„Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2025 11:32 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt umfangsmiklum tollum á ál og stál innflutning. AP/Ben Curtis Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, setti í gær 25 prósenta toll á innflutning á stáli og áli. Evrópusambandið hefur tilkynnt eigin tolla á vörur frá Bandaríkjunum og er útlit fyrir að viðskiptastríð sé hafið. Tollar Evrópusambandsins munu taka gildi í næsta mánuði en þeir eru á ýmsar vörur frá Bandaríkjunum eins og viskí, heimilistæki, báta og mótorhjól, svo eitthvað sé nefnt. Tollarnir beinast að vörum sem fluttar eru inn til ESB fyrir um 28 milljarða dala, sem er það sama og álið og stálið sem flutt er frá ESB til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Tollar Trump á stál og ál taka gildi Tollunum er ætlað að þrýsta á Bandaríkjamenn, án þess að valda íbúum Evrópu of miklum skaða. AP fréttaveitan segir þá beinast sérstaklega gegn rauðum ríkjum Bandaríkjanna, en það er gert til að þrýsta frekar á Repúblikana, sem eru við stjórnvölinn í Bandaríkjunum. Frekari aðgerðir eiga að taka gildi seinna í næsta mánuði, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Trump hefur ítrekað lýst því yfir að hann ætli að beita tollum en það hefur ekki alltaf verið gert. Í dag eru nokkrir tollar í gildi í Bandaríkjunum. Þann 4. febrúar hækkaði Trump tolla á innflutning frá Kína um tíu prósent. Þann 4. mars setti hann svo 25 prósenta tolla á flestan innflutning frá Mexíkó og Kanada. Tveimur dögum síðar setti hann vörur sem tengjast fríverslunarsamning milli ríkjanna á undanþágu. Þá tóku áðurnefndir tollar á ál og stál gildi í dag. Auk þess hefur Trump sagst ætla að setja ótilgreinda tolla á innflutning landbúnaðarafurða og bíla í næsta mánuði. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagðist harma stöðuna í ávarpi í morgun. Hún sagði tolla vera skatta og að þeir komi bæði niður á fyrirtækjum og neytendum. Störf væru í húfi og að verðlag myndi hækka bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. We deeply regret the US tariffs imposed on Europe.Tariffs are taxes.They are bad for business, and even worse for consumers.Today Europe takes strong but proportionate countermeasures.We remain ready to engage in dialogue ↓ pic.twitter.com/5m1bGZjnsx— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 12, 2025 Trump ætlaði að setja fimmtíu prósent toll á ál og stál frá Kanada, vegna gjalds sem Kanadamenn ætluðu að setja á rafmagn frá Kanada sem íbúar þriggja ríkja Bandaríkjanna nota en hætti við eftir viðræður ríkjanna á milli. Sjá einnig: Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir „alvarlegt viðskiptastríð“ vera hafið. Noregur, eins og Ísland, er í EES og lendir því á milli Bandaríkjanna og ESB. Fjölmiðlar í Noregi hafa eftir Støre að hann eigi í viðræðum við ráðamenn í ESB til að koma í veg fyrir að Noregur verði fyrir barðinu á aðgerðum sambandsins. Óttast að Trump hafi ekki áætlun Óreiða undanfarinna daga hafa leitt til lækkanna á mörkuðum vestanhafs. Trump-liðar hafa sagt það nauðsynlega hliðarafurð aðgerða ríkisstjórnarinnar en Trump sjálfur neitaði nýverið að útiloka samdrátt í Bandaríkjunum. Talsmenn og ráðherrar Trumps hafa sagt lækkanirnar vera Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að kenna. Forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja sóttu Trump heim í Hvíta húsið á mánudaginn þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum vegna tollanna og sögðu að þeir gætu komið verulega niður á fyrirtækjunum og hagkerfi Bandaríkjanna. Eftir fundinn sagði Trump að fundurinn hefði verið um fjárfestingar í Bandaríkjunum. Mismunandi yfirlýsingar Trumps og ráðgjafa hans, breytingar forsetans á síðustu stundu og skyndilegar tilkynningar um efnahagsaðgerðir hafa samkvæmt Wall Street Journal valdið miklum áhyggjum meðal forsvarsmanna fyrirtækja og ýmsa Repúblikana um að Trump hafi í raun enga fastmótaða áætlun. Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Noregur Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Sjá meira
Tollar Evrópusambandsins munu taka gildi í næsta mánuði en þeir eru á ýmsar vörur frá Bandaríkjunum eins og viskí, heimilistæki, báta og mótorhjól, svo eitthvað sé nefnt. Tollarnir beinast að vörum sem fluttar eru inn til ESB fyrir um 28 milljarða dala, sem er það sama og álið og stálið sem flutt er frá ESB til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Tollar Trump á stál og ál taka gildi Tollunum er ætlað að þrýsta á Bandaríkjamenn, án þess að valda íbúum Evrópu of miklum skaða. AP fréttaveitan segir þá beinast sérstaklega gegn rauðum ríkjum Bandaríkjanna, en það er gert til að þrýsta frekar á Repúblikana, sem eru við stjórnvölinn í Bandaríkjunum. Frekari aðgerðir eiga að taka gildi seinna í næsta mánuði, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Trump hefur ítrekað lýst því yfir að hann ætli að beita tollum en það hefur ekki alltaf verið gert. Í dag eru nokkrir tollar í gildi í Bandaríkjunum. Þann 4. febrúar hækkaði Trump tolla á innflutning frá Kína um tíu prósent. Þann 4. mars setti hann svo 25 prósenta tolla á flestan innflutning frá Mexíkó og Kanada. Tveimur dögum síðar setti hann vörur sem tengjast fríverslunarsamning milli ríkjanna á undanþágu. Þá tóku áðurnefndir tollar á ál og stál gildi í dag. Auk þess hefur Trump sagst ætla að setja ótilgreinda tolla á innflutning landbúnaðarafurða og bíla í næsta mánuði. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagðist harma stöðuna í ávarpi í morgun. Hún sagði tolla vera skatta og að þeir komi bæði niður á fyrirtækjum og neytendum. Störf væru í húfi og að verðlag myndi hækka bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. We deeply regret the US tariffs imposed on Europe.Tariffs are taxes.They are bad for business, and even worse for consumers.Today Europe takes strong but proportionate countermeasures.We remain ready to engage in dialogue ↓ pic.twitter.com/5m1bGZjnsx— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 12, 2025 Trump ætlaði að setja fimmtíu prósent toll á ál og stál frá Kanada, vegna gjalds sem Kanadamenn ætluðu að setja á rafmagn frá Kanada sem íbúar þriggja ríkja Bandaríkjanna nota en hætti við eftir viðræður ríkjanna á milli. Sjá einnig: Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir „alvarlegt viðskiptastríð“ vera hafið. Noregur, eins og Ísland, er í EES og lendir því á milli Bandaríkjanna og ESB. Fjölmiðlar í Noregi hafa eftir Støre að hann eigi í viðræðum við ráðamenn í ESB til að koma í veg fyrir að Noregur verði fyrir barðinu á aðgerðum sambandsins. Óttast að Trump hafi ekki áætlun Óreiða undanfarinna daga hafa leitt til lækkanna á mörkuðum vestanhafs. Trump-liðar hafa sagt það nauðsynlega hliðarafurð aðgerða ríkisstjórnarinnar en Trump sjálfur neitaði nýverið að útiloka samdrátt í Bandaríkjunum. Talsmenn og ráðherrar Trumps hafa sagt lækkanirnar vera Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að kenna. Forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja sóttu Trump heim í Hvíta húsið á mánudaginn þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum vegna tollanna og sögðu að þeir gætu komið verulega niður á fyrirtækjunum og hagkerfi Bandaríkjanna. Eftir fundinn sagði Trump að fundurinn hefði verið um fjárfestingar í Bandaríkjunum. Mismunandi yfirlýsingar Trumps og ráðgjafa hans, breytingar forsetans á síðustu stundu og skyndilegar tilkynningar um efnahagsaðgerðir hafa samkvæmt Wall Street Journal valdið miklum áhyggjum meðal forsvarsmanna fyrirtækja og ýmsa Repúblikana um að Trump hafi í raun enga fastmótaða áætlun.
Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Noregur Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Sjá meira