu frekar áhyggjur af liðunum fyrir neðan.“ Næsti leikur Arsenal er gegn PSV á Emirates á miðvikudaginn. Næsti deildarleikur Arsenal er gegn Chelsea á sunnudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. 9. mars 2025 20:16 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Bruno Fernandes kom United yfir í leiknum í gær með marki beint úr aukaspyrnu en Declan Rice jafnaði fyrir Arsenal og þar við sat. Eftir jafnteflið er Arsenal fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Keane fannst ekki mikið til frammistöðu Arsenal-liðsins í gær koma. „Ef þú ert ekki beittur og skorar ekki mörk gleymdu því þá að minnka forskot Liverpool. Þú ættir að hafa meiri áhyggjur af liðunum fyrir aftan þig,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. Arsenal er sex stigum á undan Chelsea sem er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og svo gæti farið að fimmta liðið bættist við en það veltur á frammistöðu ensku liðanna í Evrópukeppnunum. Arsenal er svo gott sem komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið 1-7 útisigur á PSV Eindhoven í fyrri leiknum í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Skyttunum tókst hins vegar ekki að fylgja þeirri frammistöðu eftir í gær. Næsta skref er það erfiðasta „Arsenal skoraði sjö mörk í vikunni en það var ekkert að frétta hjá þeim í dag [í gær]. Þú hugsaðir frekar að United myndi vinna og þeir hafa verið ömurlegir. Ég myndi horfa á hugarfarið og hugsa: Hvar var það? United lá vel við höggi en Arsenal voru ekki klókir. Þeir voru opnir og United hefði getað unnið þetta undir lokin,“ sagði Keane. „Arsenal hefur gert vel og tekið framförum síðustu ár en næsta skrefið er það erfiðasta. Ef þú ert Arsenal hvað gerir 2. sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla. Ég sá ekki Arsenal-lið sem vissi að United lá vel við höggi. Ég var ekki sáttur við hugarfar þeirra. Gleymdu Liverpool, hafðu frekar áhyggjur af liðunum fyrir neðan.“ Næsti leikur Arsenal er gegn PSV á Emirates á miðvikudaginn. Næsti deildarleikur Arsenal er gegn Chelsea á sunnudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. 9. mars 2025 20:16 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31
„Þetta félag mun aldrei deyja“ „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. 9. mars 2025 20:16
„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32