Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2025 11:49 Því fyrr, því betra segir samgönguráðherra. Vísir/Sigurjón Samgönguráðherra vakti máls á alvarlegu ástandi vega fyrir vestan við ríkisstjórnarborðið í gær og talaði um mikilvægi þess að verja auknu fé til viðhalds. Málinu var vísað til ráðherranefndar um ríkisfjármál. Í lok febrúar sendu sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi forsætisráðherra bréf vegna neyðarástands í vegamálum. Í bréfinu sem dagsett er 21. febrúar, fóru sveitarfélögin fram á fund með forsætisráðherra og fagráðherrum um skipan viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annarra vegfarenda. Þá finnst þeim líka brýnt að laga vegina til að skaða ekki atvinnu- og mannlíf. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fundaði síðan með samgönguráðherra og forsætisráðherra á mánudaginn síðastliðinn en stjórnin varð þess áskynja á fundinum að ríkisstjórnin væri meðvituð um alvarleika málsins. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði fram minnisblað í ríkisstjórn í gær og sendi fjármálaráðherra bréf þar sem hann undirstrikar nauðsyn þess að Vegagerðin fái aukið fjármagn til að sinna viðhaldi fyrir vestan. „Ég er búinn að eiga fund með Vegagerðinni og svo skrifaði ég bréf til fjármálaráðherra og tók þetta mál upp í ríkisstjórn sem mér ber, sem mikilvægt stjórnarmálefni og þessu verður vísað til ráðherranefndar um ríkisfjármál þar sem þetta verður tekið fyrir og vonandi kemur úr þeirri umræðu þar aukið fé í viðhald á vesturlandi, það er gríðarlega mikilvægt.“ Því fyrr sem fjármagn fáist til viðhalds, því betra. „Þá væri hægt að framkvæma meira í sumar. Það er ákveðin hætta að það verði farið að breyta vegum á Vesturlandi í malarvegi eins og var gert í fyrra, það er kominn fræsari í Búðardal, það verður farið í að gera það, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni ef ástand vega er orðið það slæmt að hættulegt er að keyra þá, þá verður farið í að gera það. Þetta er gömul innviðaskuld sem við erum að eiga við á Vesturlandi og við verðum að taka á því,“ segir Eyjólfur. Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. 15. febrúar 2025 18:11 Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. 13. febrúar 2025 18:31 Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. 12. febrúar 2025 11:25 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Í bréfinu sem dagsett er 21. febrúar, fóru sveitarfélögin fram á fund með forsætisráðherra og fagráðherrum um skipan viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annarra vegfarenda. Þá finnst þeim líka brýnt að laga vegina til að skaða ekki atvinnu- og mannlíf. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fundaði síðan með samgönguráðherra og forsætisráðherra á mánudaginn síðastliðinn en stjórnin varð þess áskynja á fundinum að ríkisstjórnin væri meðvituð um alvarleika málsins. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði fram minnisblað í ríkisstjórn í gær og sendi fjármálaráðherra bréf þar sem hann undirstrikar nauðsyn þess að Vegagerðin fái aukið fjármagn til að sinna viðhaldi fyrir vestan. „Ég er búinn að eiga fund með Vegagerðinni og svo skrifaði ég bréf til fjármálaráðherra og tók þetta mál upp í ríkisstjórn sem mér ber, sem mikilvægt stjórnarmálefni og þessu verður vísað til ráðherranefndar um ríkisfjármál þar sem þetta verður tekið fyrir og vonandi kemur úr þeirri umræðu þar aukið fé í viðhald á vesturlandi, það er gríðarlega mikilvægt.“ Því fyrr sem fjármagn fáist til viðhalds, því betra. „Þá væri hægt að framkvæma meira í sumar. Það er ákveðin hætta að það verði farið að breyta vegum á Vesturlandi í malarvegi eins og var gert í fyrra, það er kominn fræsari í Búðardal, það verður farið í að gera það, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni ef ástand vega er orðið það slæmt að hættulegt er að keyra þá, þá verður farið í að gera það. Þetta er gömul innviðaskuld sem við erum að eiga við á Vesturlandi og við verðum að taka á því,“ segir Eyjólfur.
Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. 15. febrúar 2025 18:11 Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. 13. febrúar 2025 18:31 Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. 12. febrúar 2025 11:25 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Holóttir og blæðandi vegir á Vesturlandi valda því að þungatakmarkanir eru í gildi þar víða. Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar segir lykilatriði að fyrirtæki úti á landi séu samkeppnishæf og því verði að sinna viðhaldi á vegum. 15. febrúar 2025 18:11
Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. 13. febrúar 2025 18:31
Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi. 12. febrúar 2025 11:25