Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. mars 2025 20:02 Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia. Vísir/Bjarni Eftirspurn hefur rokið upp hjá íslensku fyrirtæki sem framleiðir sjálfstýrða kafbáta undanfarinn misseri, sem framkvæmdastjóri segir að meðal annars megi rekja til vendinga á alþjóðavettvangi. Tæknin nýtist í margvíslegum tilgangi, meðal annars í vísindarannsóknir, vöktun mikilvægra innviða og við sprengjuleit. Íslensk stjórnvöld greindu frá því í gær að til standi að taka í notkun kafbát til að vakta sæstrengi. Það er fyrirtæki á Íslandi, Teledyne Gavia, sem framleiðir slíka kafbáta en báturinn sem nýttur verður í verkefnið er einmitt úr framleiðslu fyrirtækisins. Báturinn var áður í eigu Háskóla Ísland þar sem hann var nýttur í vísindarannsóknir, en er nú í eigu Landhelgisgæslunnar. Hann þarf hins vegar á uppfærslu að halda áður en lagt verður af stað í verkefnið. Hávísindalegir bátar sem nýta gervigreindin „Við framleiðum ómannaða kafbáta og við erum með margar tegundir af kafbátum. Minnsti kafbáturinn okkar getur farið niður á þúsund metra dýpi og stærsti báturinn okkar getur farið niður á sex þúsund metra dýpi,“ segir Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi. Fyrirtækið fagnaði 25 ára afmæli í fyrra og hét áður Hafmynd, en er nú í eigu bandarísks stórfyrirtækis. Kafbátarnir eru búnir tækni sem er á margan hátt einstök á heimsvísu og nýtir meðal annars gervigreind. „Þeir eru bæði notaðir í vísindarannsóknir, þeir eru notaðir til að fylgjast með krítískum innviðum neðansjávar, og líka til að finna til dæmis flugslys eða sjóslys, sem hefur lent úti í sjó,“ nefnir Stefán sem dæmi. Ríki farin að átta sig á alvarleika málsins Bátur frá fyrirtækinu var meðal annars notaður við leit að flugvélinni sem fór í Þingvallavatn fyrir þremur árum. Allt frá því leit hófst að flugvél Malaysia Airlines, MH370, sem hvarf árið 2014 hefur áhugi farið vaxandi að sögn Stefáns. Ekki síður jókst áhuginn eftir sprengingar gasleiðslna á Eystrasalti haustið 2022. „Nord Stream 2, þá virkilega fóru stjórnvöld að sýna áhuga á því hvað er neðansjávar og hvað það liggur vel við höggi. Það þarf að bæta þekkinguna á því hvað er neðansjávar,“ segir Stefán. Eftirspurn hafi farið vaxandi síðan. „Hún hefur verið mjög mikið að aukast og það er mikið í gangi hjá okkur. Við erum búin að vera að bæta mikið við hjá okkur, starfsfólki og svæði, þannig við erum bara í miklum vexti eins og er.“ Nú er meðal annars unnið að endurbótum á bátnum sem mun vakta sæstrengi við Ísland. „Hann auðvitað hefur verið notaður áður, þannig að við erum að koma upp í honum nýjustu tækni þannig að hann geti unnið sitt verk sem best,“ segir Stefán. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Öryggis- og varnarmál Tækni Vísindi Nýsköpun Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Íslensk stjórnvöld greindu frá því í gær að til standi að taka í notkun kafbát til að vakta sæstrengi. Það er fyrirtæki á Íslandi, Teledyne Gavia, sem framleiðir slíka kafbáta en báturinn sem nýttur verður í verkefnið er einmitt úr framleiðslu fyrirtækisins. Báturinn var áður í eigu Háskóla Ísland þar sem hann var nýttur í vísindarannsóknir, en er nú í eigu Landhelgisgæslunnar. Hann þarf hins vegar á uppfærslu að halda áður en lagt verður af stað í verkefnið. Hávísindalegir bátar sem nýta gervigreindin „Við framleiðum ómannaða kafbáta og við erum með margar tegundir af kafbátum. Minnsti kafbáturinn okkar getur farið niður á þúsund metra dýpi og stærsti báturinn okkar getur farið niður á sex þúsund metra dýpi,“ segir Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi. Fyrirtækið fagnaði 25 ára afmæli í fyrra og hét áður Hafmynd, en er nú í eigu bandarísks stórfyrirtækis. Kafbátarnir eru búnir tækni sem er á margan hátt einstök á heimsvísu og nýtir meðal annars gervigreind. „Þeir eru bæði notaðir í vísindarannsóknir, þeir eru notaðir til að fylgjast með krítískum innviðum neðansjávar, og líka til að finna til dæmis flugslys eða sjóslys, sem hefur lent úti í sjó,“ nefnir Stefán sem dæmi. Ríki farin að átta sig á alvarleika málsins Bátur frá fyrirtækinu var meðal annars notaður við leit að flugvélinni sem fór í Þingvallavatn fyrir þremur árum. Allt frá því leit hófst að flugvél Malaysia Airlines, MH370, sem hvarf árið 2014 hefur áhugi farið vaxandi að sögn Stefáns. Ekki síður jókst áhuginn eftir sprengingar gasleiðslna á Eystrasalti haustið 2022. „Nord Stream 2, þá virkilega fóru stjórnvöld að sýna áhuga á því hvað er neðansjávar og hvað það liggur vel við höggi. Það þarf að bæta þekkinguna á því hvað er neðansjávar,“ segir Stefán. Eftirspurn hafi farið vaxandi síðan. „Hún hefur verið mjög mikið að aukast og það er mikið í gangi hjá okkur. Við erum búin að vera að bæta mikið við hjá okkur, starfsfólki og svæði, þannig við erum bara í miklum vexti eins og er.“ Nú er meðal annars unnið að endurbótum á bátnum sem mun vakta sæstrengi við Ísland. „Hann auðvitað hefur verið notaður áður, þannig að við erum að koma upp í honum nýjustu tækni þannig að hann geti unnið sitt verk sem best,“ segir Stefán.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Öryggis- og varnarmál Tækni Vísindi Nýsköpun Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira