Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 11. mars 2025 17:00 Minningarnar renna í gegnum hugann þessa daganna þegar horft er á átök Bandaríkjanna við Evrópu. Upplifunin núna er ekki ósvipuð því að horfa uppá fall Berlínarmúrsins (1989) og litlu síðar hrun Sovétríkjanna (1991) sem brotnaði í framhaldinu upp 15 mismunandi sjálfstæð ríki. Óraunverulegir atburðir sem raungerðust á ótrúlega skömmum tíma. Það virðast vera breytingar í farvatninu á alþjóðakerfinu en í þetta sinn er birtingarmyndin innri átök bandamanna, þó óhætt sé að segja að innrás Rússlands í Úkraínu fyrir 3 árum sé mikill vendipunktur í því ferli sem farið er af stað. Það má halda því fram með rökum að NATO þjóðirnar hafi verið værukærar frá lokum kalda stríðsins og takmarkað sinnt innri uppbyggingu né tekist á við innbyggða togstreitu í rekstri NATO. Sterkustu vísbendingarnar um þessa stöðu birtast í afstöðu Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO ríkjum sem er að raungerast þessar vikurnar í beinni útsendingu. Stjórn Trumps 2016-2020 hótaði oftar en einu sinni að standa ekki við sínar skuldbindingar gagnvart öðrum NATO ríkjum ef ríkin myndu ekki hækka sín fjárframlög. Innrás Rússlands í Úkraínu jók síðan enn frekar á innri togstreitu NATO. Vinskapur og tengsl Trump og Pútíns hafa heldur ekki bætt úr skák og virðist sem Trump hafi takmarkaðan skilning á því að Evrópa sé með Rússland í bakgarðinum. Í þessum sama bakgarði er ekki bara Rússland heldur einnig 14 sjálfstæð ríki sem voru hluti af sovétríkjunum sálugu, ríki sem fæst geta um frjálst höfuð strokið og eru enn á ný komin undir radar Rússlands þar sem Putín dreymir stóra drauma um nýtt Sovét. Deilt er um hvort Pútín lætur næst til skara skríða gegn Moldóvu eða Eistlandi. Það er ekki að ástæðulausu að Finnland og Svíþjóð tóku ákvörðun í þessu ástandi að ganga í NATO. Nýjustu vendingar Bandaríkjastjórnar felast í hótunum við Úkraínu, gagnrýni á NATO og Evrópusambandið. Trump stjórnin hefur einnig verið í miklum samskiptum og fundahöldum við Rússa án aðkomu Evrópu, NATO og Úkraínu. Staða sem hefði verið óhugsandi ef litið er til fortíðar og sögu NATÓ og samskipta Bandaríkjanna og Evrópu frá fyrri heimsstyrjöld. Vance varaforsteti hefur hæðst að Evrópusambandinu opinberlega og reynt að hafa áhrif á kosningar í einstökum ríkjum. Trump hefur sett fram þá falskenningu að Evrópusambandið hafi verið sérstaklega stofnað til höfuðs Bandaríkjunum og Vance sagt að þau beiti sér gegn mál- og skoðanafrelsi og sagt einstök ríki sambandsins haga sér einsog einræðisríki. Ótti Evrópu er því raunverulegur um að Bandaríkjastjórn reyni að koma á friðarsamningum sem Úkraína og Evrópa eiga ekki aðkomu að. Evrópa og Evrópusambandið eru að átta sig á að ekki er lengur á vísan að róa með stuðning Bandaríkjanna hvorki innan NATO eða sem bandamann í alþjóðakerfinu, bandalag sem hefur haldið frá seinni heimstyrjöld. Nýlegt dæmi á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna undirstrikar þessa stöðu í atkvæðagreiðslu þar sem Bandaríkin greiddu atkvæði með Rússlandi, Norður Kóreu og Íran um að fordæma ekki innrás rússa í Úkraínu. Evrópusambandið hefur þegar brugðist við með auknum fjármunum til öryggis- og varnarmála (ReArm Europe Plan, 2025) með það að markmiði að styrkja varnir sambandsins til að fylla í skarið sem Bandaríkjamenn hugsanlega skilja eftir sig í Evrópu. Þar með er fyrsta stóra skrefið stigið í þá átt að undirbúa Evrópu fyrir þann raunveruleika að geta varið sig án aðstoðar Bandaríkjanna. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt alþjóðaviðskipti, evrópufræði, stefnumótun og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Minningarnar renna í gegnum hugann þessa daganna þegar horft er á átök Bandaríkjanna við Evrópu. Upplifunin núna er ekki ósvipuð því að horfa uppá fall Berlínarmúrsins (1989) og litlu síðar hrun Sovétríkjanna (1991) sem brotnaði í framhaldinu upp 15 mismunandi sjálfstæð ríki. Óraunverulegir atburðir sem raungerðust á ótrúlega skömmum tíma. Það virðast vera breytingar í farvatninu á alþjóðakerfinu en í þetta sinn er birtingarmyndin innri átök bandamanna, þó óhætt sé að segja að innrás Rússlands í Úkraínu fyrir 3 árum sé mikill vendipunktur í því ferli sem farið er af stað. Það má halda því fram með rökum að NATO þjóðirnar hafi verið værukærar frá lokum kalda stríðsins og takmarkað sinnt innri uppbyggingu né tekist á við innbyggða togstreitu í rekstri NATO. Sterkustu vísbendingarnar um þessa stöðu birtast í afstöðu Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO ríkjum sem er að raungerast þessar vikurnar í beinni útsendingu. Stjórn Trumps 2016-2020 hótaði oftar en einu sinni að standa ekki við sínar skuldbindingar gagnvart öðrum NATO ríkjum ef ríkin myndu ekki hækka sín fjárframlög. Innrás Rússlands í Úkraínu jók síðan enn frekar á innri togstreitu NATO. Vinskapur og tengsl Trump og Pútíns hafa heldur ekki bætt úr skák og virðist sem Trump hafi takmarkaðan skilning á því að Evrópa sé með Rússland í bakgarðinum. Í þessum sama bakgarði er ekki bara Rússland heldur einnig 14 sjálfstæð ríki sem voru hluti af sovétríkjunum sálugu, ríki sem fæst geta um frjálst höfuð strokið og eru enn á ný komin undir radar Rússlands þar sem Putín dreymir stóra drauma um nýtt Sovét. Deilt er um hvort Pútín lætur næst til skara skríða gegn Moldóvu eða Eistlandi. Það er ekki að ástæðulausu að Finnland og Svíþjóð tóku ákvörðun í þessu ástandi að ganga í NATO. Nýjustu vendingar Bandaríkjastjórnar felast í hótunum við Úkraínu, gagnrýni á NATO og Evrópusambandið. Trump stjórnin hefur einnig verið í miklum samskiptum og fundahöldum við Rússa án aðkomu Evrópu, NATO og Úkraínu. Staða sem hefði verið óhugsandi ef litið er til fortíðar og sögu NATÓ og samskipta Bandaríkjanna og Evrópu frá fyrri heimsstyrjöld. Vance varaforsteti hefur hæðst að Evrópusambandinu opinberlega og reynt að hafa áhrif á kosningar í einstökum ríkjum. Trump hefur sett fram þá falskenningu að Evrópusambandið hafi verið sérstaklega stofnað til höfuðs Bandaríkjunum og Vance sagt að þau beiti sér gegn mál- og skoðanafrelsi og sagt einstök ríki sambandsins haga sér einsog einræðisríki. Ótti Evrópu er því raunverulegur um að Bandaríkjastjórn reyni að koma á friðarsamningum sem Úkraína og Evrópa eiga ekki aðkomu að. Evrópa og Evrópusambandið eru að átta sig á að ekki er lengur á vísan að róa með stuðning Bandaríkjanna hvorki innan NATO eða sem bandamann í alþjóðakerfinu, bandalag sem hefur haldið frá seinni heimstyrjöld. Nýlegt dæmi á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna undirstrikar þessa stöðu í atkvæðagreiðslu þar sem Bandaríkin greiddu atkvæði með Rússlandi, Norður Kóreu og Íran um að fordæma ekki innrás rússa í Úkraínu. Evrópusambandið hefur þegar brugðist við með auknum fjármunum til öryggis- og varnarmála (ReArm Europe Plan, 2025) með það að markmiði að styrkja varnir sambandsins til að fylla í skarið sem Bandaríkjamenn hugsanlega skilja eftir sig í Evrópu. Þar með er fyrsta stóra skrefið stigið í þá átt að undirbúa Evrópu fyrir þann raunveruleika að geta varið sig án aðstoðar Bandaríkjanna. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt alþjóðaviðskipti, evrópufræði, stefnumótun og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun