Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar 12. mars 2025 12:47 Við búum í landi ofgnóttar, það má segja að hér drjúpi smjör af hverju strái. Náttúran hefur gefið okkur margt t.d.: Hreina loftið, heitt vatn úr iðrum jarðar, yndislegt kalt vatn, sjávarauðlindina, græna raforku og hrein íslensk matvæli. Fáar ef nokkrar þjóðir búa yfir jafn miklum náttúruauðlindum og Ísland. Hér er ekki hægt að stoppa upptalninguna því við, sem þjóð, höfum skapað okkur samfélag þar sem t.d.: Öryggi okkar er mikið, spilling lítil, jafnrétti í hæstu hæðum, stéttaskipting lítil, fátækt lítil, laun há og mannréttindi virt. Á Íslandi er fyrirtaks jarðvegur til að ná árangri og engar afsakanir mögulegar ef við stöndum okkur ekki. Hvað þá ef við skröpum botninn í einhverjum málaflokkum. Með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar hefur í áratugi molnað undan grunnskólanum og borgin látið það afskiptalaust. Bara haldið áfram sömu leið ár eftir ár og vonast eftir betri útkomu með ömurlegum afleiðingum fyrir börn og unglinga. Með því að axla ekki pólítíska ábyrgð á menntamálum og trú á handónýta menntastefnu er skólaskútan löngu strönduð. Ekki eru menntamálin, svo nokkru nemi, ávörpuð hjá nýrri borgarstjórn og þau látin sitja á hakanum eins og venjulega. Er það forsvaranlegt að þjóð sem hefur allt til alls sé ekki í fremstu röð hvað menntun grunnskólabarna varðar? Árangur er í öfugu hlutfallið við kostnað kerfisins. Er ekki alveg ljóst að við erum á rangri leið? Gleggsta dæmið er að við „töpuðum“ tveimur skólaárum í PISA-stigum á milli áranna 2018 og 2022. Tveimur árum. Þegar Íslensku skólarnir voru miklu meira opnir en skólar langflestra annarra landa í C19-faraldrinum. Hér er verulega mikið að. Menntamál eru grjóthörð efnahagsmál og grundvöllur samkeppnishæfni og verðmætasköpunar landsins. Með þessu áframhaldi fjarar hratt undan skólaskútunni og við verðum eftirbátar annarra í flestu tilliti. Stéttaskipting mun aukast og lífsgæði munu dala. Börnin vilja breytingar, foreldrar vilja breytingar, afar og ömmur vilja breytingar. Það er ákall um breytingar úr öllum áttum. Við getum ekki látið fleiri kynslóðir útskrifast úr grunnskólanum með glötuð tækifæri til lífsgæða. Þetta hrun er mest á vakt vinstri manna, látum þá finna fyrir því að íslensk börn og unglingar skipta samfélagið máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins (jpz@althingi.is). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Við búum í landi ofgnóttar, það má segja að hér drjúpi smjör af hverju strái. Náttúran hefur gefið okkur margt t.d.: Hreina loftið, heitt vatn úr iðrum jarðar, yndislegt kalt vatn, sjávarauðlindina, græna raforku og hrein íslensk matvæli. Fáar ef nokkrar þjóðir búa yfir jafn miklum náttúruauðlindum og Ísland. Hér er ekki hægt að stoppa upptalninguna því við, sem þjóð, höfum skapað okkur samfélag þar sem t.d.: Öryggi okkar er mikið, spilling lítil, jafnrétti í hæstu hæðum, stéttaskipting lítil, fátækt lítil, laun há og mannréttindi virt. Á Íslandi er fyrirtaks jarðvegur til að ná árangri og engar afsakanir mögulegar ef við stöndum okkur ekki. Hvað þá ef við skröpum botninn í einhverjum málaflokkum. Með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar hefur í áratugi molnað undan grunnskólanum og borgin látið það afskiptalaust. Bara haldið áfram sömu leið ár eftir ár og vonast eftir betri útkomu með ömurlegum afleiðingum fyrir börn og unglinga. Með því að axla ekki pólítíska ábyrgð á menntamálum og trú á handónýta menntastefnu er skólaskútan löngu strönduð. Ekki eru menntamálin, svo nokkru nemi, ávörpuð hjá nýrri borgarstjórn og þau látin sitja á hakanum eins og venjulega. Er það forsvaranlegt að þjóð sem hefur allt til alls sé ekki í fremstu röð hvað menntun grunnskólabarna varðar? Árangur er í öfugu hlutfallið við kostnað kerfisins. Er ekki alveg ljóst að við erum á rangri leið? Gleggsta dæmið er að við „töpuðum“ tveimur skólaárum í PISA-stigum á milli áranna 2018 og 2022. Tveimur árum. Þegar Íslensku skólarnir voru miklu meira opnir en skólar langflestra annarra landa í C19-faraldrinum. Hér er verulega mikið að. Menntamál eru grjóthörð efnahagsmál og grundvöllur samkeppnishæfni og verðmætasköpunar landsins. Með þessu áframhaldi fjarar hratt undan skólaskútunni og við verðum eftirbátar annarra í flestu tilliti. Stéttaskipting mun aukast og lífsgæði munu dala. Börnin vilja breytingar, foreldrar vilja breytingar, afar og ömmur vilja breytingar. Það er ákall um breytingar úr öllum áttum. Við getum ekki látið fleiri kynslóðir útskrifast úr grunnskólanum með glötuð tækifæri til lífsgæða. Þetta hrun er mest á vakt vinstri manna, látum þá finna fyrir því að íslensk börn og unglingar skipta samfélagið máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins (jpz@althingi.is).
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun