„Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. mars 2025 13:02 Luis Enrique er sigurviss fyrir kvöldið, enda yfirspilaði lið hans Liverpool í síðustu viku. Getty/Antonio Borga Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain, er fullur sjálfstrausts fyrir leik liðs hans við Liverpool á Anfield í kvöld. Um er að ræða síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Á einhvern ótrúlegan hátt vann Liverpool fyrir leik liðanna 1-0 en PSG hafði algjöra yfirburði í París síðasta miðvikudag. Harvey Elliott stakk rýtingi í hjarta stuðningsmanna PSG með marki undir lok leiks. PSG var með algjöra yfirburði allan leikinn en frammistaða Alisson Becker í marki Liverpool var á meðal þeirra betri sem sést hafa í keppninni. Búast má við frábrugðnum leik í kvöld þar sem Liverpool á til að skapa sérstaka stemningu á Anfield á Meistaradeildarkvöldum. Þeir rauðklæddu vilja vafalaust sýna betri frammistöðu en í síðustu viku. Luis Enrique, þjálfari PSG, er hins vegar fullur sjálfstrausts. „Jafnvel þó við séum undir eftir fyrri leikinn munum við spila okkar eigin leik frá byrjun. Þrátt fyrir úrslitin í París hefðum við ekki viljað spila neitt öðruvísi,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í gær. „Það eina í stöðunni er að vinna og það er það sem keyrir okkur áfram. Ég held að það komi Arne Slot ekki á óvart hvernig við stillum upp, rétt eins og ég hef ákveðnar hugmyndir um það hvernig hann mun stilla upp,“ segir Enrique sem telur að sigurlið kvöldsins fari alla leið í úrslit. „Ég mun ekki gefa upp hvernig við nálgumst leikinn, en við munum sjá tvö af bestu liðum Evrópu sem eru bæði fær um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar. Og ég tel að liðið sem fer áfram muni fara alla leið,“ segir Enrique enn fremur. Leikur Liverpool og PSG er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Franski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33 Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. 6. mars 2025 11:34 Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20 Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Á einhvern ótrúlegan hátt vann Liverpool fyrir leik liðanna 1-0 en PSG hafði algjöra yfirburði í París síðasta miðvikudag. Harvey Elliott stakk rýtingi í hjarta stuðningsmanna PSG með marki undir lok leiks. PSG var með algjöra yfirburði allan leikinn en frammistaða Alisson Becker í marki Liverpool var á meðal þeirra betri sem sést hafa í keppninni. Búast má við frábrugðnum leik í kvöld þar sem Liverpool á til að skapa sérstaka stemningu á Anfield á Meistaradeildarkvöldum. Þeir rauðklæddu vilja vafalaust sýna betri frammistöðu en í síðustu viku. Luis Enrique, þjálfari PSG, er hins vegar fullur sjálfstrausts. „Jafnvel þó við séum undir eftir fyrri leikinn munum við spila okkar eigin leik frá byrjun. Þrátt fyrir úrslitin í París hefðum við ekki viljað spila neitt öðruvísi,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í gær. „Það eina í stöðunni er að vinna og það er það sem keyrir okkur áfram. Ég held að það komi Arne Slot ekki á óvart hvernig við stillum upp, rétt eins og ég hef ákveðnar hugmyndir um það hvernig hann mun stilla upp,“ segir Enrique sem telur að sigurlið kvöldsins fari alla leið í úrslit. „Ég mun ekki gefa upp hvernig við nálgumst leikinn, en við munum sjá tvö af bestu liðum Evrópu sem eru bæði fær um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar. Og ég tel að liðið sem fer áfram muni fara alla leið,“ segir Enrique enn fremur. Leikur Liverpool og PSG er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Franski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33 Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. 6. mars 2025 11:34 Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20 Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33
Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. 6. mars 2025 11:34
Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20
Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn