„Þetta er bara klúður“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2025 09:05 Vilhjálmur segir málið eitt allsherjarklúður. Vísir „Ég var alltaf svolítið fastur í þessu, því ég sá þetta ekki geta gengið upp,“ segir Vilhjálmur Arason, heimilislæknir og sérfræðingur í bráðalækningum, um þá staðreynd að ekki er gert ráð fyrir þyrlupalli á Nýja Landspítala. Vilhjálmur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist hafa verið að starfa á bráðamóttökunni í Fossvogi þegar sjúkraflutningar með þyrlum hófust upp úr 1980. Um hafi verið að ræða byltingu; það hafi aðeins tekið nokkrar mínútur að flytja fólk úr þyrlunni og inn á stofu. Þegar fyrir lá að byggja ætti nýjan spítala hafi menn fljótt farið að gera athugasemdir hvað varðaði þyrluflugið, bæði læknar og samtökin Betri spítali á betri stað, sem Vilhjálmur tilheyrði. Samtökin gerðu ýmsar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda en að sögn Vilhjálms var hann ekki síst uggandi vegna þyrluflugsins. „Spítalahópurinn“ hafi látið hanna þyrlupall á 5. hæð rannsóknarhússins en aðeins hafi verið gert ráð fyrir fjórum til tíu lendingum á ári, sem sé í engum takti við raunveruleikan. Þá hafi ekki verið tekið tillit til aðflugs þyrlanna, sem séu stórar og miklar. „Ég er að vinna mikið úti á landi og verð stundum að kalla til þyrlu þar sem eru mjög erfiðar og krefjandi aðstæður,“ segir Vilhjálmur. Þyrluflugið sé mikilvægt og stór þáttur í sjúkraflutningum, ekki síst eftir að margir flugvellir hafi verið lagðir niður. Aðspurður um hugmyndir um þyrlupall í Nauthólsvík eða 35 metra háan turn við Nýja Landspítalann segir Vilhjálmur: „Þetta yrði aldrei boðlegt. Þetta er bara klúður.“ Lausnin hefði falist í opnum aðflugsleiðum, sem nú væri búið að loka með uppbyggingu. „Það er búið að loka öllum möguleikum því það er búið að byggja kraga í kringum spítalann,“ segir Vilhjálmur. „Þannig að ég sé ekki hvernig sjúkraþyrluflug á að geta gengið á þessu svæði.“ Bæði aðstandendur verkefnisins og stjórnvöld hafi blásið á áhyggjur í meira en áratug og nú sé staðan sú að verið sé að byggja hátæknisjúkrahús fyrir mörg hundruð milljarða, sem geti ekki tekið almennilega á móti bráðveikum sjúklingum. „Því svo eru það sjúkrabílarnir, með heftan aðgang hérna í gegnum borgina. Og þetta er eitthvað sem á að vera tilbúið eftir 20 til 30 ár, með Borgarlínu.“ Nefnd um nýjan spítala hafi lagt upp með það í kringum 2008 að það þyrfti að vera búið að greiða úr umferðarmálum og útfæra sjúkraþyrluflugið áður en ráðist yrði í framkvæmdir. „Þetta voru megin forsendur fyrir staðarvalinu,“ segir Vilhjálmur en hvorugt málið hafi verið leyst. Vilhjálmur segir málið hafa verið „keyrt áfram í blindni“ og sífellt fleiri skorður reistar með auknu byggingarmagni í kringum spítalann, sem upphaflega hafi átt að vera aukasvæði til að spítalinn gæti stækkað. Hann segir sjúkraflutningana strax munu verða mikið vandamál þegar Nýi Landspítalinn opnar. „Hver mínúta getur skipt máli. Og að þurfa ekki að þvæla sjúklingnum úr flugvél í sjúkrabíl og svo keyra og svo aftur... þetta er „crucial“. Og sérstaklega þegar við erum að hanna meðferðarsjúkrahús, aðalbráðamóttöku landsins, sem hefur ekki þetta aðgengi. Þetta er alveg með ólíkindum.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Bítið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Vilhjálmur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist hafa verið að starfa á bráðamóttökunni í Fossvogi þegar sjúkraflutningar með þyrlum hófust upp úr 1980. Um hafi verið að ræða byltingu; það hafi aðeins tekið nokkrar mínútur að flytja fólk úr þyrlunni og inn á stofu. Þegar fyrir lá að byggja ætti nýjan spítala hafi menn fljótt farið að gera athugasemdir hvað varðaði þyrluflugið, bæði læknar og samtökin Betri spítali á betri stað, sem Vilhjálmur tilheyrði. Samtökin gerðu ýmsar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda en að sögn Vilhjálms var hann ekki síst uggandi vegna þyrluflugsins. „Spítalahópurinn“ hafi látið hanna þyrlupall á 5. hæð rannsóknarhússins en aðeins hafi verið gert ráð fyrir fjórum til tíu lendingum á ári, sem sé í engum takti við raunveruleikan. Þá hafi ekki verið tekið tillit til aðflugs þyrlanna, sem séu stórar og miklar. „Ég er að vinna mikið úti á landi og verð stundum að kalla til þyrlu þar sem eru mjög erfiðar og krefjandi aðstæður,“ segir Vilhjálmur. Þyrluflugið sé mikilvægt og stór þáttur í sjúkraflutningum, ekki síst eftir að margir flugvellir hafi verið lagðir niður. Aðspurður um hugmyndir um þyrlupall í Nauthólsvík eða 35 metra háan turn við Nýja Landspítalann segir Vilhjálmur: „Þetta yrði aldrei boðlegt. Þetta er bara klúður.“ Lausnin hefði falist í opnum aðflugsleiðum, sem nú væri búið að loka með uppbyggingu. „Það er búið að loka öllum möguleikum því það er búið að byggja kraga í kringum spítalann,“ segir Vilhjálmur. „Þannig að ég sé ekki hvernig sjúkraþyrluflug á að geta gengið á þessu svæði.“ Bæði aðstandendur verkefnisins og stjórnvöld hafi blásið á áhyggjur í meira en áratug og nú sé staðan sú að verið sé að byggja hátæknisjúkrahús fyrir mörg hundruð milljarða, sem geti ekki tekið almennilega á móti bráðveikum sjúklingum. „Því svo eru það sjúkrabílarnir, með heftan aðgang hérna í gegnum borgina. Og þetta er eitthvað sem á að vera tilbúið eftir 20 til 30 ár, með Borgarlínu.“ Nefnd um nýjan spítala hafi lagt upp með það í kringum 2008 að það þyrfti að vera búið að greiða úr umferðarmálum og útfæra sjúkraþyrluflugið áður en ráðist yrði í framkvæmdir. „Þetta voru megin forsendur fyrir staðarvalinu,“ segir Vilhjálmur en hvorugt málið hafi verið leyst. Vilhjálmur segir málið hafa verið „keyrt áfram í blindni“ og sífellt fleiri skorður reistar með auknu byggingarmagni í kringum spítalann, sem upphaflega hafi átt að vera aukasvæði til að spítalinn gæti stækkað. Hann segir sjúkraflutningana strax munu verða mikið vandamál þegar Nýi Landspítalinn opnar. „Hver mínúta getur skipt máli. Og að þurfa ekki að þvæla sjúklingnum úr flugvél í sjúkrabíl og svo keyra og svo aftur... þetta er „crucial“. Og sérstaklega þegar við erum að hanna meðferðarsjúkrahús, aðalbráðamóttöku landsins, sem hefur ekki þetta aðgengi. Þetta er alveg með ólíkindum.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Bítið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent