Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2025 14:14 Bjarni Þór og Halla eru meðal fjögurra frambjóðenda til formanns hjá VR. Kosningu lýkur í hádeginu á fimmtudaginn. Vísir/Vilhelm Bjarni Þór Sigurðsson, frambjóðandi til formanns VR, ritar grein á Vísi þar sem hann heldur því fram staðfastlega að þeir sem eru að hringja út fyrir Höllu Gunnarsdóttur mótframbjóðanda síns haldi því fram að hann sé of gamall. Bjarni Þór segir þetta opinbera undirliggjandi fordóma sem finna megi í herbúðum Höllu. „Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafði fengið símtal frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem líkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni Þór vekur jafnframt athygli á því að Halla hafi lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð: „Þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir.“ Halla kannaðist aðspurð ekki við þetta. „Ég er náttúrlega með fullt af fólki sem er að hjálpa mér að hringja í félagsfólk. Það er grundvallarregla hjá okkur að við segjum ekkert neikvætt um aðra frambjóðendur, enda keyri ég mína kosningabaráttu undir jákvæðum formerkjum.“ Halla hafnar því alfarið að fyrir liggi handrit þar sem fram kemur að Bjarni Þór sé of gamall. „Það er kjósenda að meta það eða hvort aldur skipti yfirleitt máli í þessum kosningum,“ sagði Halla. Kosningunum lýkur um hádegi á fimmtudag og greinilega er tekið að hitna vel í kolum. „Meira en ég hélt. Ég vissi ekki að þetta væri svona heitt,“ segir Halla. En svona sé þegar fleiri vilja en komast að, þá getur þetta orðið með þessum hætti. Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Bjarni Þór segir þetta opinbera undirliggjandi fordóma sem finna megi í herbúðum Höllu. „Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafði fengið símtal frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem líkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni Þór vekur jafnframt athygli á því að Halla hafi lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð: „Þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir.“ Halla kannaðist aðspurð ekki við þetta. „Ég er náttúrlega með fullt af fólki sem er að hjálpa mér að hringja í félagsfólk. Það er grundvallarregla hjá okkur að við segjum ekkert neikvætt um aðra frambjóðendur, enda keyri ég mína kosningabaráttu undir jákvæðum formerkjum.“ Halla hafnar því alfarið að fyrir liggi handrit þar sem fram kemur að Bjarni Þór sé of gamall. „Það er kjósenda að meta það eða hvort aldur skipti yfirleitt máli í þessum kosningum,“ sagði Halla. Kosningunum lýkur um hádegi á fimmtudag og greinilega er tekið að hitna vel í kolum. „Meira en ég hélt. Ég vissi ekki að þetta væri svona heitt,“ segir Halla. En svona sé þegar fleiri vilja en komast að, þá getur þetta orðið með þessum hætti.
Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira